Erlent

Endurnýja aðstoð til bænda innan ESB

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Aðstoðin nær til ársins 2016.
Aðstoðin nær til ársins 2016. Fréttablaðið/Þorgils
Yfirvöld í Evrópusambandinu hafa ákveðið að framlengja stuðning til bænda innan sambandsins vegna viðskiptaþvingana Rússlands sem bannar innflutning á matvælum frá Evrópusambandinu.

Aðstoð sambandsins var komið á í fyrra og hefur verið ákveðið að halda aðstoðinni áfram og mun hún vara til júní 2016.

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur viðrað þá hugmynd að taka upp aðstoð af svipuðum toga ef Ísland verður fyrir þvingunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×