Erlent

Segir stutt í ákvörðunina um viðskiptabann

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Arkadí Dvorkovítsj
Arkadí Dvorkovítsj
Stutt er í ákvörðun rússneskra stjórnvalda um hvernig eigi að útvíkka viðskiptaþvinganir gegn Vesturlöndum.

Þetta kom fram í máli Arkadís Dvorkovítsj, varaforsætisráðherra Rússlands, á blaðamannafundi í gær.

Að hans sögn eru embættismenn að ræða sín á milli nokkra hnökra og smáatriði áður en lögin verða kynnt.

Stefna Rússlands er að koma á viðskiptabanni á matvæli gagnvart þeim ríkjum sem styðja þvingunaraðgerðir gegn Rússlandi. Ísland er þar á meðal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×