Þvinganir gætu komið Íslandi verst Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 14. ágúst 2015 07:00 Rússar hafa bætt fimm ríkjum á bannlista sinn. nordicphotos/AFP „Ef um er að ræða algert bann við innflutningi matvæla til Rússlands, þar með talið sjávarfangs, þá eru það mjög alvarleg tíðindi fyrir okkur Íslendinga,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Í gær bætti Rússland Íslandi á lista yfir þjóðir sem falla undir viðskiptabann þeirra. Albaníu, Svartfjallalandi, Úkraínu og Liechtenstein var einnig bætt á listann. Rússland setti síðast viðskiptabann á Ísland árið 1949 þegar Ísland gekk í Atlantshafsbandalagið. Það bann varði í fimm ár. Á þessum tímapunkti eru stjórnvöld að afla upplýsinga um eðli bannsins og munu leita allra leiða til að bregðast við því. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Anton V. Vasilíjev, sendiherra Rússlands, ræddust við á óformlegum fundi í gær.Bjarni BenediktssonBjarni segir að líklega muni bannið koma Íslendingum mun verr en nokkurri annarri Evrópuþjóð sem stendur að banninu enda sé hlutfall útfluttra matvara til Rússlands hæst hjá Íslendingum. Rússar hafa beitt Evrópusambandið, Bandaríkin og önnur ríki banni í rúmlega ár en viðskiptabannið er tilkomið vegna þvingunaraðgerða Vesturlanda gegn Rússlandi. Ýmis ríki hafa tekið upp á því að veita þeim fyrirtækjum sem verða fyrir skaða vegna viðskiptabannsins aðstoð. ESB hefur til að mynda í rúmt ár veitt bændum innan sambandsins sérstaka fjárhagsaðstoð vegna viðskiptabanns Rússlands. Framkvæmdastjórn ESB hefur varið rúmlega 155 milljónum evra í aðstoð til framleiðenda vegna viðskiptabannsins. Bjarni útilokar ekki slíkar aðgerðir á Íslandi. „Það er ólíku saman að jafna þegar Evrópusambandið deilir úr digrum sjóðum sínum vegna þess takmarkaða tjóns sem verður fyrir einstaka aðildarríki eða fyrir okkur Íslendinga að taka á okkur allt höggið sjálf,“ segir hann. „Bæði kann tjónið að vera meira hér ef við erum að ræða algert innflutningsbann og við erum ekki að deila því með neinum, heldur værum við að taka það allt á okkur sjálf,“ segir Bjarni og bendir á að Ísland sé í einkennilegri stöðu þar sem þvingunaraðgerðirnar sem Ísland taki þátt í með ESB útiloki makrílútflutning á Rússlandsmarkað en á sama tíma sé ESB með átján prósenta toll á innflutning á makríl frá Íslandi. „Það hlýtur að vera eitthvað sem þarf að skoða.“ Viðskiptabann Rússlands hefur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir þjóðir sem stunda fiskútflutning en útflutningur á fiski frá Noregi til Rússlands fór úr 97 þúsund tonnum árið 2013 í 42 þúsund tonn ári seinna eftir að viðskiptabann var sett á Noreg síðla árs 2014. „Ég hef ávallt verið hugsi yfir þessum þvingunaraðgerðum,“ segir Bjarni. „Í fyrsta lagi finnst mér það álitamál hvort þær séu óaðskiljanlegur hluti af því að fordæma framferði Rússa í Úkraínu sem við höfum gert með skýrum hætti. Í öðru lagi má hafa efasemdir hvaða virkni viðskiptaþvinganir hafa haft í sögulegu samhengi og hverju þær skila í þessu tilviki. Í þriðja lagi þá finnst mér að við getum með ýmsum öðrum hætti komið á framfæri okkar sjónarmiðum varðandi framferði Rússa og eftir atvikum gert það þannig að efnahagslegir hagsmunir séu hafðir til hliðsjónar í því samhengi.“ Þrátt fyrir þátttöku Íslands í þvingunaraðgerðum Vesturlanda gegn Rússlandi eru þær afskaplega takmarkaðar af Íslands hálfu. Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Neytendur Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Versta kartöfluuppskeran í áratugi Viðskipti innlent Kaupir Horn III út úr Líflandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Sjá meira
„Ef um er að ræða algert bann við innflutningi matvæla til Rússlands, þar með talið sjávarfangs, þá eru það mjög alvarleg tíðindi fyrir okkur Íslendinga,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Í gær bætti Rússland Íslandi á lista yfir þjóðir sem falla undir viðskiptabann þeirra. Albaníu, Svartfjallalandi, Úkraínu og Liechtenstein var einnig bætt á listann. Rússland setti síðast viðskiptabann á Ísland árið 1949 þegar Ísland gekk í Atlantshafsbandalagið. Það bann varði í fimm ár. Á þessum tímapunkti eru stjórnvöld að afla upplýsinga um eðli bannsins og munu leita allra leiða til að bregðast við því. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Anton V. Vasilíjev, sendiherra Rússlands, ræddust við á óformlegum fundi í gær.Bjarni BenediktssonBjarni segir að líklega muni bannið koma Íslendingum mun verr en nokkurri annarri Evrópuþjóð sem stendur að banninu enda sé hlutfall útfluttra matvara til Rússlands hæst hjá Íslendingum. Rússar hafa beitt Evrópusambandið, Bandaríkin og önnur ríki banni í rúmlega ár en viðskiptabannið er tilkomið vegna þvingunaraðgerða Vesturlanda gegn Rússlandi. Ýmis ríki hafa tekið upp á því að veita þeim fyrirtækjum sem verða fyrir skaða vegna viðskiptabannsins aðstoð. ESB hefur til að mynda í rúmt ár veitt bændum innan sambandsins sérstaka fjárhagsaðstoð vegna viðskiptabanns Rússlands. Framkvæmdastjórn ESB hefur varið rúmlega 155 milljónum evra í aðstoð til framleiðenda vegna viðskiptabannsins. Bjarni útilokar ekki slíkar aðgerðir á Íslandi. „Það er ólíku saman að jafna þegar Evrópusambandið deilir úr digrum sjóðum sínum vegna þess takmarkaða tjóns sem verður fyrir einstaka aðildarríki eða fyrir okkur Íslendinga að taka á okkur allt höggið sjálf,“ segir hann. „Bæði kann tjónið að vera meira hér ef við erum að ræða algert innflutningsbann og við erum ekki að deila því með neinum, heldur værum við að taka það allt á okkur sjálf,“ segir Bjarni og bendir á að Ísland sé í einkennilegri stöðu þar sem þvingunaraðgerðirnar sem Ísland taki þátt í með ESB útiloki makrílútflutning á Rússlandsmarkað en á sama tíma sé ESB með átján prósenta toll á innflutning á makríl frá Íslandi. „Það hlýtur að vera eitthvað sem þarf að skoða.“ Viðskiptabann Rússlands hefur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir þjóðir sem stunda fiskútflutning en útflutningur á fiski frá Noregi til Rússlands fór úr 97 þúsund tonnum árið 2013 í 42 þúsund tonn ári seinna eftir að viðskiptabann var sett á Noreg síðla árs 2014. „Ég hef ávallt verið hugsi yfir þessum þvingunaraðgerðum,“ segir Bjarni. „Í fyrsta lagi finnst mér það álitamál hvort þær séu óaðskiljanlegur hluti af því að fordæma framferði Rússa í Úkraínu sem við höfum gert með skýrum hætti. Í öðru lagi má hafa efasemdir hvaða virkni viðskiptaþvinganir hafa haft í sögulegu samhengi og hverju þær skila í þessu tilviki. Í þriðja lagi þá finnst mér að við getum með ýmsum öðrum hætti komið á framfæri okkar sjónarmiðum varðandi framferði Rússa og eftir atvikum gert það þannig að efnahagslegir hagsmunir séu hafðir til hliðsjónar í því samhengi.“ Þrátt fyrir þátttöku Íslands í þvingunaraðgerðum Vesturlanda gegn Rússlandi eru þær afskaplega takmarkaðar af Íslands hálfu.
Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Neytendur Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Versta kartöfluuppskeran í áratugi Viðskipti innlent Kaupir Horn III út úr Líflandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Sjá meira