Erlent

95 manns hafa enn ekki fundist

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Tugir ættingja mótmæla því að fá ekki nægar upplýsingar frá ríkisstjórninni um hvaða efni eru á slysstaðnum.
Tugir ættingja mótmæla því að fá ekki nægar upplýsingar frá ríkisstjórninni um hvaða efni eru á slysstaðnum. nordicphotos/afp
95 manns hafa enn ekki fundist eftir sprengingarnar í norðausturhluta Tianjin í Kína.

Fimm dagar eru liðnir síðan sprengingarnar urðu í vöruskemmu sem innihélt hættuleg efni. Aðeins hefur verið unnt að bera kennsl á lítinn hluta þeirra sem létust. Þetta kemur fram á vef BBC.

Kínversk yfirvöld hafa látið lokað tugum vefsíðna fyrir að dreifa orðrómum. Ríkisrekni fjölmiðillinn Xinhua sagði að fimmtíu vefsíður hefðu verið ásakaðar um að efna til æsings meðal almennings með því að birta óstaðfestar upplýsingar um sprengingarnar.

Tugir ættingja þeirra sem saknað er og íbúar á svæðinu hafa mótmælt fyrir utan hótel sem notað er undir opinbera fréttafundi. Þau segjast ekki fá nægar upplýsingar frá ríkisstjórninni um hvaða efni eru á slysstaðnum.

Að minnsta kosti hundrað og tólf létust í sprengingunum en aðeins hefur tekist að bera kennsl á 24 þeirra. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×