Frans páfi ræddi stríð, hryðjuverk og straum flóttamanna í jólaávarpi sínu. Hann kallaði eftir friði og sátt um allan heim.
Hann sagðist biðja fyrir áætlun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um frið í Sýrlandi og Líbýu.
Hann fordæmdi hrottafengnar hryðjuverkárásir í Frakklandi, Líbanon, Egyptalandi, Túnis og Malí.
Hann minntist á að nákvæmlega þar sem sonur guðs fæddist væru viðvarandi átök. Hann hvatti Ísraelsmenn og Palestínumenn til að efna til friðarviðræðna.
Þá fordæmdi ódæðið sem framið er í Líbýu og Sýrlandi og sagði ófriðinn þar ekki einu sinni hlífa menningarminjum þjóða, og átti þar við skemmdarverk hryðjuverkasamtakanna ISIS.
Hann sagði kristið fólk verða fyrir ofsóknum fyrir trú sína í dag.
Varðandi straum flóttamanna til Vesturlanda sagðist hann vonast til þess að guð muni endurgjalda þeim einstaklingum og þjóðum sem veita flóttamönnum aðstoð og skjól.
Páfinn fordæmdi hryðjuverkárásir
Birgir Olgeirsson skrifar

Mest lesið




Banaslys varð í Vík í Mýrdal
Innlent


Hvernig skiptast fylkingarnar?
Innlent




„Við gefumst ekki upp á ykkur“
Innlent