Íslenskur sjálfboðaliði í Grikklandi: „Fólk er bara á vergangi hérna“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 2. september 2015 13:40 Þórunn Ólafsdóttir segir ástandið á grísku eyjunni Lesbos hafa versnað á síðustu dögum. Vísir/AFP Flóttamenn sem koma til Grikklands yfir Miðjarðarhafið þurfa að fara fótgangandi margra kílómetra leið til að komast í flóttamannabúðir. Þórunn starfar sem sjálfboðaliði á grísku eyjunni Lesbos.Vísir Rútubílastöðin í Molivos á Lesbos sem nýtt hefur verið sem einskonar flóttamannabúðir hefur verið rýmd og hefur sjálfboðaliðastarf legið að mestu niðri. Þórunn Ólafsdóttir, sem starfar sem sjálfboðaliði á grísku eyjunni, segir ástandið þannig hafa versnað á síðustu dögum. „Fólk er bara á vergangi hérna á þessum götum, úti á þjóðvegunum, og einhvern veginn engin til að leiðbeina þeim. Fólk reynir auðvitað að fara niður í fjöru og taka á móti þeim þegar þau koma í land og deila út þurrum fötum og einhverjum ávöxtum og vatni. En svo tekur bara við ótrúlega löng ganga að næstu búðum þar sem er einhverja hjálp er að fá,“ segir hún. Þórunn sagði frá samskiptum sínum við fjölskyldu hinnar tveggja vikna gömlu Ani sem kom til Molivos á Facebook. Skiptitaska stúlkunnar féll fyrir borð á gúmmíbátnum sem fjölskyldan kom á yfir hafið og var hún komin með svæsin brunasár eftir bleyjuna þegar hún fékk loksins aðstoð. „Hún er bara ein af alveg ótrúlega mörgum ungbörnum sem hafa komið hérna í gengum Molivos,“ segir hún. „Þetta er ótrúlega mikið af börnum sem koma hérna og þegar ég kvaddi Ani og fjölskyldu í gær þá voru þau bara á leið út í óvissuna.“Þetta er Ani. Á tveggja vikna langri ævi sinni hefur hún verið á flótta ásamt foreldrum sínum, systur og bróður....Posted by Þórunn Ólafsdóttir on Tuesday, September 1, 2015Þórunn segir að fjölskyldan hafi gengið af stað í átt að næstu flóttamannabúðum. „Það er langur vegur þangað og það eru ótrúlega margir í sömu stöðu; með pínulítil börn á handleggnum, gangandi svöng og þreytt í einhverri óvissu.“ Þórunn segir þó viðbrögð íslensks almennings við vandanum hafa vakið upp von hjá sér. Sjálfsögðu erum við lítið land og leysum ekki allan vandan en að allur þessi vilji sé til staðar er alveg ótrúlegt og mér finnst rosalega mikilvægt að við virkjum þennan kraft og þetta frumkvæði í stað að það verði drepið niður af stjórnvöldum,“ segir hún. „Því þetta er líka fordæmi fyrir hreinlega allan heiminn.“ Grikkland Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Flóttamenn sem koma til Grikklands yfir Miðjarðarhafið þurfa að fara fótgangandi margra kílómetra leið til að komast í flóttamannabúðir. Þórunn starfar sem sjálfboðaliði á grísku eyjunni Lesbos.Vísir Rútubílastöðin í Molivos á Lesbos sem nýtt hefur verið sem einskonar flóttamannabúðir hefur verið rýmd og hefur sjálfboðaliðastarf legið að mestu niðri. Þórunn Ólafsdóttir, sem starfar sem sjálfboðaliði á grísku eyjunni, segir ástandið þannig hafa versnað á síðustu dögum. „Fólk er bara á vergangi hérna á þessum götum, úti á þjóðvegunum, og einhvern veginn engin til að leiðbeina þeim. Fólk reynir auðvitað að fara niður í fjöru og taka á móti þeim þegar þau koma í land og deila út þurrum fötum og einhverjum ávöxtum og vatni. En svo tekur bara við ótrúlega löng ganga að næstu búðum þar sem er einhverja hjálp er að fá,“ segir hún. Þórunn sagði frá samskiptum sínum við fjölskyldu hinnar tveggja vikna gömlu Ani sem kom til Molivos á Facebook. Skiptitaska stúlkunnar féll fyrir borð á gúmmíbátnum sem fjölskyldan kom á yfir hafið og var hún komin með svæsin brunasár eftir bleyjuna þegar hún fékk loksins aðstoð. „Hún er bara ein af alveg ótrúlega mörgum ungbörnum sem hafa komið hérna í gengum Molivos,“ segir hún. „Þetta er ótrúlega mikið af börnum sem koma hérna og þegar ég kvaddi Ani og fjölskyldu í gær þá voru þau bara á leið út í óvissuna.“Þetta er Ani. Á tveggja vikna langri ævi sinni hefur hún verið á flótta ásamt foreldrum sínum, systur og bróður....Posted by Þórunn Ólafsdóttir on Tuesday, September 1, 2015Þórunn segir að fjölskyldan hafi gengið af stað í átt að næstu flóttamannabúðum. „Það er langur vegur þangað og það eru ótrúlega margir í sömu stöðu; með pínulítil börn á handleggnum, gangandi svöng og þreytt í einhverri óvissu.“ Þórunn segir þó viðbrögð íslensks almennings við vandanum hafa vakið upp von hjá sér. Sjálfsögðu erum við lítið land og leysum ekki allan vandan en að allur þessi vilji sé til staðar er alveg ótrúlegt og mér finnst rosalega mikilvægt að við virkjum þennan kraft og þetta frumkvæði í stað að það verði drepið niður af stjórnvöldum,“ segir hún. „Því þetta er líka fordæmi fyrir hreinlega allan heiminn.“
Grikkland Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira