Sáttasemjari fái aukna ábyrgð Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. september 2015 10:00 Gurría segir að staða Íslendinga sé góð en hefur áhyggjur af því að launaskrið geti orðið of mikið hér á landi. Vísir/ernir Efnahagsleg staða Íslands er góð í samanburði við Evrópu og Bandaríkin, að mati José Ángel Gurría, framkvæmdastjóra Efnahags- og framfarastofnunarinnar. Gurría hefur verið staddur hér á landi undanfarna daga og kynnti skýrslu stofnunarinnar um Ísland. „Ég held að skilaboðin séu jákvæð. Hagvöxtur er mikill, meiri en 4 prósent í ár og um 3 prósent næsta ár. Ef þú horfir á Evrópu eða Bandaríkin þá virðist þetta vera góð staða. Þið hafið náð að lækka skuldir hins opinbera. Augljóslega er engin verðbólga. Peningastefna Seðlabankans hefur verið mjög góð að mínu mati,“ segir Gurría. Hann bendir á að skuldir heimilanna hafi lækkað undanfarið. Þær hafi verið stórt vandamál fyrir tveimur árum en séu núna viðráðanlegar. „Þetta var stórt vandamál fyrir tveimur, þremur, fjórum árum. Núna eru skuldir heimilanna orðnar viðráðanlegar,“ segir Gurría. Nettóskuldastaða þjóðarinnar sé mjög góð í alþjóðlegum samanburði. Hann segir því ljóst að þróunin hafi verið góð jafnvel þó að það séu krefjandi verkefni fram undan. „Hlutirnir eru að þróast í rétta átt á mörgum sviðum. Spurningin er bara hvernig þú vilt halda áfram að láta hlutina þróast. Stefnumótun þarf að vera markviss. Við erum ekki komin heim, en þetta lítur allt vel út.“ Gurría bendir á að eitt af stóru verkefnunum fram undan sé aflétting fjármagnshafta. Eignir kröfuhafa séu miklar og ólíkar og verkefnið krefjist flókinna lausna. „Og ég held að þið hafið gripið til ýmissa ráðstafana, sem sumar hverjar voru teknar mjög nýlega, sem eru til þess fallnar að koma í veg fyrir að mikið fjármagn streymi úr landinu við afnám hafta. Ég held að með þeirri leið sem þið hafið farið í afnámi haftanna hafið þið reynt að tryggja stöðugleika eftir fremsta megni,“ segir Gurría. Þá lýsir Gurría áhyggjum af því að framleiðni vinnuafls hafi minnkað og sé mun lægri hér en á Norðurlöndunum og í öðrum hlutum heims. Hér sé ekki fjárfest nógu mikið, menntun ekki nógu góð og sérhæfing ekki nógu mikil. Þess vegna sé fjallað um kjarasamningaferlið í skýrslunni. „Við höfum áhyggjur af því að verið sé að keyra fram úr hófi í kjarasamningum. Það skapar þrýsting á Seðlabankann til þess að herða peningamálastefnuna í því skyni að koma í veg fyrir verðbólgu,“ segir Gurría. Hann bendir á að þetta mál snúist fyrst og fremst um samkeppnishæfni Íslands. Ef kjarasamningaferlið leiðir sífellt til launahækkana, bæði í opinbera kerfinu og á almenna markaðnum, sem sé umfram framleiðniaukningu, þá skerðist samkeppnishæfni viðkomandi ríkis. Gurría bendir á að þegar kjarasamningar eru lausir séu launakröfur eins og pýramídi. Einn vill 10 prósenta hækkun, þá vill sá næsti 11, sá sem kemur þar á eftir vill 12 prósenta kerfi og svo koll af kolli þar til krafan er komin upp í 50 prósent. Það sætti sig enginn við það að næsta stétt við hliðina fái meiri hækkun. „Og þarna situr þú eftir með verkföll og spennu,“ segir Gurría. Hagkerfið stöðvist og það sjáist merki um erfiðleika. Hann segir að það þurfi að styrkja sáttasemjarakerfið. Það kerfi þurfi að fá frekari úrræði og frekari völd til að taka ákvarðanir. Sáttasemjari eigi að geta komið með lausnir sem yrðu grundvöllur að niðurstöðu. Gurría segir að viðskiptabann Rússa á Íslendinga muni vissulega hafa áhrif á sjávarútveginn. Spurður hvort Íslendingar þurfi að hafa áhyggjur af banninu, segir hann að Íslendingar hafi þegar sýnt að þeir hafi þær áhyggjur. „Þið hafið áhyggjur af því nú þegar og ég veit að útgerðarmenn eru ekkert sérstaklega ánægðir með utanríkisráðuneytið að hafa tekið þátt í viðskiptaþvingunum með Evrópusambandinu. En málið er það að þið eruð í nánum tengslum við Evrópu. Þið þurfið að taka pólitískar ákvarðanir,“ segir hann. Menn verði að meta kosti og galla og Gurría bendir á að mögulegt sé fyrir ríkissjóð að greiða þeim sem mestan skaða hafa af viðskiptabanninu bætur. „En þessar bætur þurfa að vera tímabundnar og þær þurfa að vera í réttu hlutfalli og það þarf að hætta greiðslu þeirra á réttum tíma,“ segir Gurría. Ef viðskiptabannið dregst á langinn þá þurfi fyrirtækin að vinna nýja markaði. Gurría segir að ef ríkið fer í að greiða sjávarútvegsfyrirtækjum bætur verði að horfa á hvert fyrirtæki fyrir sig. „Þið þyrftuð að horfa á hve mikil viðskiptin eru í hverju tilviki við Rússa og í hve mörgum tilfellum Rússland er eini viðskiptavinurinn,“ segir Gurría og bætir því við að horfa verði til þess hvaða möguleika hvert fyrirtæki hafi til þess að fara inn á nýja markaði. Hann leggur áherslu á að efnahagsmál séu ekki það eina sem stjórnmálaleiðtogar þurfa að hugsa um. „Það eru pólitísk mál, það eru öryggismál. Það eru utanríkismál. Þú ert að tala við mann sem var bæði utanríkisráðherra og fjármálaráðherra,“ segir Gurría við blaðamann og segist vel geta skilið þá togstreitu sem getur skapast. En ítrekar að hugsanlega þurfi að greiða þeim sem verða fyrir mestum skaða bætur.Aðstæður í Kína Þegar Gurría er spurður út í ástandið í Kína, þar sem hlutabréf hafa hríðfallið, er svarið einfalt: „Þú getur ekki gert mikið í sambandi við Kína,“ segir hann. Íslendingar geti heldur ekki haft mikil áhrif á vexti Seðlabanka Bandaríkjanna og geti ekki gert neitt til að hafa áhrif á hagvöxt í Þýskalandi eða Frakklandi. „Hvað geturðu gert? Þú getur eflt þína eigin stefnumótun og með því að gera það þá ertu í góðri stöðu ef ytri aðstæður versna,“ segir hann. Íslendingar hafi staðið sig þrátt fyrir erfiðar ytri aðstæður. Hann bendir á að þegar horft er á heiminn heilt yfir séu aðilar í efnahagslífinu varir um sig og það skorti almennt traust. „Lánshæfismatsfyrirtækin gerðu mistök fyrir kreppu og eru því varkár fram úr hófi. Bankarnir urðu gjaldþrota og þess vegna eru þeir varkárir fram úr hófi. Allir eru því svo ofurvarkárir og það getur leitt til vanda,“ segir Gurría. Þetta leiði meðal annars til þess að fjárfesting og viðskipti aukist ekki eins mikið og mögulegt væri. Það sé lítill hagvöxtur í heiminum, mikið atvinnuleysi, aukinn ójöfnuður. En sums staðar standi Ísland betur að vígi en önnur ríki. Hér sé hagvöxtur meiri, minna atvinnuleysi og jöfnuður með því mesta sem þekkist. „Það sem ég er að segja hér er að þið hafið verk að vinna, en það gera allir,“ segir hann. Það skapi ákveðin færi fyrir Íslendinga að olíuverð er lágt og hrávöruverð er lágt. Verð á sjávarafurðum sé hátt, en álverð þó nokkuð lágt vegna þess að hrávöruverð er almennt lágt. „Þið fáið milljón ferðamenn á ári og það er alveg mögnuð þróun,“ segir Gurría. Vöxturinn í ferðamennsku hafi verið mjög mikill. Hann skipti ekki síst máli núna, ef störf í sjávarútvegi muni tapast vegna viðskiptabanns Rússa. „En vandinn við ferðamennsku er að þar eru ekki sérhæfð störf,“ segir Gurría. Störfin þar séu oft láglaunastörf sem krefjist ekki sérþekkingar. En Íslendingar njóti þess þó sannarlega hve mikill vöxtur er í ferðamennskunni. Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Efnahagsleg staða Íslands er góð í samanburði við Evrópu og Bandaríkin, að mati José Ángel Gurría, framkvæmdastjóra Efnahags- og framfarastofnunarinnar. Gurría hefur verið staddur hér á landi undanfarna daga og kynnti skýrslu stofnunarinnar um Ísland. „Ég held að skilaboðin séu jákvæð. Hagvöxtur er mikill, meiri en 4 prósent í ár og um 3 prósent næsta ár. Ef þú horfir á Evrópu eða Bandaríkin þá virðist þetta vera góð staða. Þið hafið náð að lækka skuldir hins opinbera. Augljóslega er engin verðbólga. Peningastefna Seðlabankans hefur verið mjög góð að mínu mati,“ segir Gurría. Hann bendir á að skuldir heimilanna hafi lækkað undanfarið. Þær hafi verið stórt vandamál fyrir tveimur árum en séu núna viðráðanlegar. „Þetta var stórt vandamál fyrir tveimur, þremur, fjórum árum. Núna eru skuldir heimilanna orðnar viðráðanlegar,“ segir Gurría. Nettóskuldastaða þjóðarinnar sé mjög góð í alþjóðlegum samanburði. Hann segir því ljóst að þróunin hafi verið góð jafnvel þó að það séu krefjandi verkefni fram undan. „Hlutirnir eru að þróast í rétta átt á mörgum sviðum. Spurningin er bara hvernig þú vilt halda áfram að láta hlutina þróast. Stefnumótun þarf að vera markviss. Við erum ekki komin heim, en þetta lítur allt vel út.“ Gurría bendir á að eitt af stóru verkefnunum fram undan sé aflétting fjármagnshafta. Eignir kröfuhafa séu miklar og ólíkar og verkefnið krefjist flókinna lausna. „Og ég held að þið hafið gripið til ýmissa ráðstafana, sem sumar hverjar voru teknar mjög nýlega, sem eru til þess fallnar að koma í veg fyrir að mikið fjármagn streymi úr landinu við afnám hafta. Ég held að með þeirri leið sem þið hafið farið í afnámi haftanna hafið þið reynt að tryggja stöðugleika eftir fremsta megni,“ segir Gurría. Þá lýsir Gurría áhyggjum af því að framleiðni vinnuafls hafi minnkað og sé mun lægri hér en á Norðurlöndunum og í öðrum hlutum heims. Hér sé ekki fjárfest nógu mikið, menntun ekki nógu góð og sérhæfing ekki nógu mikil. Þess vegna sé fjallað um kjarasamningaferlið í skýrslunni. „Við höfum áhyggjur af því að verið sé að keyra fram úr hófi í kjarasamningum. Það skapar þrýsting á Seðlabankann til þess að herða peningamálastefnuna í því skyni að koma í veg fyrir verðbólgu,“ segir Gurría. Hann bendir á að þetta mál snúist fyrst og fremst um samkeppnishæfni Íslands. Ef kjarasamningaferlið leiðir sífellt til launahækkana, bæði í opinbera kerfinu og á almenna markaðnum, sem sé umfram framleiðniaukningu, þá skerðist samkeppnishæfni viðkomandi ríkis. Gurría bendir á að þegar kjarasamningar eru lausir séu launakröfur eins og pýramídi. Einn vill 10 prósenta hækkun, þá vill sá næsti 11, sá sem kemur þar á eftir vill 12 prósenta kerfi og svo koll af kolli þar til krafan er komin upp í 50 prósent. Það sætti sig enginn við það að næsta stétt við hliðina fái meiri hækkun. „Og þarna situr þú eftir með verkföll og spennu,“ segir Gurría. Hagkerfið stöðvist og það sjáist merki um erfiðleika. Hann segir að það þurfi að styrkja sáttasemjarakerfið. Það kerfi þurfi að fá frekari úrræði og frekari völd til að taka ákvarðanir. Sáttasemjari eigi að geta komið með lausnir sem yrðu grundvöllur að niðurstöðu. Gurría segir að viðskiptabann Rússa á Íslendinga muni vissulega hafa áhrif á sjávarútveginn. Spurður hvort Íslendingar þurfi að hafa áhyggjur af banninu, segir hann að Íslendingar hafi þegar sýnt að þeir hafi þær áhyggjur. „Þið hafið áhyggjur af því nú þegar og ég veit að útgerðarmenn eru ekkert sérstaklega ánægðir með utanríkisráðuneytið að hafa tekið þátt í viðskiptaþvingunum með Evrópusambandinu. En málið er það að þið eruð í nánum tengslum við Evrópu. Þið þurfið að taka pólitískar ákvarðanir,“ segir hann. Menn verði að meta kosti og galla og Gurría bendir á að mögulegt sé fyrir ríkissjóð að greiða þeim sem mestan skaða hafa af viðskiptabanninu bætur. „En þessar bætur þurfa að vera tímabundnar og þær þurfa að vera í réttu hlutfalli og það þarf að hætta greiðslu þeirra á réttum tíma,“ segir Gurría. Ef viðskiptabannið dregst á langinn þá þurfi fyrirtækin að vinna nýja markaði. Gurría segir að ef ríkið fer í að greiða sjávarútvegsfyrirtækjum bætur verði að horfa á hvert fyrirtæki fyrir sig. „Þið þyrftuð að horfa á hve mikil viðskiptin eru í hverju tilviki við Rússa og í hve mörgum tilfellum Rússland er eini viðskiptavinurinn,“ segir Gurría og bætir því við að horfa verði til þess hvaða möguleika hvert fyrirtæki hafi til þess að fara inn á nýja markaði. Hann leggur áherslu á að efnahagsmál séu ekki það eina sem stjórnmálaleiðtogar þurfa að hugsa um. „Það eru pólitísk mál, það eru öryggismál. Það eru utanríkismál. Þú ert að tala við mann sem var bæði utanríkisráðherra og fjármálaráðherra,“ segir Gurría við blaðamann og segist vel geta skilið þá togstreitu sem getur skapast. En ítrekar að hugsanlega þurfi að greiða þeim sem verða fyrir mestum skaða bætur.Aðstæður í Kína Þegar Gurría er spurður út í ástandið í Kína, þar sem hlutabréf hafa hríðfallið, er svarið einfalt: „Þú getur ekki gert mikið í sambandi við Kína,“ segir hann. Íslendingar geti heldur ekki haft mikil áhrif á vexti Seðlabanka Bandaríkjanna og geti ekki gert neitt til að hafa áhrif á hagvöxt í Þýskalandi eða Frakklandi. „Hvað geturðu gert? Þú getur eflt þína eigin stefnumótun og með því að gera það þá ertu í góðri stöðu ef ytri aðstæður versna,“ segir hann. Íslendingar hafi staðið sig þrátt fyrir erfiðar ytri aðstæður. Hann bendir á að þegar horft er á heiminn heilt yfir séu aðilar í efnahagslífinu varir um sig og það skorti almennt traust. „Lánshæfismatsfyrirtækin gerðu mistök fyrir kreppu og eru því varkár fram úr hófi. Bankarnir urðu gjaldþrota og þess vegna eru þeir varkárir fram úr hófi. Allir eru því svo ofurvarkárir og það getur leitt til vanda,“ segir Gurría. Þetta leiði meðal annars til þess að fjárfesting og viðskipti aukist ekki eins mikið og mögulegt væri. Það sé lítill hagvöxtur í heiminum, mikið atvinnuleysi, aukinn ójöfnuður. En sums staðar standi Ísland betur að vígi en önnur ríki. Hér sé hagvöxtur meiri, minna atvinnuleysi og jöfnuður með því mesta sem þekkist. „Það sem ég er að segja hér er að þið hafið verk að vinna, en það gera allir,“ segir hann. Það skapi ákveðin færi fyrir Íslendinga að olíuverð er lágt og hrávöruverð er lágt. Verð á sjávarafurðum sé hátt, en álverð þó nokkuð lágt vegna þess að hrávöruverð er almennt lágt. „Þið fáið milljón ferðamenn á ári og það er alveg mögnuð þróun,“ segir Gurría. Vöxturinn í ferðamennsku hafi verið mjög mikill. Hann skipti ekki síst máli núna, ef störf í sjávarútvegi muni tapast vegna viðskiptabanns Rússa. „En vandinn við ferðamennsku er að þar eru ekki sérhæfð störf,“ segir Gurría. Störfin þar séu oft láglaunastörf sem krefjist ekki sérþekkingar. En Íslendingar njóti þess þó sannarlega hve mikill vöxtur er í ferðamennskunni.
Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira