Rekstur Formúlu 1 liðs Mercedes Benz kostaði 38 milljarða í fyrra Finnur Thorlacius skrifar 5. febrúar 2015 16:00 Forstjóri Daimler, móðurfyrirtækis Mercedes Benz, og Lewis Hamilton á góðri stundu. Autoblog Það er alls ekki ódýrt að halda úti rekstri Formúlu 1 liðs og það hefur Mercedes Benz fengið að reyna á undanförnum árum. Í fyrra kostaði það 250 milljón evrur, eða tæplega 38 milljarða króna. Fyrsta árið sem Mercedes Benz liðið keppti í Formúlu 1 undir eigin merkjum kostaði fyrirtækið 23 milljarða króna og verðmiðinn fyrir árið 2012 hljóðaði uppá 30 milljarða. Enn var bætt í árið 2013 og þá eyddi Mercedes Benz svipaðri upphæð og í fyrra, eða um 38 milljörðum króna. Þar sem árangur Mercedes Benz var frábær í fyrra, þar sem liðið vann bæði keppni framleiðenda og ökumanna, komu miklar tekjur til baka sem sigurlaun og í formi auglýsingasamninga. Því kostaði síðast ár í raun um 15 milljarða króna og það finnst Mercedes ásættanlegt þar sem árangur liðsins er ein stór rós í hnappagat Mercedes. Formúla Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Það er alls ekki ódýrt að halda úti rekstri Formúlu 1 liðs og það hefur Mercedes Benz fengið að reyna á undanförnum árum. Í fyrra kostaði það 250 milljón evrur, eða tæplega 38 milljarða króna. Fyrsta árið sem Mercedes Benz liðið keppti í Formúlu 1 undir eigin merkjum kostaði fyrirtækið 23 milljarða króna og verðmiðinn fyrir árið 2012 hljóðaði uppá 30 milljarða. Enn var bætt í árið 2013 og þá eyddi Mercedes Benz svipaðri upphæð og í fyrra, eða um 38 milljörðum króna. Þar sem árangur Mercedes Benz var frábær í fyrra, þar sem liðið vann bæði keppni framleiðenda og ökumanna, komu miklar tekjur til baka sem sigurlaun og í formi auglýsingasamninga. Því kostaði síðast ár í raun um 15 milljarða króna og það finnst Mercedes ásættanlegt þar sem árangur liðsins er ein stór rós í hnappagat Mercedes.
Formúla Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira