Lífið

Meinleg villa hjá Reykjavíkurborg

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Skjáskot af umræddum tölvupósti með meinlegu villunni.
Skjáskot af umræddum tölvupósti með meinlegu villunni.
„Neyðarstjórn skipuð yfir ferðaþjónustu fatlaðs fóls,“ segir í tölvupósti sem fylgdi tilkynningu frá Reykjavíkurborg vegna Neyðarstjórn skipuð yfir ferðaþjónustu fatlaðs fólks. Eðli málsins samkvæmt átti að standa „fatlaðs fólks“ en því miður virðist bókstafurinn k hafa gleymst í fyrirsögn póstsins. Fyrir vikið er erfitt fyrir móttakendur tölvupóstsins að hugsa ekki til lagsins „Fatlafól“ með Megasi.

Óhætt er að segja að villan sé meinleg enda um afar alvarlegt mál að ræða.

Í tilkynningunni ítrekar Reykjavíkurborg afsökunarbeiðni sína til Ólafar Þorbjargar Pétursdóttur, átján ára stúlku, sem sat föst í bíl á vegum ferðaþjónustu fatlaðra í sjö klukkustundir í gær. Nánar má lesa um tilkynninguna frá Reykjavíkurborg og fund borgarstjóra með bæjarstjórum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins hér.

Uppfært klukkan 12:33

Upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar hefur sent frá sér póst vegna villunnar. Hann má sjá að neðan.

Prentvillupúkinn lék mig grátt - afsakið það

Í efnislínu tölvupósts með fréttatilkynningu um ferðaþjónustu fatlaðs fólks sem frá mér kom áðan lék prentvillupúkinn mig óvenju grátt.  Það var meinleg villa í setningunni sem ég biðst velvirðingar á.

 

Með bestu kveðjum,

Bjarni Brynjólfsson

Upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar






Tengdar fréttir

Svona týndist stúlkan

„Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×