Erlent

Aukin áhersla á frið og uppreisnarhópa

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
John Kerry utanríkisráðherra er nú á leið til Vínarborgar til skrafs og ráðagerða með utanríkisráðherrum nokkurra ríkja sem aðild eiga að stríðinu.
John Kerry utanríkisráðherra er nú á leið til Vínarborgar til skrafs og ráðagerða með utanríkisráðherrum nokkurra ríkja sem aðild eiga að stríðinu. vísir/epa
Bandaríkjamenn segjast ætla að auka áhersluna á friðsamlega lausn á stríðinu í Sýrlandi um leið og þeir hafa lýst því yfir að stuðningur við hófsöm uppreisnaröfl í landinu verði einnig aukinn. John Kerry utanríkisráðherra er nú á leið til Vínarborgar til skrafs og ráðagerða með utanríkisráðherrum nokkurra ríkja sem aðild eiga að stríðinu.

Bandaríkjamönnum hefur ekki áður verið boðið á þessa fundi sem haldnir hafa verið reglulega síðustu misserin og utanríkisráðherra Írans mætir einnig í fyrsta sinn. Á meðal annarra þátttökulanda eru Rússland, Sádí Arabía og Tyrkland.

Rússar og Íranar hafa lýst yfir stuðningi við Bashar al-Assad núverandi forseta Sýrlands en Bandaríkjamenn og fleiri þjóðir segja hinsvegar að afsögn hans sé algjört skilyrði fyrir því að hægt verði að koma á friði í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×