Enski boltinn

Wenger: Við erum alvöru lið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Arsenal fagna sigri í kvöld.
Leikmenn Arsenal fagna sigri í kvöld. Vísir/Getty
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var mjög sáttur á blaðamannafundi í kvöld eftir að Arsenal tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar með 3-0 útisigri á gríska liðinu Olympiakos.

„Á síðustu þremur vikum þá misstum við Coquelin, Cazorla og Sanchez. Vegna þessara meiðsla og allra hinn þá bjuggust ekki margir við því að við færum áfram," sagði Arsene Wenger.

Arsenal varð að vinna leikinn og helst með tveimur mörkum til að komast áfram á betri árangri í innbyrðisviðureignum sínum á móti Olympiakos.

„Við erum alvöru lið og við sýndum það í þessum leik í dag. Það er ekki auðvelt að skora mörk án þess að fá á sig mark. Þetta var sérstak kvöld fyrir okkur," sagði Wenger.

Olivier Giroud var maður kvöldsins en hann skoraði öll þrjú mörk Arsenal-liðsins í leiknum.

„Við þurfum á einhverju sérstöku að halda og við náðum að búa til mjög jákvæða minningu fyrir restina af tímabilinu. Kannski höfum við heppnina með okkur á þessu Meistaradeildarári. Hver veit," sagði Wenger.

Þetta er sextánda tímabilið í röð þar sem Arsene Wenger skilar Arsenal upp úr riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

„Ég er mjög stoltur af þessum stöðugleika því hann krefst mikils á hverjum degi. Við sluppum með skrekkinn að þessu sinni og vonandi verður heppnin áfram með okkur í þessari keppni," sagði Wenger.

„Þetta var frábær frammistaða hjá öllum leikmönnum liðsins í kvöld," sagði Wenger kátur.




Tengdar fréttir

Chelsea vann sinn riðil | Sjáið mörkin

Lærisveinar Jose Mourinho í Chelsea lentu ekki í miklum vandræðum með að vinna Porto á Brúnni í kvöld og tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×