Bandaríkin tilbúin til að hjálpa frekar í orrustunni um Ramadi Samúel Karl Ólason skrifar 9. desember 2015 22:38 Ash Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/Getty Ash Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin séu tilbúin til að senda Írökum frekari hjálp í orrustunni um Ramadi. Sú hjálp fæli meðal annars í sér fleiri hernaðarráðgjafa og árásarþyrlur. Íraskar sveitir hafa umkringt borgina og á síðustu vikum og mánuðum og sækja nú að miðju hennar. Hjálpin mun þó ekki berast óumbeðin. „Ef aðstæður kalla á slíka hjálp og forsætisráðherra Írak, Haider al-Abadi, biður um hana.“ Carter svaraði spurningum frá meðlimum þingnefndar sem hefur eftirlit með herafla Bandaríkjanna í dag. Vígamenn Íslamska ríkisins tóku borgina í leiftursókn í maí. Íraski herinn var niðurlægður af falli borgarinnar og er talið að um 200 vígamenn hafi tekið borgina af um tvö þúsund hermönnum.Sjá einnig: Leynivopn Íslamska ríkisinsCarter sagðist eiga von á hörðum átökum í borginni, en sagði íraskar sveitir hafa sýnt dug gegn gagnsóknum ISIS. Öldungadeildarþingmaðurinn John McCain, formaður nefndarinnar, sagðist ekki sannfærður um að árásir úr lofti gætu einar og sér haldið aftur af ISIS og talaði um að senda hermenn þangað. Stjórnvöld Bandaríkjanna hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni undanfarin misseri og segja margir að engin áætlun sé til um hvernig berjast eigi gegn ISIS. Stríðinu væri ekki lokið fyrr en Raqqa félli úr höndum þeirra. Enn væri enginn herafli til staðar sem hefði getu né vilja til að sækja gegn borginni og ekki væri útlit fyrir að slíkur afli yrði myndaður á næstunni.Carter sagði aftur á móti að til lengri tíma væri það slæm ákvörðun að senda hermenn til Írak og Sýrlands þar sem vera Bandaríkjamanna þar gæti leitt til mikillar fjölgunar vígamanna ISIS. Þá yrði það mikið vandamál að halda svæðinu til lengri tíma. Mið-Austurlönd Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Sjá meira
Ash Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin séu tilbúin til að senda Írökum frekari hjálp í orrustunni um Ramadi. Sú hjálp fæli meðal annars í sér fleiri hernaðarráðgjafa og árásarþyrlur. Íraskar sveitir hafa umkringt borgina og á síðustu vikum og mánuðum og sækja nú að miðju hennar. Hjálpin mun þó ekki berast óumbeðin. „Ef aðstæður kalla á slíka hjálp og forsætisráðherra Írak, Haider al-Abadi, biður um hana.“ Carter svaraði spurningum frá meðlimum þingnefndar sem hefur eftirlit með herafla Bandaríkjanna í dag. Vígamenn Íslamska ríkisins tóku borgina í leiftursókn í maí. Íraski herinn var niðurlægður af falli borgarinnar og er talið að um 200 vígamenn hafi tekið borgina af um tvö þúsund hermönnum.Sjá einnig: Leynivopn Íslamska ríkisinsCarter sagðist eiga von á hörðum átökum í borginni, en sagði íraskar sveitir hafa sýnt dug gegn gagnsóknum ISIS. Öldungadeildarþingmaðurinn John McCain, formaður nefndarinnar, sagðist ekki sannfærður um að árásir úr lofti gætu einar og sér haldið aftur af ISIS og talaði um að senda hermenn þangað. Stjórnvöld Bandaríkjanna hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni undanfarin misseri og segja margir að engin áætlun sé til um hvernig berjast eigi gegn ISIS. Stríðinu væri ekki lokið fyrr en Raqqa félli úr höndum þeirra. Enn væri enginn herafli til staðar sem hefði getu né vilja til að sækja gegn borginni og ekki væri útlit fyrir að slíkur afli yrði myndaður á næstunni.Carter sagði aftur á móti að til lengri tíma væri það slæm ákvörðun að senda hermenn til Írak og Sýrlands þar sem vera Bandaríkjamanna þar gæti leitt til mikillar fjölgunar vígamanna ISIS. Þá yrði það mikið vandamál að halda svæðinu til lengri tíma.
Mið-Austurlönd Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Sjá meira