Fallegustu og ljótustu bókakápur 2015 9. desember 2015 12:00 Það ætti auðvitað ekki að dæma bókina eftir kápunni en engu að síður skiptir bókarkápa miklu máli, getur vakið áhuga og skapað réttu stemninguna. Hér hefur sveit álitsgjafa tekið að sér að skoða úrvalið og skutla í álit á þeim fallegustu og bestu árið 2015. Allt er þetta til gamans gert og segir auðvitað ekkert um gæði viðkomandi bóka.FALLEGASTA BÓKAKÁPAN 2015 1. sæti Dimma, spennusaga eftir Ragnar Jónasson sem er rísandi stjarna í glæpasagnaheiminum. Kápan er eftir Ragnar Helga Ólafsson sem hefur hannað fjöldan allan af frábærum bókarkápum í gegnum tíðina.„Mjög vel heppnuð og töff. Það er einhver mystík í letrinu sem lýsir titlinum svo vel.“„Þessi finnst mér best og rétt á undan Leiðin útí heim. Flott týpografía en útgefandi hefði alveg getað sleppt því að troða þessum texta inná sem er gjörsamlega ofaukið.“„Hrein og afdráttarlaus og hæfir efninu fullkomlega. Kemur ekki á óvart að þessi er eftir besta kápuhönnuð landsins.“2. sæti Eitthvað á stærð við alheiminn, seinni hluti ættarsögunnar eftir Jón Kalman Stefánsson. Ragnar Helgi Ólafsson hönnuður tekur tvö efstu sætin.„Dulúðug og seiðandi mynd sem gerir mig forvitna. Leturval og framsetning vel samsett og falleg heild.“„Fallegt, ljóðrænt í stíll við það sem hann hefur verið að gera.“3. sæti Týnd í paradís eftir Mikael Torfason. Kápa eftir myndlistarmanninn Jón Óskar. Eina kápan sem flaug inn á lista yfir bestu og verstu kápurnar.„Verk eftir Jón Óskar! Svalasta myndlistarmanninn í bransanum. Þetta er engin samkeppni. Verkið er retró og hæfir efninu vel.LJÓTASTA BÓKAKÁPAN 20151. sæti Inn í myrkrið eftir Ágúst Borgþór Sverrisson. Kápuhönnun eftir Pétur R. Pétursson.„Hún stendur ekki út úr. Þreytt og umbrotið er einhvern veginn þannig að „Inn í“ sést ekki, heldur bara „myrkrið“ og þá verður þetta eins og bók eftir Stefán Mána; Myrkrið, Húsið, Nautið, Slátrið, Skipið...“„Sumar eru ekkert endilega ljótar, smekkur manna er misjafn. Nokkrar bókakápur eru leystar með svo einföldum hætti að þær gefa of lítið uppi. Sem dæmi má nefna, Myrkur Ágústs Borgþórssonar.“„Æ, hef ég ekki séð þetta 1.000 sinnum áður?“2. sæti Stóri skjálfi eftir Auði Jónsdóttur. Kápuhönnun Lubbi slf.„Alveg ótrúlega tilþrifalítil kápa, þurr og leiðinleg. Eins og hönnuðurinn hafi ekki nennt þessu. Og ef hönnuðurinn nennir ekki að hanna kápuna af hverju ætti maður að nenna að lesa? Auður ætti að hundskamma útgáfuna fyrir hörmuleg vinnubrögð.“„Það eru svo mikilir vannýttir möguleikar í þessari kápu. Þarna gæti verið stórskemmtilegur leikur við titilinn en er aftur á móti mjög óspennandi og pínu eins og þetta sé uppkast sem eigi eftir að klára.“„Þessi hefði getað orðið frábær! En einhverjum tókst að eyðileggja hana með ljótu fyrirsjáanlegu letri … Joy Division gerði þetta betur.“3. sæti Týnd í Paradís eftir Mikael Torfason. Kápa eftir myndlistarmanninn Jón Óskar„Þessi fellur algjörlega á leturmeðferðinni. Eins og myndskreytingin er skemmtileg og örugglega lýsandi fyrir innihaldið þá er þessi leturgerð eins og fyrir gamla kúrekamynd og er bara ekki að virka.“„Þó að ég elski Jón Óskar og flest hans verk, þá er þetta letur það ljótasta sem ég hef séð.“Komu talsvert til umræðu í báðum flokkum:Blýengill„Fallegust er Blýengillinn, þó ég viti ekki einu sinni um hvað sú bók fjallar.“„Fislétt og falleg.“Egilssögur„Egill Ólafs í myndum sem Jón forseti, prestur, spilverkari, flagari og þurs, alvöru ljósmyndir en ekki eitthvert leiðinda grafískt kenderí.“„Eru þetta bara sögur from the 80´s?“Nautið„Er þetta matseðill?“„Landssamband nautgriparæktenda smellti í flotta ársskýrslu.“Leiðin út í heim„Hrifinn af þessari, fær topp einkunn.“„Einföld, skemmtileg og öllu snúið á hvolf.“Álitsgjafar:Hildur Sigurðardóttir, grafískur hönnuður Ólöf Birna Garðarsdóttir, grafískur hönnuður Ólöf Skaftadóttir, blaðamaðurKristjana Guðbrandsdóttir, blaðamaður Jakob Bjarnar Grétarson, blaðamaður Hilmar Þorsteinn Hilmarsson, grafískur hönnuður Margeir Gunnar Sigurðsson, bóksali Jón Kaldal, ritstjóri Þorsteinn Joð Vilhjálmsson, kvikmyndagerðarmaður. Fréttir ársins 2015 Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Sjá meira
Það ætti auðvitað ekki að dæma bókina eftir kápunni en engu að síður skiptir bókarkápa miklu máli, getur vakið áhuga og skapað réttu stemninguna. Hér hefur sveit álitsgjafa tekið að sér að skoða úrvalið og skutla í álit á þeim fallegustu og bestu árið 2015. Allt er þetta til gamans gert og segir auðvitað ekkert um gæði viðkomandi bóka.FALLEGASTA BÓKAKÁPAN 2015 1. sæti Dimma, spennusaga eftir Ragnar Jónasson sem er rísandi stjarna í glæpasagnaheiminum. Kápan er eftir Ragnar Helga Ólafsson sem hefur hannað fjöldan allan af frábærum bókarkápum í gegnum tíðina.„Mjög vel heppnuð og töff. Það er einhver mystík í letrinu sem lýsir titlinum svo vel.“„Þessi finnst mér best og rétt á undan Leiðin útí heim. Flott týpografía en útgefandi hefði alveg getað sleppt því að troða þessum texta inná sem er gjörsamlega ofaukið.“„Hrein og afdráttarlaus og hæfir efninu fullkomlega. Kemur ekki á óvart að þessi er eftir besta kápuhönnuð landsins.“2. sæti Eitthvað á stærð við alheiminn, seinni hluti ættarsögunnar eftir Jón Kalman Stefánsson. Ragnar Helgi Ólafsson hönnuður tekur tvö efstu sætin.„Dulúðug og seiðandi mynd sem gerir mig forvitna. Leturval og framsetning vel samsett og falleg heild.“„Fallegt, ljóðrænt í stíll við það sem hann hefur verið að gera.“3. sæti Týnd í paradís eftir Mikael Torfason. Kápa eftir myndlistarmanninn Jón Óskar. Eina kápan sem flaug inn á lista yfir bestu og verstu kápurnar.„Verk eftir Jón Óskar! Svalasta myndlistarmanninn í bransanum. Þetta er engin samkeppni. Verkið er retró og hæfir efninu vel.LJÓTASTA BÓKAKÁPAN 20151. sæti Inn í myrkrið eftir Ágúst Borgþór Sverrisson. Kápuhönnun eftir Pétur R. Pétursson.„Hún stendur ekki út úr. Þreytt og umbrotið er einhvern veginn þannig að „Inn í“ sést ekki, heldur bara „myrkrið“ og þá verður þetta eins og bók eftir Stefán Mána; Myrkrið, Húsið, Nautið, Slátrið, Skipið...“„Sumar eru ekkert endilega ljótar, smekkur manna er misjafn. Nokkrar bókakápur eru leystar með svo einföldum hætti að þær gefa of lítið uppi. Sem dæmi má nefna, Myrkur Ágústs Borgþórssonar.“„Æ, hef ég ekki séð þetta 1.000 sinnum áður?“2. sæti Stóri skjálfi eftir Auði Jónsdóttur. Kápuhönnun Lubbi slf.„Alveg ótrúlega tilþrifalítil kápa, þurr og leiðinleg. Eins og hönnuðurinn hafi ekki nennt þessu. Og ef hönnuðurinn nennir ekki að hanna kápuna af hverju ætti maður að nenna að lesa? Auður ætti að hundskamma útgáfuna fyrir hörmuleg vinnubrögð.“„Það eru svo mikilir vannýttir möguleikar í þessari kápu. Þarna gæti verið stórskemmtilegur leikur við titilinn en er aftur á móti mjög óspennandi og pínu eins og þetta sé uppkast sem eigi eftir að klára.“„Þessi hefði getað orðið frábær! En einhverjum tókst að eyðileggja hana með ljótu fyrirsjáanlegu letri … Joy Division gerði þetta betur.“3. sæti Týnd í Paradís eftir Mikael Torfason. Kápa eftir myndlistarmanninn Jón Óskar„Þessi fellur algjörlega á leturmeðferðinni. Eins og myndskreytingin er skemmtileg og örugglega lýsandi fyrir innihaldið þá er þessi leturgerð eins og fyrir gamla kúrekamynd og er bara ekki að virka.“„Þó að ég elski Jón Óskar og flest hans verk, þá er þetta letur það ljótasta sem ég hef séð.“Komu talsvert til umræðu í báðum flokkum:Blýengill„Fallegust er Blýengillinn, þó ég viti ekki einu sinni um hvað sú bók fjallar.“„Fislétt og falleg.“Egilssögur„Egill Ólafs í myndum sem Jón forseti, prestur, spilverkari, flagari og þurs, alvöru ljósmyndir en ekki eitthvert leiðinda grafískt kenderí.“„Eru þetta bara sögur from the 80´s?“Nautið„Er þetta matseðill?“„Landssamband nautgriparæktenda smellti í flotta ársskýrslu.“Leiðin út í heim„Hrifinn af þessari, fær topp einkunn.“„Einföld, skemmtileg og öllu snúið á hvolf.“Álitsgjafar:Hildur Sigurðardóttir, grafískur hönnuður Ólöf Birna Garðarsdóttir, grafískur hönnuður Ólöf Skaftadóttir, blaðamaðurKristjana Guðbrandsdóttir, blaðamaður Jakob Bjarnar Grétarson, blaðamaður Hilmar Þorsteinn Hilmarsson, grafískur hönnuður Margeir Gunnar Sigurðsson, bóksali Jón Kaldal, ritstjóri Þorsteinn Joð Vilhjálmsson, kvikmyndagerðarmaður.
Fréttir ársins 2015 Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Sjá meira