Þúsundir mótmæla árásinni Guðsteinn Bjarnason skrifar 12. október 2015 07:00 Þúsundir manna komu saman í Ankara í gær til að minnast þeirra sem létust í sprengjuárásinni á laugardag. Nordicphotos/AFP Sprengjuárásin á útifund í Ankara á laugardag, þar sem Kúrdar voru að mótmæla hernaði stjórnarinnar gegn Kúrdum, kostaði að minnsta kosti 95 manns lífið. Meira en 250 aðrir særðust. Þúsundir manna komu í gær saman í borginni til að minnast hinna látnu og mótmæla árásinni. Sumir beindu mótmælum sínum gegn stjórnvöldum. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, lýsti í gær yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna sprengjuárásarinnar, sem er sú mannskæðasta í sögu Tyrklands á seinni árum. Tyrkneska stjórnin segir allt benda þess að tveir sjálfsvígsárásarmenn hafi sprengt sig í loft upp á útifundinum á laugardag. Ahmet Davutoglu forsætisráðherra segir engan hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni, en líklegt sé að samtök hryðjuverkamanna á borð við Íslamska ríkið eða PKK, Verkamannaflokk Kúrdistans, hafi staðið á bak við hana. Tveir háttsettir embættismenn í Tyrklandi sögðu Reuters-fréttastofunni að flest benti þó til þess að árásarmennirnir hafi verið á vegum Íslamska ríkisins. Kúrdum þykir ákaflega einkennilegt að stjórn landsins telji PKK hugsanlega hafa framið þessa árás, þar sem útifundurinn á laugardag var haldinn til þess að mótmæla árásum stjórnarhersins á liðsmenn PKK. Sumir Kúrdar segja stjórnina bera alla ábyrgð á árásinni, þar sem hún hefði átt að tryggja öryggi fólks þegar efnt var til útifundarins í Ankara á laugardag. Eftir árásina á laugardaginn boðaði PKK einhliða vopnahlé og hét því að gera ekki árásir á stjórnarherinn nema til að svara árásum frá honum. Þrátt fyrir þetta hélt stjórnarherinn í gær áfram loftárásum á stöðvar PKK. Árásir stjórnarhersins á PKK hófust í sumar eftir að tyrknesk stjórnvöld höfðu tryggt sér stuðning Atlantshafsbandalagsins við aðgerðir gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi og öðrum hryðjuverkamönnum, sem ógnuðu Tyrklandi. Tyrkneski herinn hefur hins vegar einkum beint aðgerðum sínum gegn PKK frekar en að ráðast gegn Íslamska ríkinu, enda þótt PKK hafi ásamt fleiri vopnuðum hópum Kúrda átt í hörðum átökum við Íslamska ríkið við landamæri Sýrlands.Stutt í kosningar Þingkosningar verða haldnar í Tyrklandi eftir þrjár vikur, tæpum fimm mánuðum eftir síðustu kosningar þar sem stjórnarflokkur Recep Tayyips Erdogans forseta missti þingmeirihluta. Ekkert gekk að mynda samsteypustjórn með neinum stjórnarandstöðuflokkanna þannig að Erdogan forseti efndi til kosninga á ný. Ekki er að sjá að fylgi flokkanna hafi breyst mikið á síðustu mánuðum og fátt sem bendir til þess að flokkur Erdogans forseta muni styrkja fylgi sitt verulega vegna átakanna við Kúrda og Íslamska ríkið. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira
Sprengjuárásin á útifund í Ankara á laugardag, þar sem Kúrdar voru að mótmæla hernaði stjórnarinnar gegn Kúrdum, kostaði að minnsta kosti 95 manns lífið. Meira en 250 aðrir særðust. Þúsundir manna komu í gær saman í borginni til að minnast hinna látnu og mótmæla árásinni. Sumir beindu mótmælum sínum gegn stjórnvöldum. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, lýsti í gær yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna sprengjuárásarinnar, sem er sú mannskæðasta í sögu Tyrklands á seinni árum. Tyrkneska stjórnin segir allt benda þess að tveir sjálfsvígsárásarmenn hafi sprengt sig í loft upp á útifundinum á laugardag. Ahmet Davutoglu forsætisráðherra segir engan hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni, en líklegt sé að samtök hryðjuverkamanna á borð við Íslamska ríkið eða PKK, Verkamannaflokk Kúrdistans, hafi staðið á bak við hana. Tveir háttsettir embættismenn í Tyrklandi sögðu Reuters-fréttastofunni að flest benti þó til þess að árásarmennirnir hafi verið á vegum Íslamska ríkisins. Kúrdum þykir ákaflega einkennilegt að stjórn landsins telji PKK hugsanlega hafa framið þessa árás, þar sem útifundurinn á laugardag var haldinn til þess að mótmæla árásum stjórnarhersins á liðsmenn PKK. Sumir Kúrdar segja stjórnina bera alla ábyrgð á árásinni, þar sem hún hefði átt að tryggja öryggi fólks þegar efnt var til útifundarins í Ankara á laugardag. Eftir árásina á laugardaginn boðaði PKK einhliða vopnahlé og hét því að gera ekki árásir á stjórnarherinn nema til að svara árásum frá honum. Þrátt fyrir þetta hélt stjórnarherinn í gær áfram loftárásum á stöðvar PKK. Árásir stjórnarhersins á PKK hófust í sumar eftir að tyrknesk stjórnvöld höfðu tryggt sér stuðning Atlantshafsbandalagsins við aðgerðir gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi og öðrum hryðjuverkamönnum, sem ógnuðu Tyrklandi. Tyrkneski herinn hefur hins vegar einkum beint aðgerðum sínum gegn PKK frekar en að ráðast gegn Íslamska ríkinu, enda þótt PKK hafi ásamt fleiri vopnuðum hópum Kúrda átt í hörðum átökum við Íslamska ríkið við landamæri Sýrlands.Stutt í kosningar Þingkosningar verða haldnar í Tyrklandi eftir þrjár vikur, tæpum fimm mánuðum eftir síðustu kosningar þar sem stjórnarflokkur Recep Tayyips Erdogans forseta missti þingmeirihluta. Ekkert gekk að mynda samsteypustjórn með neinum stjórnarandstöðuflokkanna þannig að Erdogan forseti efndi til kosninga á ný. Ekki er að sjá að fylgi flokkanna hafi breyst mikið á síðustu mánuðum og fátt sem bendir til þess að flokkur Erdogans forseta muni styrkja fylgi sitt verulega vegna átakanna við Kúrda og Íslamska ríkið.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira