Erlent

Tannlæknirinn ekki ákærður fyrir drápið á Cecil

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Cecil var tákn Hwange-þjóðgarðsins.
Cecil var tákn Hwange-þjóðgarðsins. Vísir/EPA
Yfirvöld í Zimbabwe munu ekki sækja bandaríska tannlækninn Walter Palmer til saka fyrir að hafa veitt ljónið fræga Cecil í sumar. Komið hefur í ljós að hann var með öll tilskilin leyfi fyrir veiðinni.

Palmer hélt því ávallt fram að veiðin hafi verið lögleg og nú hafa yfirvöld í Zimbabwe staðfest að ekki sé hægt að sækja hann til saka. „Við höfum haft samband við lögreglu og saksóknara en það kom í ljós að Palmer kom til landsins með allt sitt á hreinu,“ sagði umhverfisráðherra landsins, Oppah Muchinguri-Kashiri.

Það varð allt vitlaust í sumar þegar í ljós kom að ljónið Cecil hafði verið veitt, var hann tákn Hwange-þjóðgarðsins í Zimbabwe auk þess sem að drápsaðferð tannlæknisins hneykslaði marga. Þurfti Palmer að fara í felur og loka tannlæknastofu sinni á meðan málið stóð sem hæst. Yfirvöld í Zimbabwe höfðu leitað leiða til þess að sækja Palmer til saka en málið hefur nú verið látið niður falla.

Sjá einnig: Vísir fór ítarlega í saumana á drápinu á Cecil í sumar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×