Útilokar ekki frumvarp um Seðlabanka á vorþingi Höskuldur Kári Schram skrifar 23. mars 2015 18:30 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra útilokar ekki að leggja fram frumvarp á yfirstandandi vorþingi um breytingar á lögum um Seðlabankann þar sem meðal annars er gert ráð fyrir því að fjölga bankastjórum úr einum í þrjá. Nefnd sem var gert að endurskoða lög um Seðlabankann skilaði tillögu að frumvarpi fyrr í þessum mánuði en hún telur meðal annars skynsamlegt að fjölga seðlabankastjórum úr einum í þrjá. Bankastjórum var fækkað eftir hrun en Bjarni segir að með þessari tillögu sé ekki verið að fara aftur í gamla fyrirkomulagið. Ráðningarferlið hafi meðal annars tekið breytingum og nú þurfi ráðherra að leita eftir stuðning alþingis ef hann ætlar ekki að ráða þann sem er metinn hæfastur. Þá hafa einni verið gerðar breytingar á samsetningu peningastjórnar og umgjörð bankastjórnar. „Þetta samanlegt gerir það að verkum að við erum ekki að fara beint aftur til gamla fyrirkomulagsins heldur erum við með uppfærðar breytingar í þessum tillögum sem að nú liggja fyrir. Ég ekki ennþá farið með þessar tillögur inn í ríkisstjórn en er með þetta til skoðunar,“ segir Bjarni. Bjarni segir flest lönd vera með fjölskipaða bankastjórn. „Ég hef tekið eftir því að það virðist gæta ákveðins misskilnings varðandi þá hugmynd. Staðreyndin er sú að þó víðast sé einn seðlabankastjóri, formaður bankastjórnar, þá eru bankastjórnirnar yfirleitt skipaðar fleiri en einum. Það er óvanalegt það fyrirkomulag sem við erum með á Íslandi að það sé einn í bankastjórn og sé þannig ekki samhliða og með öðrum að taka ákvarðanir,“ segir Bjarni. Hann útilokar ekki að leggja fram frumvarp þessa efnis á yfirstandandi vorþingi. „Það er ekki afráðið enn hvort að ég kem með frumvarpið inn í ríkisstjórn á næstunni og inn á þetta vorþing eða hvort það bíður haustsins. Ég er að skoða það núna og meta eftir að hafa fengið skýrsluna,“ segir Bjarni. Alþingi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra útilokar ekki að leggja fram frumvarp á yfirstandandi vorþingi um breytingar á lögum um Seðlabankann þar sem meðal annars er gert ráð fyrir því að fjölga bankastjórum úr einum í þrjá. Nefnd sem var gert að endurskoða lög um Seðlabankann skilaði tillögu að frumvarpi fyrr í þessum mánuði en hún telur meðal annars skynsamlegt að fjölga seðlabankastjórum úr einum í þrjá. Bankastjórum var fækkað eftir hrun en Bjarni segir að með þessari tillögu sé ekki verið að fara aftur í gamla fyrirkomulagið. Ráðningarferlið hafi meðal annars tekið breytingum og nú þurfi ráðherra að leita eftir stuðning alþingis ef hann ætlar ekki að ráða þann sem er metinn hæfastur. Þá hafa einni verið gerðar breytingar á samsetningu peningastjórnar og umgjörð bankastjórnar. „Þetta samanlegt gerir það að verkum að við erum ekki að fara beint aftur til gamla fyrirkomulagsins heldur erum við með uppfærðar breytingar í þessum tillögum sem að nú liggja fyrir. Ég ekki ennþá farið með þessar tillögur inn í ríkisstjórn en er með þetta til skoðunar,“ segir Bjarni. Bjarni segir flest lönd vera með fjölskipaða bankastjórn. „Ég hef tekið eftir því að það virðist gæta ákveðins misskilnings varðandi þá hugmynd. Staðreyndin er sú að þó víðast sé einn seðlabankastjóri, formaður bankastjórnar, þá eru bankastjórnirnar yfirleitt skipaðar fleiri en einum. Það er óvanalegt það fyrirkomulag sem við erum með á Íslandi að það sé einn í bankastjórn og sé þannig ekki samhliða og með öðrum að taka ákvarðanir,“ segir Bjarni. Hann útilokar ekki að leggja fram frumvarp þessa efnis á yfirstandandi vorþingi. „Það er ekki afráðið enn hvort að ég kem með frumvarpið inn í ríkisstjórn á næstunni og inn á þetta vorþing eða hvort það bíður haustsins. Ég er að skoða það núna og meta eftir að hafa fengið skýrsluna,“ segir Bjarni.
Alþingi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira