Enski boltinn

Martin Skrtel á leið í þriggja leikja bann fyrir þetta brot?

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Martin Skrtel, miðvörður Liverpool, gæti verið á leið í þrigga leikja bann fyrir brotið á David De Gea, markverði Manchester United, í uppbótartíma í leik liðanna í gær.

Skrtel var kominn í framlínuna undir lokin og reyndi að ná til stungusendingar sem David De Gea kom í veg fyrir. Skrtel steig á ökkla markvarðarins sem brást illur við eins og sést í myndbandinu hér að ofan.

„Ef Martin Atkinson hefði séð atvikið í leiknum er enginn vafi um að hann hefði rekið Skrtel út af,“ segir Mark Halsey, fyrrverandi úrvalsdeildardómari, í pistli um leikinn.

„Atkinson fær nú símtal frá knattspyrnusambandinu á mánudagsmorgun þar sem hann verður spurður hvort hann hafi séð brotið hjá Skrtel.“

„Ef hann viðurkennir að hafa misst af því og að hann hefði rekið Skrtel út af hefði hann séð brotið verður leikmaðurinn kærður og fer að öllum líkindum í þriggja leikja bann,“ segir Mark Halsey.

Halsey bætir við að Phil Jones hefði einnig átt að fjúka út af fyrir stórhættulegt brot á Jordan Henderson í fyrri hálfleik, en þar sem Atkinson sá það og dæmdi aðeins aukaspyrnu fer það mál ekki lengra.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×