Enski boltinn

Neville: United má ekki láta sig dreyma um titilinn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Juan Mata og Phil Jones fagna sigrinum í gær.
Juan Mata og Phil Jones fagna sigrinum í gær. vísir/getty
Gary Neville, fyrrverandi fyrirliði Manchester United og sparkspekingur Sky Sports, var ánægður með sitt gamla lið í gær þegar það lagði erkifjendurnar í Liverpool að velli, 2-1.

„Þetta er merkisdagur fyrir United. Ekki bara vegna þess að liðið vann heldur hvernig það spilaði. Mér datt ekki í hug að United gæti mætt á Anfield og spilað jafnvel og á móti Tottenham,“ segir Neville í hlaðvarpi Sky Sports.

Sjá einnig:Mata og Gerrard í aðalhlutverkum í sigri United | Sjáið mörkin og rauða spjaldið

Manchester United er með fimm stiga forskot á Liverpool í baráttunni um fjórða sætið og einu stigi á eftir Arsenal sem er sæti fyrir ofan.

Manchester City er aðeins tveimur stigum á undan Manchester United en Chelsea er á toppnum, átta stigum á undan United með leik til góða. Neville vill ekki að United hugsi um titilinn.

„Ef menn hugsa rökrétt væri það kjánalegt af hálfu Manchester United að horfa of langt upp töfluna hvað varðar titilbaráttu,“ sagði Neville.

„Manchester United verður að sætta sig við núverandi stöðu. Það á eftir að mæta City og Chelsea á næstu vikum og spila svo við Arsenal heima. Fyrir utan það eru svo snúnir leikir gegn Crystal Palace og Everton á útivelli.“

„Ég er ekkert að afskrifa neinn í baráttunni en þetta eru fimm frekar erfiðir leikir og munum að United tók aðeins eitt stig út úr leikjunum gegn Chelsea og Manchester City fyrr á leiktíðinni,“ sagði Gary Neville.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×