Óborganlegt myndband: Hvolpur og refur mestu mátar og veltast um í gannislag allan daginn Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 22. júlí 2015 20:46 Stella og Níels hanga saman allan daginn og leika sér þess á milli í gannislag. Mynd/Kristinn Þór Jónasson „Um leið og Stella fer út á morgnana þá fer hún beinustu leið að kíkja eftir rebba. Ekkert að hafa fyrir því að pissa fyrst, vill bara finna vin sinn,“ segir Berglind Ingvarsdóttir, eigandi Ferðaþjónustunnar Mjóeyri á Eskifirði en á Mjóeyri hefur myndast ólíkleg en sterk vinátta milli hvolps og yrðlings. Berglind rekur ferðaþjónustuna ásamt manni sínum Sævari Guðjónssyni sem hefur birt óborganlegt myndband af yrðlingnum og hvolpnum í gannislag. Eins og sjá má eru vinirnir mikið fyrir að veltast um í grasinu.Mynd/Kristinn Þór Jónasson„Þetta er yrðlingur sem var á greni sem var unnið,“ útskýrir Berglind, en það merkir að tófa sem hefur gotið er skotin og yrðlingunum er náð út. „Grenaskyttan kom með yrðlinginn til okkar og hann hefur verið hjá okkur síðan í júní.“ Yrðlingurinn var í upphafi nefnd Lóa tófa en síðar kom í ljós að tófan er í raun refur og þá var nafninu breytt í Níels. „Þetta var smá misskilingur,“ segir Berglind og hlær. „Hann var svo lítill að það var erfitt að sjá hvort hann væri.“ Skemmtilegt er að segja frá því að á bænum búa einnig tveir yrðlingar sem ganga undir nöfnunum Anna og Tommi, það vantar því aðeins eina Línu Langsokk og einn Litlakall til þess að allir vinirnir fimm úr sögum Astridar Lindgren búi á Mjóeyri. Stella og Níels eru mestu mátar í dag en það var þó ekki alltaf þannig. Í fyrstu greindi Berglind afbrýðisemi hjá Stellu sem er tveggja ára. „Það var alveg þannig til að byrja með þegar hún var að átta sig á þessu litla kvikindi sem var komið til okkar. Svo eru þau bara hinir mestu mátar. Þau eru að veltast um allan daginn.“ Berglind segir það hins vegar skýrt að Stella ráði en ekki litli refurinn. „Ef rebbi er farinn að verða of grófur í sínum leik þá sýnir Stella alveg hver ræður. Svo er það bara búið og þau halda áfram að leika.“ Berglind er enginn nýgræðingur í að hugsa um yrðlinga en þetta er í fjórða skiptið sem hún og maður hennar taka að sér yrðling. „Mynstrið er þannig að þetta eru náttúrulega grenadýr og þau eiga það til að hausti þegar þau fara að verða kynþroska og sjálfbjarga að fara úr greninu og finna sér nýja staði. Í september fara þeir að fara einn dag í einu og athuga umhverfið og svo einn daginn hverfa þeir alveg.“ Níels lifir frjáls á landareign Mjóeyrar og hefur búið sér til greni undir sumarbústöðum sem ferðaþjónustan á og leigir út. „Svo gefum við honum alltaf tvisvar til þrisvar á dag.“ Níels fékk í fyrstu rjóma en í dag borðar hann allskyns fæði – sér í lagi vítamínbættan hundamat. Hér að neðan má sjá myndband af Stellu og Níels í leik.Allir úti að leika í góða veðrinu. Lóa tofa og StellaPosted by Sævar Guðjónsson on Tuesday, June 23, 2015 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Sjá meira
„Um leið og Stella fer út á morgnana þá fer hún beinustu leið að kíkja eftir rebba. Ekkert að hafa fyrir því að pissa fyrst, vill bara finna vin sinn,“ segir Berglind Ingvarsdóttir, eigandi Ferðaþjónustunnar Mjóeyri á Eskifirði en á Mjóeyri hefur myndast ólíkleg en sterk vinátta milli hvolps og yrðlings. Berglind rekur ferðaþjónustuna ásamt manni sínum Sævari Guðjónssyni sem hefur birt óborganlegt myndband af yrðlingnum og hvolpnum í gannislag. Eins og sjá má eru vinirnir mikið fyrir að veltast um í grasinu.Mynd/Kristinn Þór Jónasson„Þetta er yrðlingur sem var á greni sem var unnið,“ útskýrir Berglind, en það merkir að tófa sem hefur gotið er skotin og yrðlingunum er náð út. „Grenaskyttan kom með yrðlinginn til okkar og hann hefur verið hjá okkur síðan í júní.“ Yrðlingurinn var í upphafi nefnd Lóa tófa en síðar kom í ljós að tófan er í raun refur og þá var nafninu breytt í Níels. „Þetta var smá misskilingur,“ segir Berglind og hlær. „Hann var svo lítill að það var erfitt að sjá hvort hann væri.“ Skemmtilegt er að segja frá því að á bænum búa einnig tveir yrðlingar sem ganga undir nöfnunum Anna og Tommi, það vantar því aðeins eina Línu Langsokk og einn Litlakall til þess að allir vinirnir fimm úr sögum Astridar Lindgren búi á Mjóeyri. Stella og Níels eru mestu mátar í dag en það var þó ekki alltaf þannig. Í fyrstu greindi Berglind afbrýðisemi hjá Stellu sem er tveggja ára. „Það var alveg þannig til að byrja með þegar hún var að átta sig á þessu litla kvikindi sem var komið til okkar. Svo eru þau bara hinir mestu mátar. Þau eru að veltast um allan daginn.“ Berglind segir það hins vegar skýrt að Stella ráði en ekki litli refurinn. „Ef rebbi er farinn að verða of grófur í sínum leik þá sýnir Stella alveg hver ræður. Svo er það bara búið og þau halda áfram að leika.“ Berglind er enginn nýgræðingur í að hugsa um yrðlinga en þetta er í fjórða skiptið sem hún og maður hennar taka að sér yrðling. „Mynstrið er þannig að þetta eru náttúrulega grenadýr og þau eiga það til að hausti þegar þau fara að verða kynþroska og sjálfbjarga að fara úr greninu og finna sér nýja staði. Í september fara þeir að fara einn dag í einu og athuga umhverfið og svo einn daginn hverfa þeir alveg.“ Níels lifir frjáls á landareign Mjóeyrar og hefur búið sér til greni undir sumarbústöðum sem ferðaþjónustan á og leigir út. „Svo gefum við honum alltaf tvisvar til þrisvar á dag.“ Níels fékk í fyrstu rjóma en í dag borðar hann allskyns fæði – sér í lagi vítamínbættan hundamat. Hér að neðan má sjá myndband af Stellu og Níels í leik.Allir úti að leika í góða veðrinu. Lóa tofa og StellaPosted by Sævar Guðjónsson on Tuesday, June 23, 2015
Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Sjá meira