Fótbolti

Juventus hefur viðræður við Draxler

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Julian Draxler er eftirsóttur.
Julian Draxler er eftirsóttur. Vísir/Getty
Juventus hefur fengið leyfi hjá Schalke til að ræða við Julian Draxler, leikmann Schalke, þrátt fyrir að félögin hafi ekki komist að samkomulagi um kaupverð. Þetta staðfesti forseti Schalke í samtali við þýska dagblaðið Bild.

Juventus gengur þessa dagana í gegnum töluverðar breytingar eftir að hafa tapað í úrslitum Meistaradeildarinnar. Liðið hefur þegar misst Carlos Tevez, Angelo Ogbonna og Andrea Pirlo ásamt því að Arturo Vidal er á förum frá félaginu til Bayern Munchen.

Þá er óvissa um framtíð Alvaro Morata hjá félaginu en sérstakt ákvæði var í samningnum þegar hann var seldur til Juventus frá Real Madrid að Madrídarfélagið gæti keypt hann aftur á ákveðna upphæð.

Juventus hefur hinsvegar fengið til liðs við sig leikmennina Sami Khedira, Paulo Dybala, Simone Zaza og Neto og nú gæti hinn 21 árs gamli Draxler bæst við þann hóp.

Hefur hann lengi vel verið orðaður við mörg af stærstu liðum Evrópu en hann lék sína fyrstu leiki fyrir Schalke aðeins 17 ára gamall. Þá hefur hann þrátt fyrir ungan aldur leikið fimmtán leiki fyrir þýska landsliðið en hann var hluti af leikmannahóp Þýskalands á Heimsmeistaramótinu í Brasilíu síðastliðið sumar.


Tengdar fréttir

Vidal búinn að semja við Bayern

Forseti Juventus staðfesti í dag að Arturo Vidal væri búinn að komast að samkomulagi um fimm ára samning við þýsku meistarana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×