Erlent

Bresk kona fórst í teygjustökki

Atli Ísleifsson skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Lögregla á Spáni hefur greint frá því að ung bresk kona hafi látist í teygjustökki í gær. „Ættingi hennar var nærstaddur þegar harmleikurinn átti sér stað,“ sagði talsmaður lögreglu í Granada í samtali við AP.

Slysið varð fyrir utan bæinn Lanjaron í suðurhluta Spánar síðdegis í gær. Hin 23 ára Kleo De Abreu frá London var þá í fríi hjá ættingja sínum á Spáni og lést þegar hún lenti á steinbrú, 80 metrum fyrir neðan þá brú sem hún hafði stokkið af.

Hún var úrskurðuð látin þegar sjúkralið og lögregla kom á staðinn 25 mínútum síðar. Talið er að hún hafi látist samstundis.

Málið er til rannsóknar en lögregla telur að annað hvort hafi lengd teyjunnar verið misreiknuð eða þá að eitthvað hafi farið úrskeiðis þegar De Abreu stökk af brúnni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×