Erlent

Umdeildar kosningar fóru fram í Búrúndí

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Þessi drengur hjólar fram hjá vegatálma sem stjórnarandstæðinga í Búrúndi settu upp nálægt kjörstað í höfuðborginni Bújúmbúra.
Þessi drengur hjólar fram hjá vegatálma sem stjórnarandstæðinga í Búrúndi settu upp nálægt kjörstað í höfuðborginni Bújúmbúra. nordicphotos/afp
Að minnsta kosti þrír létust í Búrúndí í gær þegar forsetakosningar fóru fram við mikil mótmæli andstæðinga sitjandi forseta, Pierre Nkurunziza. Nkurunziza bauð sig fram til endurkjörs í annað sinn eftir misheppnað valdarán andspyrnuhreyfingar í maí.

Forsetinn er talinn hafa náð endurkjöri þótt lokatölur liggi ekki fyrir. Framboð hans hefur valdið deilum í Búrúndí þar sem stjórnarskrá landsins heimilar forseta einungis að sitja í tvö kjörtímabil. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×