Hreiðar Már og Magnús Guðmundsson einu nöfnin sem Egill heyrði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. maí 2015 13:49 Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson. Vísir Einar Bjarni Sigurðsson, sjóðsstjóri hjá Kaupþingi í Lúxemborg og viðskiptastjóri Egils Ágústssonar, eiganda eignarhaldsfélagsins Desulo, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli bankans í dag. Áður hafði Egill borið vitni og kom þá fram að þeir eru nátengdir; Einar Bjarni er systursonur konu Egils. Nokkrir fyrrverandi starfsmenn og stjórnendur Kaupþings eru ákærðir fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik vegna hlutabréfakaupa Desulo í bankanum á árinu 2008. Hlutabréfakaupin voru að fullu fjármögnuð af bankanum sjálfum sem lánaði Desulo fyrir bréfunum og tók veð í þeim. Á meðal ákærðu eru Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson. Saksóknari vill meina að viðskiptin hafi byggt á blekkingum og sýndarmennsku og hafi verið til þess fallin að gefa eftirspurn eftir hlutabréfum í Kaupþingi ranglega til kynna.Vissi ekki um magn hlutabréfakaupa Egill Ágústsson, eigandi Desulo, bar fyrir dómi í dag að hann hefði ekki vitað á sínum tíma hversu mikið félagið keypti af hlutabréfum í Kaupþingi. Viðskiptin hafi í raun farið fram að honum forspurðum og hann hafi ekkert heyrt meir um viðskipti Desulo eftir maí 2008. Fyrir liggur í málinu félagið keypti hluti í Kaupþingi í maí, júní, júlí, ágúst og september. Framburður Einars Bjarna stangast að vissu leyti á orð Egils. Einar Bjarni sagðist fyrir dómi hafa rætt við Egil um að “þeir” vildu fá hann inn sem hluthafa í Kaupþingi. Aðspurður hverjir „þeir” væru sagði Einar að Magnús hefði haft samband við sig og eina nafnið annað sem hann heyrði var Hreiðar Már. „Magnús hringir í mig þegar ég var í fríi og nefnir að þeir vilji bjóða Agli að kaupa 1% í Kaupþingi. Eftir að Egill hafði samþykkt það var þetta sett í gang. [...] Það voru engar fjárhæðir nefndar að mínu viti en Egill sagði “Þeir stjórna þessu,”” sagði Einar Bjarni í dag. Einar sagði að hann hefði ekki rætt sérstaklega við Egil um viðskiptin sem áttu sér stað í júní því þeir höfðu verið búnir að ræða þetta áður. „Það var bara verið að stilla upp þessu 1% sem er verið að kaupa í félaginu.” Hvað varðaði viðskiptin í júlí og ágúst sagði Einar: „Magnús biður mig um að ræað við Egil um að kaupa meir og ég ræði það við hann og Egill segir að þeir stjórni þessu. Það voru engar upphæðir ræddar því það var ekki komið á hreint hvað “meira” þýddi.”„Hann er eiginlega bara kominn í algjöra afneitun“ Í júlí 2008 var Desulo komið í mikinn mínus og sagði Einar fyrir dómi í dag að Egill hafi verið meðvitaður um það. Þá leit Einar sjálfur ekki á það sem svo að viðskipti félagsins væru í hans höndum. „Félagið var í rauninni löngu komið í hendur Magnúsar og einhverra á Íslandi sem ég veit ekki hverjir voru því félagið var komið langt undir í eigið fé.” Aðspurður hvort að Magnús hefði líka verið meðvitaður um fjárhagsstöðu Desulo á þessum tíma, sagði Einar svo hafa verið. Kristín Edwald, verjandi Magnúsar, bar svo undir Einar framburð hans hjá lögreglu varðandi viðskipti Desulo með hlutabréf í Kaupþingi. Þar sagði Einar meðal annars: „Sko, nei Egill er bara búinn að vera síðan að þetta mál byrjaði bara hægt og bítandi með Alzheimer light. [...] Hann vill bara, hann er eiginlega bara kominn í algjöra afneitun, já þannig að hvað get ég sagt?” Kristín bað Einar um að staðfesta þessi orð sín sem hann og gerði. Þá bar hún jafnframt undir hann orð hans um að hann hafi borið það undir Egil að það ætti að bæta við stöður og að Egill hafi samþykkt það. Einar staðfesti að þar hefði hann greint rétt frá hjá lögreglu. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: „Engin áhætta í þessu fyrir mig” Egill Ágústsson, eigandi eignarhaldsfélagsins Desulo Trading Ltd, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. maí 2015 11:01 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Einar Bjarni Sigurðsson, sjóðsstjóri hjá Kaupþingi í Lúxemborg og viðskiptastjóri Egils Ágústssonar, eiganda eignarhaldsfélagsins Desulo, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli bankans í dag. Áður hafði Egill borið vitni og kom þá fram að þeir eru nátengdir; Einar Bjarni er systursonur konu Egils. Nokkrir fyrrverandi starfsmenn og stjórnendur Kaupþings eru ákærðir fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik vegna hlutabréfakaupa Desulo í bankanum á árinu 2008. Hlutabréfakaupin voru að fullu fjármögnuð af bankanum sjálfum sem lánaði Desulo fyrir bréfunum og tók veð í þeim. Á meðal ákærðu eru Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson. Saksóknari vill meina að viðskiptin hafi byggt á blekkingum og sýndarmennsku og hafi verið til þess fallin að gefa eftirspurn eftir hlutabréfum í Kaupþingi ranglega til kynna.Vissi ekki um magn hlutabréfakaupa Egill Ágústsson, eigandi Desulo, bar fyrir dómi í dag að hann hefði ekki vitað á sínum tíma hversu mikið félagið keypti af hlutabréfum í Kaupþingi. Viðskiptin hafi í raun farið fram að honum forspurðum og hann hafi ekkert heyrt meir um viðskipti Desulo eftir maí 2008. Fyrir liggur í málinu félagið keypti hluti í Kaupþingi í maí, júní, júlí, ágúst og september. Framburður Einars Bjarna stangast að vissu leyti á orð Egils. Einar Bjarni sagðist fyrir dómi hafa rætt við Egil um að “þeir” vildu fá hann inn sem hluthafa í Kaupþingi. Aðspurður hverjir „þeir” væru sagði Einar að Magnús hefði haft samband við sig og eina nafnið annað sem hann heyrði var Hreiðar Már. „Magnús hringir í mig þegar ég var í fríi og nefnir að þeir vilji bjóða Agli að kaupa 1% í Kaupþingi. Eftir að Egill hafði samþykkt það var þetta sett í gang. [...] Það voru engar fjárhæðir nefndar að mínu viti en Egill sagði “Þeir stjórna þessu,”” sagði Einar Bjarni í dag. Einar sagði að hann hefði ekki rætt sérstaklega við Egil um viðskiptin sem áttu sér stað í júní því þeir höfðu verið búnir að ræða þetta áður. „Það var bara verið að stilla upp þessu 1% sem er verið að kaupa í félaginu.” Hvað varðaði viðskiptin í júlí og ágúst sagði Einar: „Magnús biður mig um að ræað við Egil um að kaupa meir og ég ræði það við hann og Egill segir að þeir stjórni þessu. Það voru engar upphæðir ræddar því það var ekki komið á hreint hvað “meira” þýddi.”„Hann er eiginlega bara kominn í algjöra afneitun“ Í júlí 2008 var Desulo komið í mikinn mínus og sagði Einar fyrir dómi í dag að Egill hafi verið meðvitaður um það. Þá leit Einar sjálfur ekki á það sem svo að viðskipti félagsins væru í hans höndum. „Félagið var í rauninni löngu komið í hendur Magnúsar og einhverra á Íslandi sem ég veit ekki hverjir voru því félagið var komið langt undir í eigið fé.” Aðspurður hvort að Magnús hefði líka verið meðvitaður um fjárhagsstöðu Desulo á þessum tíma, sagði Einar svo hafa verið. Kristín Edwald, verjandi Magnúsar, bar svo undir Einar framburð hans hjá lögreglu varðandi viðskipti Desulo með hlutabréf í Kaupþingi. Þar sagði Einar meðal annars: „Sko, nei Egill er bara búinn að vera síðan að þetta mál byrjaði bara hægt og bítandi með Alzheimer light. [...] Hann vill bara, hann er eiginlega bara kominn í algjöra afneitun, já þannig að hvað get ég sagt?” Kristín bað Einar um að staðfesta þessi orð sín sem hann og gerði. Þá bar hún jafnframt undir hann orð hans um að hann hafi borið það undir Egil að það ætti að bæta við stöður og að Egill hafi samþykkt það. Einar staðfesti að þar hefði hann greint rétt frá hjá lögreglu.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: „Engin áhætta í þessu fyrir mig” Egill Ágústsson, eigandi eignarhaldsfélagsins Desulo Trading Ltd, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. maí 2015 11:01 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Markaðsmisnotkunarmálið: „Engin áhætta í þessu fyrir mig” Egill Ágústsson, eigandi eignarhaldsfélagsins Desulo Trading Ltd, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. maí 2015 11:01