Erlent

ESB hyggst taka á móti 20 þúsund flóttamönnum

Atli Ísleifsson skrifar
Frans Timmermans, varaforseti framkvæmdastjórnarinnar og Federica Mogherini, utanríkismálastjóri sambandsins
Frans Timmermans, varaforseti framkvæmdastjórnarinnar og Federica Mogherini, utanríkismálastjóri sambandsins Vísir/AFP
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt fram tillögur að nýrri áætlun sem felur í sér að aðildarríkin taki á móti 20 þúsund flóttamönnum á næstu tveimur árum.

Til stendur að leggja 50 milljónir evra úr sjóðum sambandsins til framkvæmdar áætlunarinnar til að flytja og deila flóttafólkinu á milli aðildarríkjanna.

Bretland, Írland og Danmörk eru ekki hluti af áætluninni þar sem Lissabon-sáttmáli sambandsins veitir þeim undanþágur frá málaflokknum.

Undir lok þessa árs á einnig að liggja fyrir tillaga um varanlega áætlun um hvernig skuli deila móttöku flóttamanna milli aðildarríkja í neyðartilvikum.

Um 600 þúsund flóttamenn sótt um hæli í aðildarríkjum ESB á síðasta ári.

Frans Timmermans, varaforseti framkvæmdastjórnarinnar, Federica Mogherini, utanríkismálastjóri sambandsins, og Dimitris Avramopoulos, framkvæmdastjóri flóttamannamála, kynntu tillöguna í Brussel fyrr í dag.

Lesa má meira um tillögurnar á vef framkvæmdastjórnarinnar.


Tengdar fréttir

Allir taki við flóttamönnum

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, ESB, hyggst leggja fram tillögu að nýrri stefnu í málefnum flóttamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×