Fótbolti

Hörður Björgvin til Palermo í skiptum fyrir Dybala?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hörður Björgvin Magnússon.
Hörður Björgvin Magnússon. Vísir/Getty
Hörður Björgvin Magnússon er möguleika á leiðinni til ítalska A-deildarliðsins Palermo á Sikiley ef marka má fréttir ítalskra fjölmiðla en íslenski landsliðsmaðurinn gæti orðið hluti af kaupum Juventus á Paulo Dybala.

Juventus mun borga Palermo 28 milljónir fyrir Paulo Dybala auk þess að láta Sikileyjarliðið fá tvo leikmenn en þar koma til greina Edoardo Goldaniga, Leonardo Spinazzola og Hörður Björgvin Magnússon. Juve gæti einnig þurft að borga átta milljónir evra í bónusa.

Paulo Dybala er 21 árs gamall argentínskur framherji sem hefur spilað með Palermo frá 2012. Honum hefur verið líkt við landa sína Sergio Agüero og Javier Pastore.

Dybala hefur skorað 13 mörk og gefið 10 stoðsendingar í 30 leikjum með Palermo á þessu tímabili.

Dybala vill fara til Juventus og því ættu samningamálin að ganga vel um leið og félögin hafa gengið frá kaupverðinu.

Hörður Björgvin kom til Juventus sumarið 2012. Hann var á láni hjá Spezia í fyrra og hefur verið á láni hjá Cesena. Hörður Björgvin hefur verið síðustu misseri að fá sín fyrstu tækifæri með íslenska A-landsliðinu en hann er 22 ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×