Erlent

Harðir bardagar í Úkraínu þrátt fyrir vopnahlé

Atli Ísleifsson skrifar
Sameinuðu þjóðnirnar áætla að rúmlega 6.800 hafi farist í átökum í austurhluta Úkraínu frá því að þau brutust úr í febrúar 2014.
Sameinuðu þjóðnirnar áætla að rúmlega 6.800 hafi farist í átökum í austurhluta Úkraínu frá því að þau brutust úr í febrúar 2014. Vísir/AFP
Tveir úkraínskir hermenn hafa farist í átökum við aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu sem Úkraínustjórn lýsir sem þeim hörðustu frá því að samið var um vopnahlé í febrúar.

Að sögn talsmanns Úkraínustjórnar var skotið gegn úkraínskum hermönnum 153 sinnum á einum sólarhring.

Bardagar hafa verið sérstaklega miklir á og í kringum veginn milli Donetsk, helsta vígis aðskilnaðarsinna, og hafnarborgarinnar Mariupol sem Úkraínuher ræður yfir. Vegurinn þykir sérstaklega hernaðarlega mikilvægur.

Á fréttasíðu aðskilnaðarsinna kemur fram að óbreyttur borgari hafi látið lífið og þrír særst í árásum stjórnarhersins á Donetsk.

Sameinuðu þjóðnirnar áætla að rúmlega 6.800 hafi farist í átökum í austurhluta Úkraínu frá því að þau brutust úr í febrúar 2014. 1,4 milljónir hanna hafa neyðst til að flýja heimili sín vegna átakanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×