Erlent

28 handteknir eftir fjölmenn mótmæli á Norðurbrú

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Lögregla hefur haft í nógu að snúast á Norðurbrú í Kaupmannahöfn að undanförnu.
Lögregla hefur haft í nógu að snúast á Norðurbrú í Kaupmannahöfn að undanförnu. Vísir/EPA
Tuttugu og átta voru handteknir í morgun vegna óláta sem áttu sér stað á Norðurbrú í Kaupmannahöfn aðfaranótt sunnudags.

Hópurinn „GadeFest KBH“ hafði safnast saman um klukkan tíu á laugardagskvöldi í mótmælaskyni við hvernig hverfið er að þróast. Hópurinn aðhyllist stefnu „Reclaim the streets“ eða „Endurheimtum göturnar“ sem hefur gengið út á að mótmæla kapítalisma í borginni. Um tvöhundruð manns komu á mótmælin.

Nokkrir í hópnum tóku að kasta molotov kokteilum, steinum og flöskum í lögregluna með þeim afleiðingum að tjón varð á nærliggjandi byggingum.

Rannsókn á málinu er í fullum gangi. Tveir af þeim tuttugu og átta sem handteknir voru verða færðir fyrir dómara og krafist gæsluvarðhalds á þeim vegna alvarlegra skemmdarverka. Lögreglan handtók ekki aðeins fólkið heldur framkvæmdi húsleit á fjölda staða í höfuðborginni. Áfram verður leitað að fólki sem tók þátt í skemmdarverkunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×