Maria Sharapova tekjuhæsta íþróttakona heimsins árið 2015 Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. ágúst 2015 10:00 Maria Sharapova, tekjuhæsta íþróttakona heimsins 2015. Vísir/getty Tenniskonur eru með töluverða yfirburði þegar kemur að launahæstu íþróttamönnum heims í dag en sjö af tíu tekjuhæstu íþróttakonum heims eru í tennis. Hin rússneska Maria Sharapova er tekjuhæsta íþróttakona heimsins en þetta er ellefta árið í röð sem hún er tekjuhæst íþróttakvenna. Forbes tók listann saman en hann má sjá hér fyrir neðan. Þrátt fyrir að Serena Williams hafi sigrað á öllum stórmótum heimsins á síðast ári nær hún aðeins öðru sæti en alls munaði fimm milljónum dollara á tekjum þeirra. Munaði helst um auglýsingarsamninga Sharapova sem og nammifyrirtækið sem rússneska tenniskonan stofnaði fyrir þremur árum. Þrátt fyrir að Serena sé sennilega ein fremsta íþróttakona sögunnar hafa stórfyrirtæki forðast auglýsingarsamninga við hana vegna útlits hennar. Þykir hún of vöðvastælt til þess að auglýsa og hafa fyrirtæki fyrir vikið frekar notfært sér Sharapova en líkamsbygging Williams hefur gert það að verkum að hún virðist vera óstöðvandi þrátt fyrir að vera orðinn 33 ára gömul. Danska tenniskonan Caroline Wozniacki situr í þriðja sæti með tæplega helming af tekjum Sharapova en fyrsta konan á listanum sem leikur ekki tennis er NASCAR ökumaðurinn Danica Patrick. Nýliðinn á listanum er Ronda Rousey, bardagakona úr UFC sem hefur slegið í gegn á undanförnum mánuðum. Hefur hún ásamt bardögum sínum leikið í þremur kvikmyndum, gefið út ævisögu sem sló í gegn ásamt því að moka inn auglýsingarsamningum. Fengu íþróttakonurnar tíu samtals 124 milljónir dollara á síðasta ári en um 12% lækkun var að ræða frá síðasta ári. Munaði þar helst um að tvær af fremstu íþróttakonum heims, tenniskonan Li Na og skautakonan Kim Yuna, hættu í íþróttum sínum á árinu. Er það aðeins brot af því sem tíu launahæstu karlkyns íþróttamennirnir fengu á síðasta ári en það taldi samtals 950 milljónir dollara.Tíu tekjuhæstu íþróttakonur ársins 2015. 1. Maria Sharapova frá Rússlandi (Tennis), 29,7 milljónir. 2. Serena Williams frá Bandaríkjunum (Tennis), 24,6 milljónir. 3. Caroline Wozniacki frá Danmörku (Tennis), 14,6 milljónir. 4. Danica Patrick frá Bandaríkjunum (Kappakstur), 13,9 milljónir. 5. Ana Ivanovic frá Serbíu (Tennis), 8,3 milljónir. 6. Petra Kvitova frá Tékklandi (Tennis), 7,7 milljónir. 7. Simona Halep frá Rúmeníu (Tennis), 6,8 milljónir. 8. Ronda Rousey frá Bandaríkjunum (UFC), 6,5 milljónir. 9. Stacy Lewis frá Bandaríkjunum (Golf), 6,4 milljónir. 10. Agnieszka Radwanska frá Póllandi (Tennis), 6 milljónir. Aðrar íþróttir Tennis Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Sjá meira
Tenniskonur eru með töluverða yfirburði þegar kemur að launahæstu íþróttamönnum heims í dag en sjö af tíu tekjuhæstu íþróttakonum heims eru í tennis. Hin rússneska Maria Sharapova er tekjuhæsta íþróttakona heimsins en þetta er ellefta árið í röð sem hún er tekjuhæst íþróttakvenna. Forbes tók listann saman en hann má sjá hér fyrir neðan. Þrátt fyrir að Serena Williams hafi sigrað á öllum stórmótum heimsins á síðast ári nær hún aðeins öðru sæti en alls munaði fimm milljónum dollara á tekjum þeirra. Munaði helst um auglýsingarsamninga Sharapova sem og nammifyrirtækið sem rússneska tenniskonan stofnaði fyrir þremur árum. Þrátt fyrir að Serena sé sennilega ein fremsta íþróttakona sögunnar hafa stórfyrirtæki forðast auglýsingarsamninga við hana vegna útlits hennar. Þykir hún of vöðvastælt til þess að auglýsa og hafa fyrirtæki fyrir vikið frekar notfært sér Sharapova en líkamsbygging Williams hefur gert það að verkum að hún virðist vera óstöðvandi þrátt fyrir að vera orðinn 33 ára gömul. Danska tenniskonan Caroline Wozniacki situr í þriðja sæti með tæplega helming af tekjum Sharapova en fyrsta konan á listanum sem leikur ekki tennis er NASCAR ökumaðurinn Danica Patrick. Nýliðinn á listanum er Ronda Rousey, bardagakona úr UFC sem hefur slegið í gegn á undanförnum mánuðum. Hefur hún ásamt bardögum sínum leikið í þremur kvikmyndum, gefið út ævisögu sem sló í gegn ásamt því að moka inn auglýsingarsamningum. Fengu íþróttakonurnar tíu samtals 124 milljónir dollara á síðasta ári en um 12% lækkun var að ræða frá síðasta ári. Munaði þar helst um að tvær af fremstu íþróttakonum heims, tenniskonan Li Na og skautakonan Kim Yuna, hættu í íþróttum sínum á árinu. Er það aðeins brot af því sem tíu launahæstu karlkyns íþróttamennirnir fengu á síðasta ári en það taldi samtals 950 milljónir dollara.Tíu tekjuhæstu íþróttakonur ársins 2015. 1. Maria Sharapova frá Rússlandi (Tennis), 29,7 milljónir. 2. Serena Williams frá Bandaríkjunum (Tennis), 24,6 milljónir. 3. Caroline Wozniacki frá Danmörku (Tennis), 14,6 milljónir. 4. Danica Patrick frá Bandaríkjunum (Kappakstur), 13,9 milljónir. 5. Ana Ivanovic frá Serbíu (Tennis), 8,3 milljónir. 6. Petra Kvitova frá Tékklandi (Tennis), 7,7 milljónir. 7. Simona Halep frá Rúmeníu (Tennis), 6,8 milljónir. 8. Ronda Rousey frá Bandaríkjunum (UFC), 6,5 milljónir. 9. Stacy Lewis frá Bandaríkjunum (Golf), 6,4 milljónir. 10. Agnieszka Radwanska frá Póllandi (Tennis), 6 milljónir.
Aðrar íþróttir Tennis Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Sjá meira