Öllum fjórðu bekkingum Reykjavíkurborgar var boðið að vera viðstaddir en texti lagsins er saminn af Sölku og Gnúsa úr línum sem þau fengu send frá krökkunum. Börnin höfðu kynnt sér stöðu jafnréttismála nú og þegar konur fengu kosningarétt fyrir 100 árum. Það smitaði frá sér út í textann.
Meðlimir AmabAdamA birti á Facebook síðu myndband af athöfninni og hið sama gerði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Barnamenningarhátíðin er fyrir börn á aldrinum tveggja til sextán ára og eru yfir hundrað viðburðir á dagskrá hátíðarinnar út vikuna. Nánari upplýsingar um dagskrá og viðburði má finna á barnamenningarhatid.is.
Spiluðum fyrir hátt í 2000 fjórðubekkinga í morgun. Þvílík og önnur eins stemming á barnamenningarhátíð. Takk fyrir okkur krakkar!
Posted by Amaba Dama on Tuesday, 21 April 2015
Barnamenningarhátíð í Reykjavík - Það var mikil stemning þegar börn í 4. bekkjum grunnskólanna tóku lagið "Allt sem skiptir máli" með Sölku Sól og Gnúsa Yones í Eldborgarsal Hörpu í dag.
Posted by Reykjavíkurborg on Tuesday, 21 April 2015
Hefurðu séð 1500 börn springa úr gleði öll í einu? Þetta móment slær tóninn fyrir Barnamenningahátíð í Reykjavík 2015 sem stendur til sunnudags. Nánari upplýsingar á www.barnamenningarhatid.is
Posted by Barnamenningarhátíð í Reykjavík on Tuesday, 21 April 2015