Markaðsmisnotkunarmálið: „Hvernig eru límingarnar?” Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. apríl 2015 13:36 Múgur og margmenni er í héraðsdómi. Vísir/GVA Nokkuð mikill fjöldi þeirra símtala sem saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, Björn Þorvaldsson, hefur spilað fyrir dómi í dag eru á milli tveggja ákærðu í málinu, þeirra Péturs Kristins Guðmarssonar og Ingólfs Helgasonar. Pétur var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings og er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun með því að kaupa mikið magn af hlutabréfum í bankanum með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi. Á Pétur að hafa gert þetta að undirlagi yfirmanna sinna, meðal annars Ingólfs Helgasonar, en hann var forstjóri Kaupþings á Íslandi.„Ég var bara að fylgja stefnu minna yfirmanna“ Saksóknari spurði Pétur, sem gefur skýrslu fyrir dómi í dag, út í símtöl hans og Ingólfs í upphafi árs 2008 og hvort þau væru dæmi um hversu vel hann fylgdist vel með viðskiptu með bréf í bankanum. „Við fengum alveg fyrirmæli frá honum og hann virtist fylgjast með en ekkert bara Kaupþingi heldur líka öðrum fyrirtækjum sem við vorum að kaupa í,” svaraði Pétur. Í einu símtalanna segir Ingólfur við Pétur að þeir verði „að verja þetta eins stíft og við getum eins og markaðirnar eru.” Björn spurði Pétur hvað Ingólfur átti við og sagði hann að Ingólfur yrði að svara því sjálfur. Skömmu síðar bætti hann svo við: „Það var aldrei markmið mitt að verja eitt eða neitt gengi. Ég var bara að fylgja stefnu minna yfirmanna og veita seljanleika.”Límingarnar Þá var spilað símtal milli Ingólfs og Péturs frá því í byrjun mars 2008: IH: „Hvernig eru límingarnar?” PKG: „Hvað segirðu?” IH: „Hvernig eru límingarnar?” PKG: „Límingarnar?” IH: „Já, límingarnar.” PKG: „Þær eru bara góðar.” IH: „Er það ekki?” PKG: „Jú, jú, jú. [...] Mig vantar bara 2-3 kaffibolla.” Pétur var spurður út í hvað „límingarnar” þýddu og var hann vægast sagt ósáttur við spurninguna: „Mér finnst magnað að þú sért að gera þetta tortryggilegt. Ég nota bara þetta orðatiltæki til að spyrja félaga mína hvernig þeir hafi það. En þetta er bara í samræmi við annað hérna.” Saksóknari spurði þá Pétur hvað hann hefði sagt og sá hann þá að sér: „Nei, ekkert. Þetta var óviðeigandi. Afsakið.”Var ekki vaknaður Hér blandaði dómsformaður, Arngrímur Ísberg, sér í málið og spurði hvort þetta hefði verið grín. Pétur ætlaði þá að fara að útskýra fyrir honum hvað límingarnar þýddu en Arngrímur sagðist alveg skilja það. Hann væri að spyrja hvort þetta væri grín. „Já, þetta var grín,” svaraði Pétur þá. „Og þetta með kaffibollana, var það líka grín?” spurði dómsformaður. „Já, eða þá var ég bara að meina að ég var ekki vaknaður því ég náði ekki strax hvað hann var að meina með límingunum,” svaraði Pétur. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmál: Ákærði viss um að starfsmenn sérstaks skemmti sér í vinnunni Andrúmsloftið er nokkuð létt í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Pétur Kristinn Guðmarsson, einn af ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, gefur skýrslu. 21. apríl 2015 10:52 Markaðsmisnotkunarmálið: „Hvað er að frétta af dauða kettinum?” Eitt símtalanna sem spilað var í morgun er frá 24 .janúar 2008 og er á milli Péturs og Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi: 21. apríl 2015 11:51 Fordæmalaust mál gegn lykilmönnum Kaupþings Aðalmeðferð í stóra markaðsmisnotkunarmálinu gegn níu starfsmönnum Kaupþings banka hófst í gær. Málið mun standa yfir í meira en mánuð. Sagðir hafa stundað blekkingar og sýndarviðskipti. Allir ákærðu neita sök. 21. apríl 2015 07:00 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Nokkuð mikill fjöldi þeirra símtala sem saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, Björn Þorvaldsson, hefur spilað fyrir dómi í dag eru á milli tveggja ákærðu í málinu, þeirra Péturs Kristins Guðmarssonar og Ingólfs Helgasonar. Pétur var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings og er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun með því að kaupa mikið magn af hlutabréfum í bankanum með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi. Á Pétur að hafa gert þetta að undirlagi yfirmanna sinna, meðal annars Ingólfs Helgasonar, en hann var forstjóri Kaupþings á Íslandi.„Ég var bara að fylgja stefnu minna yfirmanna“ Saksóknari spurði Pétur, sem gefur skýrslu fyrir dómi í dag, út í símtöl hans og Ingólfs í upphafi árs 2008 og hvort þau væru dæmi um hversu vel hann fylgdist vel með viðskiptu með bréf í bankanum. „Við fengum alveg fyrirmæli frá honum og hann virtist fylgjast með en ekkert bara Kaupþingi heldur líka öðrum fyrirtækjum sem við vorum að kaupa í,” svaraði Pétur. Í einu símtalanna segir Ingólfur við Pétur að þeir verði „að verja þetta eins stíft og við getum eins og markaðirnar eru.” Björn spurði Pétur hvað Ingólfur átti við og sagði hann að Ingólfur yrði að svara því sjálfur. Skömmu síðar bætti hann svo við: „Það var aldrei markmið mitt að verja eitt eða neitt gengi. Ég var bara að fylgja stefnu minna yfirmanna og veita seljanleika.”Límingarnar Þá var spilað símtal milli Ingólfs og Péturs frá því í byrjun mars 2008: IH: „Hvernig eru límingarnar?” PKG: „Hvað segirðu?” IH: „Hvernig eru límingarnar?” PKG: „Límingarnar?” IH: „Já, límingarnar.” PKG: „Þær eru bara góðar.” IH: „Er það ekki?” PKG: „Jú, jú, jú. [...] Mig vantar bara 2-3 kaffibolla.” Pétur var spurður út í hvað „límingarnar” þýddu og var hann vægast sagt ósáttur við spurninguna: „Mér finnst magnað að þú sért að gera þetta tortryggilegt. Ég nota bara þetta orðatiltæki til að spyrja félaga mína hvernig þeir hafi það. En þetta er bara í samræmi við annað hérna.” Saksóknari spurði þá Pétur hvað hann hefði sagt og sá hann þá að sér: „Nei, ekkert. Þetta var óviðeigandi. Afsakið.”Var ekki vaknaður Hér blandaði dómsformaður, Arngrímur Ísberg, sér í málið og spurði hvort þetta hefði verið grín. Pétur ætlaði þá að fara að útskýra fyrir honum hvað límingarnar þýddu en Arngrímur sagðist alveg skilja það. Hann væri að spyrja hvort þetta væri grín. „Já, þetta var grín,” svaraði Pétur þá. „Og þetta með kaffibollana, var það líka grín?” spurði dómsformaður. „Já, eða þá var ég bara að meina að ég var ekki vaknaður því ég náði ekki strax hvað hann var að meina með límingunum,” svaraði Pétur.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmál: Ákærði viss um að starfsmenn sérstaks skemmti sér í vinnunni Andrúmsloftið er nokkuð létt í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Pétur Kristinn Guðmarsson, einn af ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, gefur skýrslu. 21. apríl 2015 10:52 Markaðsmisnotkunarmálið: „Hvað er að frétta af dauða kettinum?” Eitt símtalanna sem spilað var í morgun er frá 24 .janúar 2008 og er á milli Péturs og Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi: 21. apríl 2015 11:51 Fordæmalaust mál gegn lykilmönnum Kaupþings Aðalmeðferð í stóra markaðsmisnotkunarmálinu gegn níu starfsmönnum Kaupþings banka hófst í gær. Málið mun standa yfir í meira en mánuð. Sagðir hafa stundað blekkingar og sýndarviðskipti. Allir ákærðu neita sök. 21. apríl 2015 07:00 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Markaðsmisnotkunarmál: Ákærði viss um að starfsmenn sérstaks skemmti sér í vinnunni Andrúmsloftið er nokkuð létt í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Pétur Kristinn Guðmarsson, einn af ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, gefur skýrslu. 21. apríl 2015 10:52
Markaðsmisnotkunarmálið: „Hvað er að frétta af dauða kettinum?” Eitt símtalanna sem spilað var í morgun er frá 24 .janúar 2008 og er á milli Péturs og Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi: 21. apríl 2015 11:51
Fordæmalaust mál gegn lykilmönnum Kaupþings Aðalmeðferð í stóra markaðsmisnotkunarmálinu gegn níu starfsmönnum Kaupþings banka hófst í gær. Málið mun standa yfir í meira en mánuð. Sagðir hafa stundað blekkingar og sýndarviðskipti. Allir ákærðu neita sök. 21. apríl 2015 07:00