Mikill uppsafnaður vandi á Landspítala kristjana björg guðbrandsdóttir skrifar 21. apríl 2015 08:30 Sumarlokanir fram undan. Enn lengist biðlisti sjúklinga eftir aðgerðum og meðferð. Guðríður Kristín Þórðardóttir, formaður hjúkrunarráðs, segir uppsafnaðan vanda mikinn. fréttablaðið/ernir Verkfallsaðgerðir félagsmanna BHM ná til 500 starfsmanna Landspítalans og hafa haft mikil áhrif á starfsemi og þjónustu við skjólstæðinga hans. Biðlistar eftir rannsóknum og aðgerðum lengjast og nú hefur 220 skurðaðgerðum verið frestað. Einhverjir þeirra sem bíða eftir aðgerðum hafa beðið frá því í læknaverkfallinu og er því uppsafnaður vandi innan heilbrigðiskerfisins mikill. Engar aðgerðir eru framkvæmdar sem krefjast blóð- eða myndgreiningar. Meðferð alvarlegra sjúkdóma er í bið á meðan verkfallsaðgerðir standa yfir. Sem dæmi má nefna að nýgreindir sjúklingar með krabbamein fá ekki þjónustu fyrr en verkfalli lýkur nema að meinið sé metið sem bráð veikindi. Forsvarsmenn Landspítalans telja sig hafa faglegar ástæður fyrir því að veita nýgreindum ekki læknisþjónustu.Sjá einnig: Verkföll kunna að bitna á útflutningi Mikill fjöldi fólks er nú innlagður en kemst ekki til síns heima, þar sem ekki er hægt að útskrifa það. Frá þessu greinir aðstoðarkona Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans, Anna Sigrún Baldursdóttir. Hún vill minna fólk á sem telur sig þurfa á bráðaþjónustu að halda að mæta á spítalann. „Eitthvað hefur borið á því að fólk mæti ekki þótt það telji sig þurfa á þjónustu að halda. En fólk sem þarf á bráðaþjónustu að halda, það fær hana,“ minnir hún á. Hjúkrunarráð lýsir yfir verulegum áhyggjum vegna verkfalls félagsmanna BHM og segir í yfirlýsingu frá ráðinu að verkfallsaðgerðir hafi þegar valdið auknu álagi á heilbrigðisstarfsmenn sem geti ógnað öryggi sjúklinga. Guðríður Kristín Þórðardóttir er formaður ráðsins og segir að þótt öll áhersla sé lögð á að halda uppi bráðastarfsemi spítalans sé uppsafnaður vandi mikill. „Við höfum ítrekað bent á mikið álag á Landspítala og skort á heilbrigðisstarfsfólki. Álagið var mikið fyrir og nú bætist ofan á það. Við höfum áhyggjur af skertri þjónustu við sjúklinga og löngum biðlistum sem hlaða utan á sig frá verkfalli lækna. Þetta verkfall hefur ekki síður áhrif á þessa biðlista. Við vitum að fram undan eru sumarlokanir, það er óumflýjanlegt og því er orðið knýjandi að finna lausn á deilunni,“ segir Guðríður Kristín sem segir hvern dag verkfallsins auka álag á deildum spítalans og hættu á því að öryggi sjúklinga sé ábótavant. „Þjónusta við sjúklinga er verri og mjög skert í þessum aðstæðum. Við þurfum í verkfallsaðgerðunum að meta hverjir sjúklinganna eru veikastir og taka ákvörðun um að meðhöndla þá,“ bendir Guðríður Kristín á og segir ómælda áhættu fólgna í slíku verkalagi. „Það er mikil óvissa í þessu verklagi sem ógnar öryggi sjúklinga, býður hættunni heim. Þetta er líka óreiða sem hefur áhrif á flæði sjúklinga í gegnum spítalana. Hér eru sjúklingar sem hafa legið inni á spítalanum í nokkra daga vegna þess að þeir komast ekki í einfaldar rannsóknir.“ Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Verkfallsaðgerðir félagsmanna BHM ná til 500 starfsmanna Landspítalans og hafa haft mikil áhrif á starfsemi og þjónustu við skjólstæðinga hans. Biðlistar eftir rannsóknum og aðgerðum lengjast og nú hefur 220 skurðaðgerðum verið frestað. Einhverjir þeirra sem bíða eftir aðgerðum hafa beðið frá því í læknaverkfallinu og er því uppsafnaður vandi innan heilbrigðiskerfisins mikill. Engar aðgerðir eru framkvæmdar sem krefjast blóð- eða myndgreiningar. Meðferð alvarlegra sjúkdóma er í bið á meðan verkfallsaðgerðir standa yfir. Sem dæmi má nefna að nýgreindir sjúklingar með krabbamein fá ekki þjónustu fyrr en verkfalli lýkur nema að meinið sé metið sem bráð veikindi. Forsvarsmenn Landspítalans telja sig hafa faglegar ástæður fyrir því að veita nýgreindum ekki læknisþjónustu.Sjá einnig: Verkföll kunna að bitna á útflutningi Mikill fjöldi fólks er nú innlagður en kemst ekki til síns heima, þar sem ekki er hægt að útskrifa það. Frá þessu greinir aðstoðarkona Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans, Anna Sigrún Baldursdóttir. Hún vill minna fólk á sem telur sig þurfa á bráðaþjónustu að halda að mæta á spítalann. „Eitthvað hefur borið á því að fólk mæti ekki þótt það telji sig þurfa á þjónustu að halda. En fólk sem þarf á bráðaþjónustu að halda, það fær hana,“ minnir hún á. Hjúkrunarráð lýsir yfir verulegum áhyggjum vegna verkfalls félagsmanna BHM og segir í yfirlýsingu frá ráðinu að verkfallsaðgerðir hafi þegar valdið auknu álagi á heilbrigðisstarfsmenn sem geti ógnað öryggi sjúklinga. Guðríður Kristín Þórðardóttir er formaður ráðsins og segir að þótt öll áhersla sé lögð á að halda uppi bráðastarfsemi spítalans sé uppsafnaður vandi mikill. „Við höfum ítrekað bent á mikið álag á Landspítala og skort á heilbrigðisstarfsfólki. Álagið var mikið fyrir og nú bætist ofan á það. Við höfum áhyggjur af skertri þjónustu við sjúklinga og löngum biðlistum sem hlaða utan á sig frá verkfalli lækna. Þetta verkfall hefur ekki síður áhrif á þessa biðlista. Við vitum að fram undan eru sumarlokanir, það er óumflýjanlegt og því er orðið knýjandi að finna lausn á deilunni,“ segir Guðríður Kristín sem segir hvern dag verkfallsins auka álag á deildum spítalans og hættu á því að öryggi sjúklinga sé ábótavant. „Þjónusta við sjúklinga er verri og mjög skert í þessum aðstæðum. Við þurfum í verkfallsaðgerðunum að meta hverjir sjúklinganna eru veikastir og taka ákvörðun um að meðhöndla þá,“ bendir Guðríður Kristín á og segir ómælda áhættu fólgna í slíku verkalagi. „Það er mikil óvissa í þessu verklagi sem ógnar öryggi sjúklinga, býður hættunni heim. Þetta er líka óreiða sem hefur áhrif á flæði sjúklinga í gegnum spítalana. Hér eru sjúklingar sem hafa legið inni á spítalanum í nokkra daga vegna þess að þeir komast ekki í einfaldar rannsóknir.“
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira