

Línur skýrast í finnskum stjórnmálum eftir kosningarnar
30% kjósenda sátu heima og sérfræðingar segja að stór hluti þeirra hafi verið kjósendur Miðflokksins, sem af einhverjum ástæðum fóru ekki á kjörstað. Einnig má halda því fram að Timo Soini og Sann-Finnarnir hafi verið í hópi sigurvegaranna, töpuðu aðeins einu þingsæti og mun minna en spáð hafði verið. Græningjar unnu mikinn sigur, juku þingmannafjöldann úr tíu í fimmtán og urðu helmingi fleiri en arftakar gamla kommúnistaflokksins, Vinstra bandalagið, sem töpuðu tveimur sætum og eru með tólf þingsæti.
Formaður Miðflokksins er nú með sterkt umboð til stjórnarmyndunar. Hann mun fækka ráðherrum í tólf úr átján. Grundvöllur nýrrar stjórnar verður „sterkt umboð, traust milli manna, og stefna sem ekki verður margra blaðsíðna doðrantur“ sagði Juha Sipilä í viðtali við fjölmiðla þegar úrslit lágu fyrir. Líklegasta samsetningin verður, auk Miðflokksins, hægri flokkur Alexanders Stubb og Sann-Finnarnir með Timo Soini sem annaðhvort fjármálaráðherra eða utanríkisráðherra. Væntanlega heldur sænski þjóðarflokkurinn, með sína níu þingmenn, áfram í ríkisstjórn, en hann hefur verið í ríkisstjórn frá 1979. Á bak við þá stjórn stæðu 124 þingmenn af 200. Einnig er mögulegt að í einhverjum einstökum málum verði unnið yfir flokkamörkin.
Juha Sipilä lofaði að skapa 200.000 ný störf á kjörtímabilinu. Samtök atvinnurekenda hafa bent á að svo marga er ekki að finna á finnskum vinnumarkaði, sem mundi leiða til aukins innflutnings á fólki, sem Sann-Finnarnir eru ekki sérlega hrifnir af. Juha Sipilä er lýst sem reynslulausum stjórnmálamanni þegar kemur að alþjóðamálum. Í kosningabaráttunni vísaði hann til góðra tengsla sinna í alþjóðlegum viðskiptaheimi, en það þarf meira til að áliti stjórnmálaspekinga ef Finnland á að sinna stöðu sinni á alþjóðavettvangi.
Mikið veltur á formanni Miðflokksins. Hann getur myndað sterka stjórn með þátttöku hægri flokksins og Alexanders Stubb. Hins vegar munu almennir flokksmenn Miðflokksins mæla með samstarfi við jafnaðarmenn, Sann-Finnana og Sænska þjóðarflokkinn, sem yrði þá ríkisstjórn með 130 þingmenn af 200.
Að mati stjórnmálafræðinga standa Finnar frammi fyrir miklum breytingum á velferðarkerfinu, sem voru ræddar á síðasta þingi, ásamt skuldsetningu þjóðarinnar. Því er ekki óhugsandi að Juha Sipilä leggi áherslu á samstarf við jafnaðarmenn og sleppi hægriflokknum.
Finnar vilja sjá nýja flokka sem vinna kosningasigra taka þátt í ríkisstjórn og sýna hvers þeir eru megnugir þegar allt kemur til alls. Finnski sendiherrann í Reykjavík kallaði þetta „Kiss to death“ aðferðina á fundi í Norræna húsinu nýlega. Ef til vill er þetta framtíð Timos Soini á nýju kjörtímabili.
Skoðun

Komir þú á Grænlands grund
Gunnar Pálsson skrifar

Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg
Ósk Sigurðardóttir skrifar

Hlustum á náttúruna
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Skattheimta sem markmið í sjálfu sér
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Tæknin hjálpar lesblindum
Guðmundur S. Johnsen skrifar

Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni
Sigurjón Þórðarson skrifar

Opið bréf til Friðriks Þórs
Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar

Skjólveggur af körlum og ungum mönnum
Ólafur Elínarson skrifar

Menntamál eru ekki afgangsstærð
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

‘Vók’ er djók
Alexandra Briem skrifar

Er friður tálsýn eða verkefni?
Inga Daníelsdóttir skrifar

Kattahald
Jökull Jörgensen skrifar

Framtíðin er rafmögnuð
Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar

Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum
Erna Bjarnadóttir skrifar

Þjóðarmorðið í blokkinni
Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar

Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu
Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar

Ég hataði rafíþróttir!
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Því miður hefur lítið breyst
Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar

Versta sem Ísland gæti gert
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík?
Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar

Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði
Grímur Atlason skrifar

„...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar

Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu
Sigurður Sigurðsson skrifar

Látið okkur í friði
Vilhjálmur Árnason skrifar

Gefðu fimmu!
Ágúst Arnar Þráinsson skrifar

Allar hendur á dekk!
Oddný G. Harðardóttir skrifar

Engin sátt án sannmælis
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Að finna rétt veiðigjald...
Bolli Héðinsson skrifar

Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti?
Carmen Maja Valencia skrifar

Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga!
Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar