Starfsmenn Fiskistofu gagnrýna breytingar á lögum um Stjórnarráðið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. júlí 2015 16:58 Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra. Vísir/Stefán/Valli Starfsmenn Fiskistofu hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem breytingum á lögum um Stjórnarráð Íslands er mótmælt harðlega. Beinist gagnrýnin aðallega að því ákvæði laganna að ráðherra hafi óhefta heimild til flutnings á aðsetri ríkisstofnana. Það vakti mikla athygli síðastliðið haust þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra, tilkynnti starfsmönnum Fiskistofu að flytja ætti stofnunina til Akureyrar nú í sumar. Mættu áform ráðherrans mikilli andstöðu starfsmönnum Fiskistofu auk þess sem ýmsir töldu ráðherra skorta lagaheimild til að flytja stofnunina. Að lokum fór það svo að málið var sett á ís og sagði Sigurður Ingi að flutningur Fiskistofu yrði ekki keyrður í gegn á þessu ári. Í yfirlýsingu sinni segja þó starfsmenn stofnunarinnar þetta: „Sá varnagli var settur í lögin á óhefta heimild ráðherra til flutnings stofnana, að hyggist viðkomandi ráðherra nýta sér valdheimildir sínar, þá verður hann að gefa Alþingi skýrslu áður en ákvörðun þar um verður tekin. Sá böggull fylgir þó skammrifi í umræddri lagasmíð að „skýrsluákvæðið“ tekur ekki gildi fyrr en 1. september 2015. Það þýðir að ráðherra kann að álykta að hann geti farið óhindrað fram í flutningi Fiskistofu til Akureyrar, innan þess tíma, taki hann ákvörðun þar um. Ráðherra hefur með bréfi til starfsmanna Fiskistofu 13. maí sl. sagt: „Aðrir núverandi starfsmenn stofnunarinnar [aðrir en fiskistofustjóri] sem starfa á höfuðborgarsvæðinu hafa val um starfsstöð milli Akureyrar og höfuðborgarsvæðisins.“ Vandséð er hvernig starfsemi stofnunarinnar verður háttað taki ráðherra ákvörðun um flutning hennar til Akureyrar, meðan flest allir núverandi starfsmenn starfa áfram á höfuðborgarsvæðinu. Starfsmenn Fiskistofu skora á ráðherra að hverfa alfarið frá áformum sínum um fyrirhugaðan flutning Fiskistofu. Það er mat starfsmanna Fiskistofu að ráðherra verði, hyggist hann nú taka ákvörðun um flutning Fiskistofu, að ígrunda vandlega ábendingar umboðsmanns Alþingis í áliti hans nr. 8181/2014 frá 22. apríl sl.“ Þá segir jafnframt í yfirlýsingunni að starfsmenn Fiskistofu hyggist mynda starfshóp „til að standa vörð um loforð ráðherra og vandaða stjórnsýsluhætti komi til flutnings höfuðstöðva Fiskistofu. Það er gert til að tryggja að staðið verði við yfirlýsingar ráðherra, varðandi réttmætar væntingar núverandi starfsmanna Fiskistofu, sem fram koma í bréfi hans 13. maí sl. Starfsmenn Fiskistofu ætla jafnframt með öllum ráðum að koma í veg fyrir að farið verði gegn fyrirheitum ráðherra, með þrýstingi eða sniðgöngu, um að núverandi starfsmenn stofnunarinnar hafi val um starfsstöð.“ Alþingi Tengdar fréttir Flutningur Fiskistofu ekki á áætlun Nær öruggt er að höfuðstöðvar Fiskistofu verði fluttar til Akureyrar fyrir 1.júlí eins og stefnt var að. Margir Sjálfstæðismenn hafa heitið því að berjast gegn því að sjávarútvegsráðherra fái heimild fyrir að flytja stofnunina. 15. janúar 2015 19:45 Starfsfólk þarf ekki norður Stofnunin verður flutt engu að síður og nýjar höfuðstöðvar verða nyrðra. 14. maí 2015 10:30 Vaxandi ótti meðal opinberra starfsmanna Óljósar yfirlýsingar um að flytja eigi fleiri stofnanir, og þar með opinbera starfsmenn, valda verulegu óöryggi í þeirra röðum. 15. júlí 2014 12:44 „Einhver vanhugsaðasta aðgerð sem ég man eftir“ Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, segir að það muni kosta meira en þrjár milljónir að þjálfa upp einn nýjan starfsmann á Fiskistofu ef núverandi starfsfólk flyst ekki með. 18. september 2014 13:30 Starfsmenn Fiskistofu afhentu ráðuneytinu áskorun: „Svona gerir maður ekki“ Fólkið skorar á ráðherrann að hætta við að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar. 1. desember 2014 13:03 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Starfsmenn Fiskistofu hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem breytingum á lögum um Stjórnarráð Íslands er mótmælt harðlega. Beinist gagnrýnin aðallega að því ákvæði laganna að ráðherra hafi óhefta heimild til flutnings á aðsetri ríkisstofnana. Það vakti mikla athygli síðastliðið haust þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra, tilkynnti starfsmönnum Fiskistofu að flytja ætti stofnunina til Akureyrar nú í sumar. Mættu áform ráðherrans mikilli andstöðu starfsmönnum Fiskistofu auk þess sem ýmsir töldu ráðherra skorta lagaheimild til að flytja stofnunina. Að lokum fór það svo að málið var sett á ís og sagði Sigurður Ingi að flutningur Fiskistofu yrði ekki keyrður í gegn á þessu ári. Í yfirlýsingu sinni segja þó starfsmenn stofnunarinnar þetta: „Sá varnagli var settur í lögin á óhefta heimild ráðherra til flutnings stofnana, að hyggist viðkomandi ráðherra nýta sér valdheimildir sínar, þá verður hann að gefa Alþingi skýrslu áður en ákvörðun þar um verður tekin. Sá böggull fylgir þó skammrifi í umræddri lagasmíð að „skýrsluákvæðið“ tekur ekki gildi fyrr en 1. september 2015. Það þýðir að ráðherra kann að álykta að hann geti farið óhindrað fram í flutningi Fiskistofu til Akureyrar, innan þess tíma, taki hann ákvörðun þar um. Ráðherra hefur með bréfi til starfsmanna Fiskistofu 13. maí sl. sagt: „Aðrir núverandi starfsmenn stofnunarinnar [aðrir en fiskistofustjóri] sem starfa á höfuðborgarsvæðinu hafa val um starfsstöð milli Akureyrar og höfuðborgarsvæðisins.“ Vandséð er hvernig starfsemi stofnunarinnar verður háttað taki ráðherra ákvörðun um flutning hennar til Akureyrar, meðan flest allir núverandi starfsmenn starfa áfram á höfuðborgarsvæðinu. Starfsmenn Fiskistofu skora á ráðherra að hverfa alfarið frá áformum sínum um fyrirhugaðan flutning Fiskistofu. Það er mat starfsmanna Fiskistofu að ráðherra verði, hyggist hann nú taka ákvörðun um flutning Fiskistofu, að ígrunda vandlega ábendingar umboðsmanns Alþingis í áliti hans nr. 8181/2014 frá 22. apríl sl.“ Þá segir jafnframt í yfirlýsingunni að starfsmenn Fiskistofu hyggist mynda starfshóp „til að standa vörð um loforð ráðherra og vandaða stjórnsýsluhætti komi til flutnings höfuðstöðva Fiskistofu. Það er gert til að tryggja að staðið verði við yfirlýsingar ráðherra, varðandi réttmætar væntingar núverandi starfsmanna Fiskistofu, sem fram koma í bréfi hans 13. maí sl. Starfsmenn Fiskistofu ætla jafnframt með öllum ráðum að koma í veg fyrir að farið verði gegn fyrirheitum ráðherra, með þrýstingi eða sniðgöngu, um að núverandi starfsmenn stofnunarinnar hafi val um starfsstöð.“
Alþingi Tengdar fréttir Flutningur Fiskistofu ekki á áætlun Nær öruggt er að höfuðstöðvar Fiskistofu verði fluttar til Akureyrar fyrir 1.júlí eins og stefnt var að. Margir Sjálfstæðismenn hafa heitið því að berjast gegn því að sjávarútvegsráðherra fái heimild fyrir að flytja stofnunina. 15. janúar 2015 19:45 Starfsfólk þarf ekki norður Stofnunin verður flutt engu að síður og nýjar höfuðstöðvar verða nyrðra. 14. maí 2015 10:30 Vaxandi ótti meðal opinberra starfsmanna Óljósar yfirlýsingar um að flytja eigi fleiri stofnanir, og þar með opinbera starfsmenn, valda verulegu óöryggi í þeirra röðum. 15. júlí 2014 12:44 „Einhver vanhugsaðasta aðgerð sem ég man eftir“ Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, segir að það muni kosta meira en þrjár milljónir að þjálfa upp einn nýjan starfsmann á Fiskistofu ef núverandi starfsfólk flyst ekki með. 18. september 2014 13:30 Starfsmenn Fiskistofu afhentu ráðuneytinu áskorun: „Svona gerir maður ekki“ Fólkið skorar á ráðherrann að hætta við að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar. 1. desember 2014 13:03 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Flutningur Fiskistofu ekki á áætlun Nær öruggt er að höfuðstöðvar Fiskistofu verði fluttar til Akureyrar fyrir 1.júlí eins og stefnt var að. Margir Sjálfstæðismenn hafa heitið því að berjast gegn því að sjávarútvegsráðherra fái heimild fyrir að flytja stofnunina. 15. janúar 2015 19:45
Starfsfólk þarf ekki norður Stofnunin verður flutt engu að síður og nýjar höfuðstöðvar verða nyrðra. 14. maí 2015 10:30
Vaxandi ótti meðal opinberra starfsmanna Óljósar yfirlýsingar um að flytja eigi fleiri stofnanir, og þar með opinbera starfsmenn, valda verulegu óöryggi í þeirra röðum. 15. júlí 2014 12:44
„Einhver vanhugsaðasta aðgerð sem ég man eftir“ Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, segir að það muni kosta meira en þrjár milljónir að þjálfa upp einn nýjan starfsmann á Fiskistofu ef núverandi starfsfólk flyst ekki með. 18. september 2014 13:30
Starfsmenn Fiskistofu afhentu ráðuneytinu áskorun: „Svona gerir maður ekki“ Fólkið skorar á ráðherrann að hætta við að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar. 1. desember 2014 13:03