Innlent

Par flutt á slysadeild eftir líkamsárás í Breiðholti

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Lögregla kom á svæðið eftir tilkynningu.
Lögregla kom á svæðið eftir tilkynningu. Vísir/Úr safni
Lögreglan í höfuðborginni rannsakar líkamsárás í Breiðholti sem varð á sjötta tímanum í gærdag. Málsatvik eru óljós og ekki er vitað um meiðsl. Par var flutt á slysadeild til aðhlynningar.

Í vesturbænum handtók lögregla mann í annarlegu ástandi sem reyndi að brjótast inn í Apótek. Búið var að brjóta rúðu og er maðurinn grunaður um að hafa gert það. Rætt verður við hann þegar ástand hans leyfir. Atvikið átti sér stað seint í gærkvöldi.

Þá stöðvaði lögregla á tug bíla vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. Þar af hafði einn ökumaðurinn ítrekað verið stöðvaður fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna; kona sem aldrei hafði hlotið ökuréttindi.

Tilkynnt var um innbrot og þjófnað á heimili í Hafnarfirði klukkan hálfsjö í gær. Tölvum var stolið af heimilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×