Erlent

Farþegavél hvarf í Indónesíu í nótt

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Vélin er frá flugfélaginu Trigana Air.
Vélin er frá flugfélaginu Trigana Air. Vísir/EPA
Leit stendur nú yfir að farþegaflugvél sem hvarf yfir Indónesíu í nótt með fimmtíu og fjórum innanborðs. Þar af fimm börn og fimm áhafnarmeðlimir.

Breska ríkisútvarpið greinir frá því að vélin hafi verið á leið frá Sentani flugvelli í Jayapura, höfuðborg Papúa, til borgarinnar Oksibil.  Um er að ræða ATR 42 flugvél á vegum flugfélagsins Trigana Air. Hún missti samband við flugumferðarstjórn klukkan sex í morgun að íslenskum tíma.

Að sögn talsmanns samgönguráðuneytis Indónesíu eru veður afar slæmt á svæðinu og skyggni lítið. Þetta er í fjórtánda sinn sem flugvél á vegum Trigana Air lendir í háska en flugslys eru nokkuð tíð hjá indónesískum flugfélögum. Í desember síðastliðnum létust hundrað níutíu ogtveir þegar farþegaþota AirAsia hrapaði yfir Jövuhafi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×