Fangelsismál í algjöru öngstræti Una Sighvatsdóttir skrifar 6. nóvember 2015 19:30 Nýtt fangelsi á Hólmsheiði verður afhent í byrjun næsta árs, en lítið sem ekkert fjármagn er til staðar til reksturs fangelsisins, samkvæmt því sem Páll Winkel fangelsismálastjóri segir í Fréttablaðinu í dag. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, skorar á innanríkisráðherra að leggja til aukið fé til fangelsismála í annarri umræðu fjárlaga. „Ég gladdist mjög að sjá hækkun í málaflokknum en svo kemur það í ljós við vinnslu fjárlagafrumvarpsins að þetta er aukning upp á 75 milljónir sem fara beint til borgarinnar í formi fasteignagjalda. Við sjáum bara að þetta er komið út í algjöra vitleysu,“ segir Vigdís. Hún er þó um leið gagnrýnin á byggingu fangelsisins á Hólmsheiði. „En þetta er kannski líka dæmigert um íslenska meðvirkni að byggja fangelsi fyrir langt yfir 2000 milljónir og svo þegar farið er að sjá fyrir lokin á því þá er ekkert fé til að borga starfsfólkinu til þeirrar starfsemi sem þar á að vera inni.“Páll Winkel fangelsismálastjóri.Vísir/AntonStarfsöryggi fangavarða í hættu Fangelsismálastjóri gagnrýnir í Fréttablaðinu í dag að pólitískan vilja skorti til að gera langtímaáætlun í fangelsismálum, því árangurinn sjáist ekki á einu kjörtímabili. Vigdís tekur undir með honum að umbóta sé þörf. Hún gagnrýnir forgangsröðun á fjárlögum og bendir á að auknu fé hafi verið veitt til dómsmála og rannsóknaraðila, en hafa verði í huga að afurðin af því lendi á fangelsismálastofnun og fangelsunum í landinu. „Ég er mjög velviljuð fyrir því að við setjum frekara fjármagn til reksturs fangelsana því ég tel að þetta sé komið að öryggismörkum núna, starfsöryggi fangavarða. Líka út af því að það er búið að loka tveimur fangelsum og það er að hlaðast upp mikill biðlisti til afplánunnar sem er í eðli sínu mannréttindabrot fyrir þá sem þurfa að taka út sína refsingu. Þannig að málaflokkurinn er kominn í algjört öngstræti.“ Tengdar fréttir Páll Winkel hefur íhugað að kæra mútur Starfsfólk Fangelsismálastofnunar er að segja upp vegna álags. Páll Winkel segir pólítískan vilja vanta til að bæta hryllilegt ástand í fangelsunum. Flestir fangar séu ágætis fólk en aðbúnaður þeirra sé til skammar. Nýting fangelsann 6. nóvember 2015 07:00 Páll Winkel: Við kerfiskallarnir getum ekki verið þekktir fyrir að rífast um ábyrgðina Þroskaheftur maður er í einangrun vegna gruns um fíkniefnasmygl. Tveir til fjórir fangar að jafnaði afplána í íslenskum fangelsum án þess að eiga neitt erindi inn á slíkar stofnanir. 31. október 2015 18:56 „Mannvonska“ að loka fólk með þroskahömlun og geðraskanir inni í fangelsum Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, segir að það þurfi sérstakt leyfi nefndar sem starfi innan heilbrigðisráðuneytisins til að beita fatlað fólk nauðung eða þvingunum 1. nóvember 2015 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Nýtt fangelsi á Hólmsheiði verður afhent í byrjun næsta árs, en lítið sem ekkert fjármagn er til staðar til reksturs fangelsisins, samkvæmt því sem Páll Winkel fangelsismálastjóri segir í Fréttablaðinu í dag. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, skorar á innanríkisráðherra að leggja til aukið fé til fangelsismála í annarri umræðu fjárlaga. „Ég gladdist mjög að sjá hækkun í málaflokknum en svo kemur það í ljós við vinnslu fjárlagafrumvarpsins að þetta er aukning upp á 75 milljónir sem fara beint til borgarinnar í formi fasteignagjalda. Við sjáum bara að þetta er komið út í algjöra vitleysu,“ segir Vigdís. Hún er þó um leið gagnrýnin á byggingu fangelsisins á Hólmsheiði. „En þetta er kannski líka dæmigert um íslenska meðvirkni að byggja fangelsi fyrir langt yfir 2000 milljónir og svo þegar farið er að sjá fyrir lokin á því þá er ekkert fé til að borga starfsfólkinu til þeirrar starfsemi sem þar á að vera inni.“Páll Winkel fangelsismálastjóri.Vísir/AntonStarfsöryggi fangavarða í hættu Fangelsismálastjóri gagnrýnir í Fréttablaðinu í dag að pólitískan vilja skorti til að gera langtímaáætlun í fangelsismálum, því árangurinn sjáist ekki á einu kjörtímabili. Vigdís tekur undir með honum að umbóta sé þörf. Hún gagnrýnir forgangsröðun á fjárlögum og bendir á að auknu fé hafi verið veitt til dómsmála og rannsóknaraðila, en hafa verði í huga að afurðin af því lendi á fangelsismálastofnun og fangelsunum í landinu. „Ég er mjög velviljuð fyrir því að við setjum frekara fjármagn til reksturs fangelsana því ég tel að þetta sé komið að öryggismörkum núna, starfsöryggi fangavarða. Líka út af því að það er búið að loka tveimur fangelsum og það er að hlaðast upp mikill biðlisti til afplánunnar sem er í eðli sínu mannréttindabrot fyrir þá sem þurfa að taka út sína refsingu. Þannig að málaflokkurinn er kominn í algjört öngstræti.“
Tengdar fréttir Páll Winkel hefur íhugað að kæra mútur Starfsfólk Fangelsismálastofnunar er að segja upp vegna álags. Páll Winkel segir pólítískan vilja vanta til að bæta hryllilegt ástand í fangelsunum. Flestir fangar séu ágætis fólk en aðbúnaður þeirra sé til skammar. Nýting fangelsann 6. nóvember 2015 07:00 Páll Winkel: Við kerfiskallarnir getum ekki verið þekktir fyrir að rífast um ábyrgðina Þroskaheftur maður er í einangrun vegna gruns um fíkniefnasmygl. Tveir til fjórir fangar að jafnaði afplána í íslenskum fangelsum án þess að eiga neitt erindi inn á slíkar stofnanir. 31. október 2015 18:56 „Mannvonska“ að loka fólk með þroskahömlun og geðraskanir inni í fangelsum Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, segir að það þurfi sérstakt leyfi nefndar sem starfi innan heilbrigðisráðuneytisins til að beita fatlað fólk nauðung eða þvingunum 1. nóvember 2015 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Páll Winkel hefur íhugað að kæra mútur Starfsfólk Fangelsismálastofnunar er að segja upp vegna álags. Páll Winkel segir pólítískan vilja vanta til að bæta hryllilegt ástand í fangelsunum. Flestir fangar séu ágætis fólk en aðbúnaður þeirra sé til skammar. Nýting fangelsann 6. nóvember 2015 07:00
Páll Winkel: Við kerfiskallarnir getum ekki verið þekktir fyrir að rífast um ábyrgðina Þroskaheftur maður er í einangrun vegna gruns um fíkniefnasmygl. Tveir til fjórir fangar að jafnaði afplána í íslenskum fangelsum án þess að eiga neitt erindi inn á slíkar stofnanir. 31. október 2015 18:56
„Mannvonska“ að loka fólk með þroskahömlun og geðraskanir inni í fangelsum Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, segir að það þurfi sérstakt leyfi nefndar sem starfi innan heilbrigðisráðuneytisins til að beita fatlað fólk nauðung eða þvingunum 1. nóvember 2015 20:00