Sinnepsgasi var beitt í stórskotaárás á þorpið Marea í norðurhluta Sýrlands í ágúst. Þetta segja sérfræðingar Efnavopnastofnunarinnar (OPCW) í óbirtri skýrslu. Vígamenn Íslamska ríkisins hafa verið sakaðir um að gera árásina.
Skýrsla OPCW hefur ekki verið birt enn, en niðurstöðum hennar hefur verið lekið til fjölmiðla. Læknar án landamæra sögðu á tíma árásarinnar að meðlimir fjögurra manna fjölskyldu hefði átt við öndunarerfiðleika að stríða eftir árásina og það þau hefðu fengið blöðrur um líkamann.
Í skýrslunni er ekki sagt til um hverjir beittu sinnepsgasinu, en heimildir Reuters herma að vígamenn ISIS hafi skotið á uppreisnarmenn sem héldu þorpinu.
Kúrdar hafa einnig haldið því fram að vígamenn ISIS hafi skotið sinnepsgasi á hermenn sína.

