Dæling sjávar úr Perlu hófst um klukkan níu í morgun. Ef allt gengur eftir má reikna með að skipið náist upp um þrjúleytið í dag.
Í samtali við Vísi sagði Gísli Gíslason hafnarstjóri að dælingin myndi taka um sex tíma ef að allt gengi að óskum. Unnið hafi verið að því sleitulaust í gærkvöldi að undirbúa dælinginua með því að þétta í öll möguleg göt.
„Það er vel að verki staðið ef Perla verður komin upp fyrir kaffitíma en menn eru auðvitað að læra á þetta sama tíma og menn eru að framkvæma,“ sagði Gísli.
Aðstæður eru góðar niður við höfn og hefur skutur Perlu lyft sér upp en beðið er eftir að stefnið fylgi.
Ástæður þess að Perla sökk á mánudag eru enn ókunnar en talið er líklegt að gleymst hafi að loka fyrir botnloka skipsins áður en það var sett á flot. Bakslag kom í björgun skipsins á miðvikudagskvöldið þegar gluggi brast í brúnni og sjór flæddi þar inn. Gærdagurinn var nýttur í undirbúning undir aðra tilraun til björgunar sem er nú hafin.
Dæling úr Perlu hafin

Tengdar fréttir

Sanddæluskipið Perla sökk í Reykjavíkurhöfn
Leki kom upp í sanddæluskipinu Perlu á ellefta tímanum í morgun og er það nú komið undir yfirborð sjávar.

Dæla þurfti sjó úr öðru skipi Björgunar
Gleymdist að loka fyrir botnloka.

Björgunarbáturinn losnaði ekki af Perlu
Ástæða þess er hluti af rannsókn Rannsóknarnefndar samgönguslysa.

Sjórinn flæddi inn í Perlu og dælurnar höfðu ekki undan
Bakslag kom í kvöld í björgun sanddæluskipsins Perlu af botni Reykjavíkurhafnar og var ákveðið laust fyrir klukkan ellefu að gera hlé á aðgerðum til morguns.