Parísarför borgarinnar eykur loftlagsvandann Kristján már Unnarsson skrifar 6. nóvember 2015 09:55 Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur við rætur Snæfellsjökuls. Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Losun á koltvísýring við að senda allt þetta fólk í þotum yfir hafið hefur sennilega meiri neikvæð áhrif en þau jákvæðu, sem af fundinum kemur,“ skrifar Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, í tilefni af frétt Eyjunnar í gær um að tólf manns muni fara út á vegum Reykjavíkurborgar á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París í byrjun næsta mánaðar. Haraldur, sem er einn af kunnustu jarðvísindamönnum þjóðarinnar, hefur birt fjölda pistla um hnattræna hlýnun og afleiðingar hennar á heimasíðu sinni og hann spyr: „Hvaða vit hafa oddvitar borgarstjórnarflokkanna á loftslagsbreytingum yfirleitt?“ Hann segir rausnarlegt af borginni að senda tólf manns til Parísar: „Ókeypis flug, fínt hótel, kokkteill, gaman, gaman! Þeir geta gert jólainnkaupin um leið í fínustu magazínum Parísar,“ segir Haraldur. „En bíðum nú við: hvað gerist ef allar borgir jarðar með 120 þúsund íbúa og fleiri senda álíka sendinefnd til Parísar? Einn fulltrúa á hverja tíu þúsund borgara jarðar? Er pláss fyrir milljón manns á fundinum? Og svo í viðbót kemur sendinefndin frá ráðuneytunum og umhverfisstofnunum,“ segir Haraldur Sigurðsson. Í frétt Eyjunnar í gær kom fram að oddvitar allra borgarstjórnarflokkanna muni sækja ráðstefnuna, þau Dagur B. Eggertsson borgarstjóri; Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar; S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar; Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata; Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, starfandi oddviti Framsóknar og flugvallarvina. Auk borgarfulltrúanna sex fari einnig út þau Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, og Hildur Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, á vegum umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar. Þá fari einnig út á vegum borgarinnar þau Ellý Katrín Guðmundsdóttir borgarritari, Ólöf Örvarsdóttir, sviðstjóri umhverfis- og skipulagssviðs, Hrönn Hrafnsdóttir, sérfræðingur í loftslagsmálum, og Pétur Ólafsson, aðstoðarmaður borgarstjóra. Kostnaður á hvern fulltrúa vegna ferðarinnar er sagður vera um það bil 260.000 krónur og heildarkostnaður vegna ferðarinnar því 3.120.000 krónur. Loftslagsmál Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
„Losun á koltvísýring við að senda allt þetta fólk í þotum yfir hafið hefur sennilega meiri neikvæð áhrif en þau jákvæðu, sem af fundinum kemur,“ skrifar Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, í tilefni af frétt Eyjunnar í gær um að tólf manns muni fara út á vegum Reykjavíkurborgar á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París í byrjun næsta mánaðar. Haraldur, sem er einn af kunnustu jarðvísindamönnum þjóðarinnar, hefur birt fjölda pistla um hnattræna hlýnun og afleiðingar hennar á heimasíðu sinni og hann spyr: „Hvaða vit hafa oddvitar borgarstjórnarflokkanna á loftslagsbreytingum yfirleitt?“ Hann segir rausnarlegt af borginni að senda tólf manns til Parísar: „Ókeypis flug, fínt hótel, kokkteill, gaman, gaman! Þeir geta gert jólainnkaupin um leið í fínustu magazínum Parísar,“ segir Haraldur. „En bíðum nú við: hvað gerist ef allar borgir jarðar með 120 þúsund íbúa og fleiri senda álíka sendinefnd til Parísar? Einn fulltrúa á hverja tíu þúsund borgara jarðar? Er pláss fyrir milljón manns á fundinum? Og svo í viðbót kemur sendinefndin frá ráðuneytunum og umhverfisstofnunum,“ segir Haraldur Sigurðsson. Í frétt Eyjunnar í gær kom fram að oddvitar allra borgarstjórnarflokkanna muni sækja ráðstefnuna, þau Dagur B. Eggertsson borgarstjóri; Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar; S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar; Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata; Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, starfandi oddviti Framsóknar og flugvallarvina. Auk borgarfulltrúanna sex fari einnig út þau Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, og Hildur Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, á vegum umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar. Þá fari einnig út á vegum borgarinnar þau Ellý Katrín Guðmundsdóttir borgarritari, Ólöf Örvarsdóttir, sviðstjóri umhverfis- og skipulagssviðs, Hrönn Hrafnsdóttir, sérfræðingur í loftslagsmálum, og Pétur Ólafsson, aðstoðarmaður borgarstjóra. Kostnaður á hvern fulltrúa vegna ferðarinnar er sagður vera um það bil 260.000 krónur og heildarkostnaður vegna ferðarinnar því 3.120.000 krónur.
Loftslagsmál Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira