Krefjast ekki 660 milljóna endurgreiðslu frá ríkinu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 7. janúar 2015 13:34 Þjóðkirkjan vill að ríkið borgi sóknargjöld í samræmi við lög. Agnes Sigurðardóttir er biskup og leiðtogi kirkjunnar. Vísir/Anton Í september staðfesti ríkisstjórnin tillögu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, þáverandi innanríkisráðherra, um að gert verði samkomulag á milli ráðuneyta og Þjóðkirkjunnar um að draga til baka skerðingu fjárframlaga til kirkjunnar umfram meðaltalsskerðingu stofnana sem heyra undir ráðuneytið.Samninga verður leitað við kirkjuna en leiðrétta á sóknargjöld allra trúfélaga.VísirÞví var ekki fylgt eftir í fjárlögum ársins þrátt fyrir að sóknargjöld til Þjóðkirkjunnar hækki um 101 milljón króna. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðkirkjunni vantar 70 milljónir til að tillaga innanríkisráðherra um leiðréttingu nái fram að ganga. Ekki er um að ræða endurgreiðslu aftur í tímann heldur áætlun um hvernig eigi að haga greiðslum sóknargjalda í samræmi við sóknargjöld og niðurskurð annarra stofnanna. Ef endurgreiða ætti skerðingu síðustu ára væri um að ræða um fjögurra milljarða króna endurgreiðslu.Nokkur hundruð milljónir Samkvæmt yfirliti í minnisblaði frá Kirkjuþingi var skerðing umfram meðaltal til Þjóðkirkjunnar 571 milljón króna á síðasta ári. Skerðingin til annarra trúfélaga nemur 92 milljónum króna. Samtals nemur það rúmum 663 milljónum króna.Ólöf segir að farið verði yfir málið í ráðuneytinu í janúar.Vísir/GVAStarfshópur innanríkisráðuneytisins leggur til að upphæðin verði dregin til baka á fjórum árum. Það gerir hækkun upp á 166 milljónir króna á ári, en þar af eiga 143 milljónir að renna til Þjóðkirkjunnar, eða um 86 prósent upphæðarinnar. Restin fer til annarra trúfélaga. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tjáði sig um málið við RÚV í vikunni þar sem hann sagði að kirkjan ætti að njóta þess umburðalyndis og fórnfýsi sem hún hefur sýnt á undanförnum árum. Ólöf Nordal innanríkisráðherra sagði við sama miðil að málið væri í vinnslu í ráðuneytinu. Taka þarf málið til umfjöllunar í þinginu áður en hægt er að hækka framlögin með þessum hætti. Fyrirhugað er að framlögin verði fjármögnuð með hærri sóknargjöldum.Hvað fær Þjóðkirkjan?Þjóðkirkjan fær í dag 1.508 milljónir króna úr ríkissjóði á ári og er með sértekjur upp á rúmar 223 milljónir. Samtals hefur kirkjan því úr 1.731 milljón króna að spila árlega. Þess til viðbótar greiðir ríkissjóður 262 milljónir í Kirkjumálasjóð og 72 milljónir í Kristnisjóð.Flestir Íslendingar tilheyra Þjóðkirkjunni.Vísir/DaníelKirkjan fær langstærstan hluta sóknargjalda greiddan til sín en allir landsmenn eldri en 16 ára greiða slík gjöld. Þjóðkirkjan er líka langstærsti söfnuður landsins en samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni eru 244.440 Íslendingar í kirkjunni, eða 75 prósent þjóðarinnar. Af þeim sem eru í kirkjunni greiða 191.455 sóknargjöld, þeir sem eru eldri en 16 ára, en samtals greiða 223.925 einstaklingar sóknargjöld. Hlutfall þeirra sem greiðir sóknargjöld og eru í þjóðkirkjunni eru því rúm 85 prósent, sem er tíu prósentustigum hærra hlutfall en hlutfall Þjóðkirkjumeðlima. Þjóðkirkjan fær því hærra hlutfall sóknargjalda en hlutfall þeirra sem eru í kirkjunni og greiða gjöldin vegna aldurssamsetningar félagsmanna.Staða kirkjunnar veikist Leiðréttingin á þessum umframniðurskurði gildir ekki bara um Þjóðkirkjuna heldur öll trú- og lífskoðunarfélög. Kirkjan er þó, eins og sést hér að ofan, í algjörri sérstöðu sem langstærsta trúfélag landsins. Mikil fækkun hefur þó átt sér stað í kirkjunni og hefur verið talað um fólksflótta. Hagstofan tekur saman upplýsingar um aðild fólks að trúfélögum.Vísir/StefánMeirihluti Íslendinga er þó sammála því að kirkjan eigi að njóta sérstakrar verndar í stjórnarskránni. Sá vilji kom skýrt fram í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012. Niðurstöðurnar voru á þá leið að 51,1 prósent vildu að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju en 38,3 prósent sögðu nei. Þrátt fyrir þetta eru fleiri sem segja sig úr Þjóðkirkjunni en í hana. Samkvæmt frétt Kjarnans frá því í haust gengu 542 fleiri einstaklingar úr Þjóðkirkjunni en í hana á tímabilinu 1. júlí til 30. september 2014. Það er framhald þróunar síðustu ára en frá apríl 2010 til júní 2014 hafa 13.145 hætt í kirkjunni.Samkvæmt Hagstofunni voru álíka margir í Þjóðkirkjunni um áramótin 2014 og 1998, eða um 450 færri nú en þá. Á sama tíma hefur Íslendingum fjölgað um 53 þúsund. Hlutfall Íslendinga í þjóðkirkjunni hefur því hrunið úr 90 prósent árið 1998 í 75 prósent á síðasta ári.Staða Hönnu Birnu hafði áhrif á gang málsins.Vísir/VilhelmLeiðir samtalið Þjóðkirkjan leiðir samtalið sem hefur átt sér stað á milli trúfélaga og ríkisins vegna stærðar sinnar. Engir formlegir samningafundir hafa átt sér stað vegna tillögunnar, þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi samþykkt í september að fara þá leið. Samkvæmt upplýsingum Vísis ræður þar miklu veik staða Hönnu Birnu undir lok ársins vegna lekamálsins. Málið náði hámæli síðastliðið haust þegar aðstoðarmaður hennar, Gísli Freyr Valdrósson, játaði að hafa lekið trúnaðargögnum úr ráðuneytinu til fjölmiðla. Nú hefur Ólöf, sem tók við af Hönnu Birnu, ákveðið að láta fara yfir tillögur nefndarinnar að nýju og verður svo tekin ákvörðun í kjölfarið af því. Í samtali við RÚV sagði Ólöf að niðurstöður yfirferðar ráðuneytisins væru væntanlegar í janúar. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Í september staðfesti ríkisstjórnin tillögu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, þáverandi innanríkisráðherra, um að gert verði samkomulag á milli ráðuneyta og Þjóðkirkjunnar um að draga til baka skerðingu fjárframlaga til kirkjunnar umfram meðaltalsskerðingu stofnana sem heyra undir ráðuneytið.Samninga verður leitað við kirkjuna en leiðrétta á sóknargjöld allra trúfélaga.VísirÞví var ekki fylgt eftir í fjárlögum ársins þrátt fyrir að sóknargjöld til Þjóðkirkjunnar hækki um 101 milljón króna. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðkirkjunni vantar 70 milljónir til að tillaga innanríkisráðherra um leiðréttingu nái fram að ganga. Ekki er um að ræða endurgreiðslu aftur í tímann heldur áætlun um hvernig eigi að haga greiðslum sóknargjalda í samræmi við sóknargjöld og niðurskurð annarra stofnanna. Ef endurgreiða ætti skerðingu síðustu ára væri um að ræða um fjögurra milljarða króna endurgreiðslu.Nokkur hundruð milljónir Samkvæmt yfirliti í minnisblaði frá Kirkjuþingi var skerðing umfram meðaltal til Þjóðkirkjunnar 571 milljón króna á síðasta ári. Skerðingin til annarra trúfélaga nemur 92 milljónum króna. Samtals nemur það rúmum 663 milljónum króna.Ólöf segir að farið verði yfir málið í ráðuneytinu í janúar.Vísir/GVAStarfshópur innanríkisráðuneytisins leggur til að upphæðin verði dregin til baka á fjórum árum. Það gerir hækkun upp á 166 milljónir króna á ári, en þar af eiga 143 milljónir að renna til Þjóðkirkjunnar, eða um 86 prósent upphæðarinnar. Restin fer til annarra trúfélaga. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tjáði sig um málið við RÚV í vikunni þar sem hann sagði að kirkjan ætti að njóta þess umburðalyndis og fórnfýsi sem hún hefur sýnt á undanförnum árum. Ólöf Nordal innanríkisráðherra sagði við sama miðil að málið væri í vinnslu í ráðuneytinu. Taka þarf málið til umfjöllunar í þinginu áður en hægt er að hækka framlögin með þessum hætti. Fyrirhugað er að framlögin verði fjármögnuð með hærri sóknargjöldum.Hvað fær Þjóðkirkjan?Þjóðkirkjan fær í dag 1.508 milljónir króna úr ríkissjóði á ári og er með sértekjur upp á rúmar 223 milljónir. Samtals hefur kirkjan því úr 1.731 milljón króna að spila árlega. Þess til viðbótar greiðir ríkissjóður 262 milljónir í Kirkjumálasjóð og 72 milljónir í Kristnisjóð.Flestir Íslendingar tilheyra Þjóðkirkjunni.Vísir/DaníelKirkjan fær langstærstan hluta sóknargjalda greiddan til sín en allir landsmenn eldri en 16 ára greiða slík gjöld. Þjóðkirkjan er líka langstærsti söfnuður landsins en samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni eru 244.440 Íslendingar í kirkjunni, eða 75 prósent þjóðarinnar. Af þeim sem eru í kirkjunni greiða 191.455 sóknargjöld, þeir sem eru eldri en 16 ára, en samtals greiða 223.925 einstaklingar sóknargjöld. Hlutfall þeirra sem greiðir sóknargjöld og eru í þjóðkirkjunni eru því rúm 85 prósent, sem er tíu prósentustigum hærra hlutfall en hlutfall Þjóðkirkjumeðlima. Þjóðkirkjan fær því hærra hlutfall sóknargjalda en hlutfall þeirra sem eru í kirkjunni og greiða gjöldin vegna aldurssamsetningar félagsmanna.Staða kirkjunnar veikist Leiðréttingin á þessum umframniðurskurði gildir ekki bara um Þjóðkirkjuna heldur öll trú- og lífskoðunarfélög. Kirkjan er þó, eins og sést hér að ofan, í algjörri sérstöðu sem langstærsta trúfélag landsins. Mikil fækkun hefur þó átt sér stað í kirkjunni og hefur verið talað um fólksflótta. Hagstofan tekur saman upplýsingar um aðild fólks að trúfélögum.Vísir/StefánMeirihluti Íslendinga er þó sammála því að kirkjan eigi að njóta sérstakrar verndar í stjórnarskránni. Sá vilji kom skýrt fram í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012. Niðurstöðurnar voru á þá leið að 51,1 prósent vildu að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju en 38,3 prósent sögðu nei. Þrátt fyrir þetta eru fleiri sem segja sig úr Þjóðkirkjunni en í hana. Samkvæmt frétt Kjarnans frá því í haust gengu 542 fleiri einstaklingar úr Þjóðkirkjunni en í hana á tímabilinu 1. júlí til 30. september 2014. Það er framhald þróunar síðustu ára en frá apríl 2010 til júní 2014 hafa 13.145 hætt í kirkjunni.Samkvæmt Hagstofunni voru álíka margir í Þjóðkirkjunni um áramótin 2014 og 1998, eða um 450 færri nú en þá. Á sama tíma hefur Íslendingum fjölgað um 53 þúsund. Hlutfall Íslendinga í þjóðkirkjunni hefur því hrunið úr 90 prósent árið 1998 í 75 prósent á síðasta ári.Staða Hönnu Birnu hafði áhrif á gang málsins.Vísir/VilhelmLeiðir samtalið Þjóðkirkjan leiðir samtalið sem hefur átt sér stað á milli trúfélaga og ríkisins vegna stærðar sinnar. Engir formlegir samningafundir hafa átt sér stað vegna tillögunnar, þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi samþykkt í september að fara þá leið. Samkvæmt upplýsingum Vísis ræður þar miklu veik staða Hönnu Birnu undir lok ársins vegna lekamálsins. Málið náði hámæli síðastliðið haust þegar aðstoðarmaður hennar, Gísli Freyr Valdrósson, játaði að hafa lekið trúnaðargögnum úr ráðuneytinu til fjölmiðla. Nú hefur Ólöf, sem tók við af Hönnu Birnu, ákveðið að láta fara yfir tillögur nefndarinnar að nýju og verður svo tekin ákvörðun í kjölfarið af því. Í samtali við RÚV sagði Ólöf að niðurstöður yfirferðar ráðuneytisins væru væntanlegar í janúar.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira