Erlent

Norður-kóreski herinn undirbýr sig undir stríð

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Hermenn hafa verið settir í viðbragðsstöðu á landamærunum.
Hermenn hafa verið settir í viðbragðsstöðu á landamærunum. Vísir/AFP
Norður-kóreski herinn er í viðbragðsstöðu eftir að herir Kóreuríkjanna tveggja skiptist á skotum í gær. Íbúum Suður-Kóreu megin við vesturhluta landamæranna var í gær skipað að yfirgefa svæðið. 

Stjórnvöld í kommúnistaríkinu í Norðri hafa gefið nágrönnum sínum sunnan landamæranna tveggja sólarhringa frest til að hætta að flytja áróður í gegnum hátalara sem staðsettir eru á landamærum ríkjanna tveggja.

Reglulega upp atvik sem þessi við vesturhluta landamæranna en Kóreustríðið, sem lauk árið 1953, endaði ekki með friðarsamningi heldur eingöngu vopnahlé. Er því í raun enn stríðsástanda á milli landanna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×