Bjórspa Kalda með útsýni yfir Hrísey Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. júní 2015 11:44 Agnes og Sigurður segja að gestum muni gefast færi á að svamla í bjór þegar heilsulindin opnar. Mynd/skjáskot Bjórspa bruggverksmiðjunnar Kalda á Árskógasandi, sem Vísir greindi frá hér á liðnu ári, verður áþreifanlegra með hverjum deginum en eigendur verksmiðjunnar hafa nú tryggt sér lóð fyrir starfsemi heilsulindarinnar. Þau Sigurður Bragi Ólafsson, yfirbruggari hjá Kalda, og Agnes Sigurðardóttir, eigandi Kalda, sögðu frá því í viðtali á sjónvarpsstöðinni N4 sem nú er aðgengilegt á vefsíðu stöðvarinnar. Þar útskýrðu þau hugmyndir sínar fyrir heilsulindina en þar mun fólki meðal annars gefast kostur á að bregða sér í bjórbað. Hugmynd eigenda Bruggsmiðjunnar gengur út á að sjór og Kaldi séu hitaðir í þar til gerðu kari. „Bjórinn er svo gríðarlega hollur fyrir húðina, og brugghúsið er við sjóinn, þannig að við munum nota hreinsaðan sjó og Kalda til að búa til spa-paradís,“ sagði Agnes Sigurðardóttir í samtali við Vísi í vetur. Bruggsmiðjan hefur framleitt Kalda frá árinu 2006.Hún segir að slíkar bjórheilsulindir séu þekktar víða í Evrópu, ekki síst í Tékklandi, og eru þá oftar en ekki í tengslum við brugghús eða verksmiðjur eins og þeirri sem Kaldi rekur í Eyjafirði. Hún segir að fyrirhugað sé að reisa um 400 fermetra bjálkahús sem annars vegar samanstæði af fyrrnefndri bjórheilsulind og hins vegar af veitingastofu. Agnes tekur fram að fyrirtækið hafi alltaf verið byggt upp í smáum skrefum og að skynsemin verði áfram höfð að leiðarljósi. Bruggsmiðjan var stofnuð í desember 2005 og hagnaður af rekstri hennar nam tæpum 40 milljónum króna á síðasta ári. „Við fáum hingað gríðarlega mikið af gestum en það vantar meiri afþreyingu á staðinn og því ætlum við að fara í þessar framkvæmdir.“ „Það er enginn lygi og kannski klisja að segja það en bjór hefur rosa góð áhrif á bæði innri og ytra byrði líkamans,” sagði Sigurður í samtali við N4 en viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Ætla að opna bjórspa og brugga 36% meira Eigendur Bruggsmiðjunnar Kalda ætla að opna bjórspa og veitingastað í Eyjafirði. Framleiðsla brugghússins verður aukin um 36 prósent en fyrirtækið framleiðir um 550 þúsund lítra af bjór á ári. 5. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Bjórspa bruggverksmiðjunnar Kalda á Árskógasandi, sem Vísir greindi frá hér á liðnu ári, verður áþreifanlegra með hverjum deginum en eigendur verksmiðjunnar hafa nú tryggt sér lóð fyrir starfsemi heilsulindarinnar. Þau Sigurður Bragi Ólafsson, yfirbruggari hjá Kalda, og Agnes Sigurðardóttir, eigandi Kalda, sögðu frá því í viðtali á sjónvarpsstöðinni N4 sem nú er aðgengilegt á vefsíðu stöðvarinnar. Þar útskýrðu þau hugmyndir sínar fyrir heilsulindina en þar mun fólki meðal annars gefast kostur á að bregða sér í bjórbað. Hugmynd eigenda Bruggsmiðjunnar gengur út á að sjór og Kaldi séu hitaðir í þar til gerðu kari. „Bjórinn er svo gríðarlega hollur fyrir húðina, og brugghúsið er við sjóinn, þannig að við munum nota hreinsaðan sjó og Kalda til að búa til spa-paradís,“ sagði Agnes Sigurðardóttir í samtali við Vísi í vetur. Bruggsmiðjan hefur framleitt Kalda frá árinu 2006.Hún segir að slíkar bjórheilsulindir séu þekktar víða í Evrópu, ekki síst í Tékklandi, og eru þá oftar en ekki í tengslum við brugghús eða verksmiðjur eins og þeirri sem Kaldi rekur í Eyjafirði. Hún segir að fyrirhugað sé að reisa um 400 fermetra bjálkahús sem annars vegar samanstæði af fyrrnefndri bjórheilsulind og hins vegar af veitingastofu. Agnes tekur fram að fyrirtækið hafi alltaf verið byggt upp í smáum skrefum og að skynsemin verði áfram höfð að leiðarljósi. Bruggsmiðjan var stofnuð í desember 2005 og hagnaður af rekstri hennar nam tæpum 40 milljónum króna á síðasta ári. „Við fáum hingað gríðarlega mikið af gestum en það vantar meiri afþreyingu á staðinn og því ætlum við að fara í þessar framkvæmdir.“ „Það er enginn lygi og kannski klisja að segja það en bjór hefur rosa góð áhrif á bæði innri og ytra byrði líkamans,” sagði Sigurður í samtali við N4 en viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Ætla að opna bjórspa og brugga 36% meira Eigendur Bruggsmiðjunnar Kalda ætla að opna bjórspa og veitingastað í Eyjafirði. Framleiðsla brugghússins verður aukin um 36 prósent en fyrirtækið framleiðir um 550 þúsund lítra af bjór á ári. 5. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Ætla að opna bjórspa og brugga 36% meira Eigendur Bruggsmiðjunnar Kalda ætla að opna bjórspa og veitingastað í Eyjafirði. Framleiðsla brugghússins verður aukin um 36 prósent en fyrirtækið framleiðir um 550 þúsund lítra af bjór á ári. 5. nóvember 2014 07:00