Fimm ráðherrar verið erlendis fyrir samtals 66 milljónir króna Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. júní 2015 08:45 Ráðherrarnir sem um ræðir. Þrír ráðherrar, mennta- og menningarmálaráðherra, innanríkisráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra, svöruðu í gær fyrirspurnum Katrínar Júlíusdóttur um hve lengi þeir hafa verið erlendis á vegum ráðuneytisins það sem af er kjörtímabili. Af ráðherrunum þremur hefur Illugi Gunnarsson verið mest á faraldsfæti. Illugi hefur alls verið 68 daga erlendis það sem af er en tvær lengstu ferðirnar hans tóku níu daga. Sú fyrri var opinber heimsókn ráðherrans til Kína í marsmánuði og ferð í apríl sem sameinaði ferð á MR-K fund í Færeyjum, til Jerevan vegna formennsku Íslands í Bologna samstarfinu og ferð á kvikmyndahátíðina í Cannes. Ferð Illuga á vetrarólympíuleikana í Sochi tók átta daga. Kostnaður vegna ferða hans nam rúmum 15,3 milljónum króna. Ólöf Nordal tók við innanríkisráðherrastólnum af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í lok síðasta árs en í svarinu koma fram ferðir beggja ráðherra. Hanna Birna ferðaðist í alls 45 daga á meðan embættisstíð hennar stóð en Ólöf hefur verið ellefu daga á flakki.Utanlandsferðir þriggja ráðherra á kjörtímabilinu | Create infographics Kostnaður við ferðirnar nemur samtals tæpum 12,7 milljónum en þar af á Ólöf þrjár milljónir. Lengsta ferðin var ferð Ólafar á alþjóðlega hamfararáðstefnu í Sendai í Japan sem hún fór í að beiðni forsætisráðherra. Sú ferð tók átta daga og kostaði ríflega tvær milljónir. Eygló Harðardóttir hefur alls verið 38 daga erlendis og hafa ferðir hennar og fylgdarmanna hennar kostað ríflega níu og hálfa milljón. Hún er eini ráðherrann sem tiltekur nákvæmlega á hvaða tímabili ferðirnar áttu sér stað og er hægt að sjá kostnað við ferðirnar sundurliðaðan eftir árum. Lengstu ferðir hennar eru á árlegan kvennafund Sameinuðu Þjóðanna en þær taka viku. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Sigmundur Davíð Gunnlagusson, forsætisráðherra, svöruðu svipuðum fyrirspurnum fyrir skemmstu. Í svari Sigmundar kom fram að hann hefði verið 62 daga erlendis og kostnaður hefði numið tæpum 17 milljónum króna en kostnaður við ferðir Sigurðar Inga voru rúmar 11,7 milljónir við 48 daga. Samtals hafa ráðherrarnir þrír því verið 272 daga á erlendri grund og kostnaður við ferðirnar nemur 66.180.450 krónum. Hægt er að sjá graf með upplýsingum um ferðir ráðherranna hér að neðan. Alþingi Tengdar fréttir Tæpum 36 milljónum varið í ráðherrabíla á kjörtímabilinu Utanríkisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafa fengið nýja bíla. 10. júní 2015 16:17 Segist ekki vita hvaðan fulltrúar Orku Energy flugu til Kína Aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar segir fulltrúa fyrirtækisins ekki hafa verið hluti af opinberri sendinefnd Íslands. 27. apríl 2015 21:00 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þrír ráðherrar, mennta- og menningarmálaráðherra, innanríkisráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra, svöruðu í gær fyrirspurnum Katrínar Júlíusdóttur um hve lengi þeir hafa verið erlendis á vegum ráðuneytisins það sem af er kjörtímabili. Af ráðherrunum þremur hefur Illugi Gunnarsson verið mest á faraldsfæti. Illugi hefur alls verið 68 daga erlendis það sem af er en tvær lengstu ferðirnar hans tóku níu daga. Sú fyrri var opinber heimsókn ráðherrans til Kína í marsmánuði og ferð í apríl sem sameinaði ferð á MR-K fund í Færeyjum, til Jerevan vegna formennsku Íslands í Bologna samstarfinu og ferð á kvikmyndahátíðina í Cannes. Ferð Illuga á vetrarólympíuleikana í Sochi tók átta daga. Kostnaður vegna ferða hans nam rúmum 15,3 milljónum króna. Ólöf Nordal tók við innanríkisráðherrastólnum af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í lok síðasta árs en í svarinu koma fram ferðir beggja ráðherra. Hanna Birna ferðaðist í alls 45 daga á meðan embættisstíð hennar stóð en Ólöf hefur verið ellefu daga á flakki.Utanlandsferðir þriggja ráðherra á kjörtímabilinu | Create infographics Kostnaður við ferðirnar nemur samtals tæpum 12,7 milljónum en þar af á Ólöf þrjár milljónir. Lengsta ferðin var ferð Ólafar á alþjóðlega hamfararáðstefnu í Sendai í Japan sem hún fór í að beiðni forsætisráðherra. Sú ferð tók átta daga og kostaði ríflega tvær milljónir. Eygló Harðardóttir hefur alls verið 38 daga erlendis og hafa ferðir hennar og fylgdarmanna hennar kostað ríflega níu og hálfa milljón. Hún er eini ráðherrann sem tiltekur nákvæmlega á hvaða tímabili ferðirnar áttu sér stað og er hægt að sjá kostnað við ferðirnar sundurliðaðan eftir árum. Lengstu ferðir hennar eru á árlegan kvennafund Sameinuðu Þjóðanna en þær taka viku. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Sigmundur Davíð Gunnlagusson, forsætisráðherra, svöruðu svipuðum fyrirspurnum fyrir skemmstu. Í svari Sigmundar kom fram að hann hefði verið 62 daga erlendis og kostnaður hefði numið tæpum 17 milljónum króna en kostnaður við ferðir Sigurðar Inga voru rúmar 11,7 milljónir við 48 daga. Samtals hafa ráðherrarnir þrír því verið 272 daga á erlendri grund og kostnaður við ferðirnar nemur 66.180.450 krónum. Hægt er að sjá graf með upplýsingum um ferðir ráðherranna hér að neðan.
Alþingi Tengdar fréttir Tæpum 36 milljónum varið í ráðherrabíla á kjörtímabilinu Utanríkisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafa fengið nýja bíla. 10. júní 2015 16:17 Segist ekki vita hvaðan fulltrúar Orku Energy flugu til Kína Aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar segir fulltrúa fyrirtækisins ekki hafa verið hluti af opinberri sendinefnd Íslands. 27. apríl 2015 21:00 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Tæpum 36 milljónum varið í ráðherrabíla á kjörtímabilinu Utanríkisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafa fengið nýja bíla. 10. júní 2015 16:17
Segist ekki vita hvaðan fulltrúar Orku Energy flugu til Kína Aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar segir fulltrúa fyrirtækisins ekki hafa verið hluti af opinberri sendinefnd Íslands. 27. apríl 2015 21:00