Níu ára einhverfur drengur skilinn eftir á bílaplani af ferðaþjónustu fatlaðra Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 22. september 2015 19:15 Ferðaþjónusta fatlaðra skildi níu ára gamlan einhverfan dreng eftir á bílaplani við matvöruverslun í nágrenni við heimili hans í síðustu viku, í stað þess að honum væri ekið beint heim eftir skóla. Framkvæmdastjóri Strætó segir ástæðuna að skráningu um drenginn hafi verið ábótavant í kerfi ferðaþjónustunnar. Jafet getur ekki gengið í venjulegan grunnskóla heldur er hann í Vogaskóla þar sem er sérstök einhverfudeild. Til að komast í og úr skóla frá heimili sínu í Árbæ nýtir hann sér ferðaþjónustu fatlaðra. Í gögnum Strætó stendur skýrt að aka eigi drengum til og frá heimili hans, enda hefur hann aldrei fyrr verið keyrður á vitlausan stað. Atvikið tók nokkuð á drenginn en á ferðalaginu týndi hann síma sem hann hafði nýlega fengið. Bílstjórinn sem keyrði Jafet viðurkennir að hafa látið hann út á planinu við Krónuna, en segist hafa séð hann ganga inn um dyrnar heima hjá sér. Á myndum sem Stöð 2 tók í dag sést þó að nánast ómögulegt sé að bílstjórinn hafi séð drenginn fara inn til sín frá bílastæðinu á Krónunni. Raunar hefði hann þurft að fylgja honum langleiðina heim til að sjá hann fara inn um dyrnar. „Hann segist hafa séð hann ganga inn um dyrnar. Og samkvæmt okkar skráningum þá eru engar sérstakar skráningar um þennan aðila. Það var ekkert um að hann ætti að fara í hendurnar á einhverjum fylgdarmanni eða forráðamanni. En við höfum lagt á það áherslu við bílstjóra að krakkar séu helst ekki látnir af hendi nema einhver taki á móti þeim,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, En liggur ekki ljóst fyrir að það þurfi að skutla börnum bara heim að dyrum? „Jújú, það má svo sem segja það ef það er hægt. En sem betur fer er hann þó ekki meira einhverfur en það að hann getur þó allavega ratað heim,“ segir Jóhannes. Ljóst er þó að drengnum var ekið á vitlausan stað. „En nú er búið að bæta úr þessu þannig að þetta kemur ekki fyrir aftur,“ segir Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó. Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
Ferðaþjónusta fatlaðra skildi níu ára gamlan einhverfan dreng eftir á bílaplani við matvöruverslun í nágrenni við heimili hans í síðustu viku, í stað þess að honum væri ekið beint heim eftir skóla. Framkvæmdastjóri Strætó segir ástæðuna að skráningu um drenginn hafi verið ábótavant í kerfi ferðaþjónustunnar. Jafet getur ekki gengið í venjulegan grunnskóla heldur er hann í Vogaskóla þar sem er sérstök einhverfudeild. Til að komast í og úr skóla frá heimili sínu í Árbæ nýtir hann sér ferðaþjónustu fatlaðra. Í gögnum Strætó stendur skýrt að aka eigi drengum til og frá heimili hans, enda hefur hann aldrei fyrr verið keyrður á vitlausan stað. Atvikið tók nokkuð á drenginn en á ferðalaginu týndi hann síma sem hann hafði nýlega fengið. Bílstjórinn sem keyrði Jafet viðurkennir að hafa látið hann út á planinu við Krónuna, en segist hafa séð hann ganga inn um dyrnar heima hjá sér. Á myndum sem Stöð 2 tók í dag sést þó að nánast ómögulegt sé að bílstjórinn hafi séð drenginn fara inn til sín frá bílastæðinu á Krónunni. Raunar hefði hann þurft að fylgja honum langleiðina heim til að sjá hann fara inn um dyrnar. „Hann segist hafa séð hann ganga inn um dyrnar. Og samkvæmt okkar skráningum þá eru engar sérstakar skráningar um þennan aðila. Það var ekkert um að hann ætti að fara í hendurnar á einhverjum fylgdarmanni eða forráðamanni. En við höfum lagt á það áherslu við bílstjóra að krakkar séu helst ekki látnir af hendi nema einhver taki á móti þeim,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, En liggur ekki ljóst fyrir að það þurfi að skutla börnum bara heim að dyrum? „Jújú, það má svo sem segja það ef það er hægt. En sem betur fer er hann þó ekki meira einhverfur en það að hann getur þó allavega ratað heim,“ segir Jóhannes. Ljóst er þó að drengnum var ekið á vitlausan stað. „En nú er búið að bæta úr þessu þannig að þetta kemur ekki fyrir aftur,“ segir Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó.
Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira