Erlent

Innanríkisráðherrar ESB-ríkja samþykkja áætlun um skiptingu flóttafólks

Atli Ísleifsson skrifar
Johanna Mikl-Leitner, innanríkisráðherra Austurríkis og Thomas de Maiziere, innanríkisráðherra Þýskalands, á fundinum í Brussel fyrr í dag.
Johanna Mikl-Leitner, innanríkisráðherra Austurríkis og Thomas de Maiziere, innanríkisráðherra Þýskalands, á fundinum í Brussel fyrr í dag. Vísir/AFP
Innanríkisráðherrar aðildarríkja ESB-ríkja hafa samþykkt áætlun um skiptingu 120 þúsund flóttamanna milli aðildarríkjanna á næstu tveimur árum. Tillagan var samþykkt með auknum meirihluta í ráðherraráðinu, en fjögur aðildarríkja greiddu atkvæði gegn tillögunni.

Í frétt BBC segir að tillagan feli í sér að flóttamenn verði fluttir frá Ítalíu, Grikklandi og Ungverjalandi til annarra ríkja í álfunni.

Óvanalegt er að mál sem þetta – sem snertir fullveldi ríkja – sé afgreitt með auknum meirihluta í ráðinu, en ekki samhljóða.

Rúmenía, Tékkland, Slóvakía og Ungverjalandi greiddu atkvæði gegn tillögunni og Finnland sat hjá. Pólland, sem áður hafði sagst greiða atkvæði gegn tillögunni, samþykkti hana.

Leiðtogaráð sambandsins mun koma saman til fundar síðdegis á morgun til að ræða málefni flóttafólks og áætlunina sem samþykkt var.

Sameinuðu þjóðirnar áætla að 480 þúsund flóttamenn hafi komið sjóleiðina til Evrópu það sem af er ári.


Tengdar fréttir

Öll hjálp frá Íslandi myndi skipta máli

Fari svo að Ísland bjóði til sín kvótaflóttafólki verða þeir líklega valdir úr hópi sýrlenskra flóttamanna í Líbanon. Tveir íslenskir þingmenn kynntu sér stöðu mála í Líbanon og segja flóttamenn þar afar vonlitla.

Fimmtíu sóttu um hæli á Íslandi í ágúst

Forsætisráðherra telur að fjöldi hælisleitenda muni tvöfaldast í ár. Fimmtíu sóttu um hæli í ágúst og fjöldinn er að verða svipaður í þessum mánuði. Yfir hundrað fá stöðu flóttamanns í ár.

Segja flóttamennina ógna Evrópu

Ungverska hernum hefur verið veitt aukið vald gegn flóttafólki sem reynir að komast ólöglega til landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×