Fíkniefnastefna stjórnvalda mótuð fyrir ráðstefnu S.Þ. Heimir Már Pétursson skrifar 23. maí 2015 19:00 Ný samtök um skaðaminnkun í fíkniefnamálum, Frú Laufey, voru stofnuð í gær, en talskona þeirra sagði á fundi með fyrrverandi forseta Sviss í dag að skilaboð hennar væru mikilvægt innlegg í umræðuna. Formaður nefndar heilbrigðisráðherra um fíkniefnastefnuna segir mikilvægt að Ísland móti nýja stefnu fyrir ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna á næsta ári. Ruth Dreifuss fyrrverandi innanríkisráðherra og forseti Sviss og sendiboði Alþjóðanefndar um stefnuna í fíkniefnamálum hóf heimsókn sína til Íslands með viðtali í Íslandi í dag á fimmtudag. Viðtalið má sjá hér. Hún hefur síðan átt fundi með heilbrigðisráðherra og innanríkisráðherra en í dag flutti hún erindi á opnum fundi í Odda Háskóla Íslands. Umræðan um fíkniefnamálin í heiminum hefur breyst og sú umræða hefur náð til Íslands. Fjöldi manns mætti til að hlusta á Ruth Dreifuss í Odda í dag þar sem fram kom greinilegur áhugi á að breyta stefnunni í þessum málum. Undanfarin fimm ár hefur frú Ragnheiður þjónað sprautuefnaneytendum en í gær voru samtökin frú Laufey stofnuð til að vinna að skaðaminnkun í samfélaginu. „Þetta er fagfólk sem vill láta enn frekar til sín taka og huga að því að efla þessa þjónustu. Samþætta heilbrigðis- og velferðarkerfið og gera það að verkum að við getum búið til heilstæða þjónustu fyrir einstaklinga sem þurfa á þvi að halda. Sem verða fyrir skaða vegna vímuefnanotkunar,“ segir Helga Sif Friðjónsdóttir doktor í geðhjúkrunarfræði og einn stofnenda Frú Laufeyjar. Helgi Gunnlaugsson prófessor í afbrotafræði tók ásamt henni og Borgari Þór Einarssyni formanni nefndar heilbrigðisráðherra um endurskoðun stefnunar í fíkniefnamálum þátt í pallborði með Ruth Dreifuss að loknu erindi hennar í Odda í dag. „Það má segja að Íslendingar hafi fylgt raunverulega þeirri stefnu sem hefur verið víðast hvar ríkjandi. Sem er leið refsivandarins gagnvart þessum vanda,“ segir Helgi. Dreifuss bendi á nauðsyn þess að endurskilgreina fíkniefnavandann sem heilbrigðis- og félagsmál. „Ég held að þetta séu sjónarmið sem við verðum að taka til greina með einhverjum hætti. Reyna að einhverju leyti að hafa hughrekki til að skoða þessi mál á nýjan leik. Þá kannski sérstaklega hvað snertir refsingu á einstaklingum fyrir vörslu og neyslu á þessum efnum,“ segir Helgi. Nú er starfandi nefndsérfræðinga á vegum heilbrigðisráðherra um endurskoðun stefnu íslenskra stjórvalda sem skilar af sér í haust en nefndin hefur þegar lagt til að hún muni starfa áfram í anda réttarfarsnefndar, ráðuneytinu og Alþingi til ráðgjafnar. En á næsta ári verður stór ráðstefna á vegum Sameinuðu þjóðanna um þessi mál. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að við komum þar með einhverja skoðun á málinu. Það er hluti af því sem nefndin er að gera, að undirbúa stefnu sem íslensk stjórnvöld munu hafa í þessu máli og hvoru megin línunnar við ætlum að standa,“ segir Borgar Þór. Alþingi Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Fleiri fréttir Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Ný samtök um skaðaminnkun í fíkniefnamálum, Frú Laufey, voru stofnuð í gær, en talskona þeirra sagði á fundi með fyrrverandi forseta Sviss í dag að skilaboð hennar væru mikilvægt innlegg í umræðuna. Formaður nefndar heilbrigðisráðherra um fíkniefnastefnuna segir mikilvægt að Ísland móti nýja stefnu fyrir ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna á næsta ári. Ruth Dreifuss fyrrverandi innanríkisráðherra og forseti Sviss og sendiboði Alþjóðanefndar um stefnuna í fíkniefnamálum hóf heimsókn sína til Íslands með viðtali í Íslandi í dag á fimmtudag. Viðtalið má sjá hér. Hún hefur síðan átt fundi með heilbrigðisráðherra og innanríkisráðherra en í dag flutti hún erindi á opnum fundi í Odda Háskóla Íslands. Umræðan um fíkniefnamálin í heiminum hefur breyst og sú umræða hefur náð til Íslands. Fjöldi manns mætti til að hlusta á Ruth Dreifuss í Odda í dag þar sem fram kom greinilegur áhugi á að breyta stefnunni í þessum málum. Undanfarin fimm ár hefur frú Ragnheiður þjónað sprautuefnaneytendum en í gær voru samtökin frú Laufey stofnuð til að vinna að skaðaminnkun í samfélaginu. „Þetta er fagfólk sem vill láta enn frekar til sín taka og huga að því að efla þessa þjónustu. Samþætta heilbrigðis- og velferðarkerfið og gera það að verkum að við getum búið til heilstæða þjónustu fyrir einstaklinga sem þurfa á þvi að halda. Sem verða fyrir skaða vegna vímuefnanotkunar,“ segir Helga Sif Friðjónsdóttir doktor í geðhjúkrunarfræði og einn stofnenda Frú Laufeyjar. Helgi Gunnlaugsson prófessor í afbrotafræði tók ásamt henni og Borgari Þór Einarssyni formanni nefndar heilbrigðisráðherra um endurskoðun stefnunar í fíkniefnamálum þátt í pallborði með Ruth Dreifuss að loknu erindi hennar í Odda í dag. „Það má segja að Íslendingar hafi fylgt raunverulega þeirri stefnu sem hefur verið víðast hvar ríkjandi. Sem er leið refsivandarins gagnvart þessum vanda,“ segir Helgi. Dreifuss bendi á nauðsyn þess að endurskilgreina fíkniefnavandann sem heilbrigðis- og félagsmál. „Ég held að þetta séu sjónarmið sem við verðum að taka til greina með einhverjum hætti. Reyna að einhverju leyti að hafa hughrekki til að skoða þessi mál á nýjan leik. Þá kannski sérstaklega hvað snertir refsingu á einstaklingum fyrir vörslu og neyslu á þessum efnum,“ segir Helgi. Nú er starfandi nefndsérfræðinga á vegum heilbrigðisráðherra um endurskoðun stefnu íslenskra stjórvalda sem skilar af sér í haust en nefndin hefur þegar lagt til að hún muni starfa áfram í anda réttarfarsnefndar, ráðuneytinu og Alþingi til ráðgjafnar. En á næsta ári verður stór ráðstefna á vegum Sameinuðu þjóðanna um þessi mál. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að við komum þar með einhverja skoðun á málinu. Það er hluti af því sem nefndin er að gera, að undirbúa stefnu sem íslensk stjórnvöld munu hafa í þessu máli og hvoru megin línunnar við ætlum að standa,“ segir Borgar Þór.
Alþingi Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Fleiri fréttir Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira