Lífið

Þjóðhátíðarlagið verður frumflutt á morgun í beinni á FM957

Stefán Árni Pálsson skrifar
FM verður á Þjóðhátíð í sumar.
FM verður á Þjóðhátíð í sumar.
Saga FM957 og Þjóðahátíðar hefur lengi verið samofin enda margir vinsælustu tónlistarmenn stöðvarinnar sem koma fram á Þjóðhátíð hverju sinni.

Þjóðhátíð hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem ein allra vinsælasta útihátíð landsins og fólk ætti ekki að vera fyrir vonbrigðum með þá tónlistarveislu

sem mun verða í dalnum í ár, en fram koma; FM957blö, Sálin hans Jóns míns, Amabadama, Páll Óskar, Júníus Mayvant, Land & Synir að ógleymdum Ingó sem á eftir að stýra Brekkusöngnum.

Dagskrárgerðarmenn FM957 verða á Þjóðhátíð og ætla færa stemminguna beint til hlustenda.

Við hefjum stemmninguna fyrir Þjóðahátið með að frumflytja Þjóðhátíðarlagið í ár sem er samið og flutt af Sálinni hans Jóns míns. Frumflutningurinn verður á FM957 föstudaginn 12. júní kl. 10:15.

Í framhaldi af þessu mun FM957 vera með ýmsar uppákomur tengdar Þjóðhátíð og munu hlustendur meðal annars geta unnið sér inn miða í dalinn í allt sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×