Sterkir bakhjarlar Silicor Materials Ingvar Garðarsson skrifar 11. júní 2015 07:00 Nú er í undirbúningi uppbygging sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga, sem er stærsta fjárfesting á Íslandi frá því ráðist var í byggingu álversins á Reyðarfirði. Þetta verkefni er hins vegar gjörólíkt; annars vegar er það fyrsta stóra verkefnið á sviði hátækniiðnaðar hér á landi og hins vegar verður verksmiðjan umhverfisvæn. Það hefur því verið áhugavert að fylgjast með umræðu um verkefnið að undanförnu. Þar hafa komið fram eðlilegar spurningar sem bæði varða umhverfisáhrif verksmiðjunnar en einnig illa grundvallaðar vangaveltur um áreiðanleika fyrirtækisins og verkefnisins.Umhverfisvæn verksmiðja Bæði opinberar eftirlitsstofnanir og virtir ráðgjafar á sviði umhverfismála hafa eytt öllum efasemdum um umhverfisáhrif verksmiðjunnar með því að staðfesta að hún verði umhverfisvæn og að hún falli vel að kröfum Íslendinga í þeim efnum. Þegar það lá fyrir fór umræðan að snúast um að efast um fyrirtækið Silicor Materials. Hefur þar verið talað um dökka fortíð fyrirtækisins, rætt er um kennitöluflakk og jafnvel ýjað að því að fyrirtækið hafi þurft að flýja Norður-Ameríku. Slíkur málflutningur stenst hins vegar enga skoðun.„Enn á sömu kennitölunni“ Á heimasíðu Silicor er saga fyrirtækisins rakin. Þar kemur fram að fyrirtækið byggir á grunni tveggja fyrirtækja sem runnu saman undir nýju nafni eins og algengt er þegar tvö fyrirtæki renna saman. Engu að síður hefur verið reynt að gera það tortryggilegt að fyrirtækið hafi tekið upp nýtt nafn við samrunann þrátt fyrir að það sé alvanalegt að slíkt sé gert, bæði á Íslandi og annars staðar. Félagið er „enn á sömu kennitölunni“ þrátt fyrir nafnabreytingar. Á heimasíðunni kemur einnig fram að vegna viðskiptastríðs á milli Bandaríkjanna og Kína þurfti fyrirtækið að leita að stað utan Norður-Ameríku fyrir verksmiðju sína þar sem helsti markaðurinn fyrir framleiðslu fyrirtækisins er í Kína. Í umræðunni hefur einnig verið reynt að gera þetta tortryggilegt þrátt fyrir að augljóst sé að ekkert útflutningsfyrirtæki getur starfað ef 60% tollar eru inn á helsta markað þess.Umfangið kallar á könnun áreiðanleika Fram hefur komið að uppbygging verksmiðjunnar á Grundartanga felur í sér 120 milljarða króna fjárfestingu og mun það fjármagn koma að stærstum hluta að utan. Við sem störfum í viðskiptalífinu vitum að svo stórar fjárfestingar kalla á að áreiðanleiki verkefnisins og eigenda þess sé kannaður í þaula. Komið hefur fram í fjölmiðlum að danski lífeyrissjóðurinn ATP, einn af íhaldssamari lífeyrissjóðum Norðurlanda, hefur verið einn helsti bakhjarl þessa verkefnis undanfarin ár. Þá liggur einnig fyrir að verkefnið muni sækja lán sín til Þróunarbanka Þýskalands, KfW, og annarra þýskra fjármálastofnana sem þykja bæði íhaldssamar og kröfuharðar. Það að þessar fjármálastofnanir standi að baki verkefninu segir margt um móðurfélagið Silicor. Hvarflar það að einhverjum að slíkar fjármálastofnanir kanni ekki áreiðanleika félagsins og verkefna þess í þaula áður en þær ákveða að taka þátt í verkefni í lokuðu hagkerfi norður við íshaf? Einnig hefur komið fram að þýska stórfyrirtækið SMS Siemag hefur starfað náið með Silicor undanfarin fimm ár við að þróa þá tækni sem verksmiðjan mun byggja á og mun sjá henni fyrir öllum vélbúnaði. Um er að ræða fyrirtæki með 150 ára sögu sem byggir á þýskri varkárni og nákvæmni. Slíkt fyrirtæki færi vart að ganga til samstarfs við Silicor án þess að kanna viðskiptasögu og líklega hvers einasta einstaklings sem þar kemur að málum. Halda menn að nú þegar hið þýska félag ákveður að selja búnað fyrir 70 milljarða kr. til Íslands sé það ekki gert að vel ígrunduðu máli?Umræða byggi á staðreyndum Það er ljóst að uppbygging sólarkísilverksmiðju Silicor á Grundartanga stendur á traustum grunni og nýtur stuðnings sterkra bakhjarla. Það er gott að virk umræða fari fram um verkefni sem þetta bæði í samfélaginu og viðskiptalífinu. Slík umræða verður þó að vera sanngjörn, upplýst og umfram allt byggja á staðreyndum. Við sem leitum eftir því að endurreisa atvinnulíf og opið hagkerfi á Íslandi eigum að bjóða erlenda fjárfesta velkomna, sérstaklega ef þeir hafa jafn góð verkefni í huga og með jafn sterka bakhjarla og Silicor gerir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Sjá meira
Nú er í undirbúningi uppbygging sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga, sem er stærsta fjárfesting á Íslandi frá því ráðist var í byggingu álversins á Reyðarfirði. Þetta verkefni er hins vegar gjörólíkt; annars vegar er það fyrsta stóra verkefnið á sviði hátækniiðnaðar hér á landi og hins vegar verður verksmiðjan umhverfisvæn. Það hefur því verið áhugavert að fylgjast með umræðu um verkefnið að undanförnu. Þar hafa komið fram eðlilegar spurningar sem bæði varða umhverfisáhrif verksmiðjunnar en einnig illa grundvallaðar vangaveltur um áreiðanleika fyrirtækisins og verkefnisins.Umhverfisvæn verksmiðja Bæði opinberar eftirlitsstofnanir og virtir ráðgjafar á sviði umhverfismála hafa eytt öllum efasemdum um umhverfisáhrif verksmiðjunnar með því að staðfesta að hún verði umhverfisvæn og að hún falli vel að kröfum Íslendinga í þeim efnum. Þegar það lá fyrir fór umræðan að snúast um að efast um fyrirtækið Silicor Materials. Hefur þar verið talað um dökka fortíð fyrirtækisins, rætt er um kennitöluflakk og jafnvel ýjað að því að fyrirtækið hafi þurft að flýja Norður-Ameríku. Slíkur málflutningur stenst hins vegar enga skoðun.„Enn á sömu kennitölunni“ Á heimasíðu Silicor er saga fyrirtækisins rakin. Þar kemur fram að fyrirtækið byggir á grunni tveggja fyrirtækja sem runnu saman undir nýju nafni eins og algengt er þegar tvö fyrirtæki renna saman. Engu að síður hefur verið reynt að gera það tortryggilegt að fyrirtækið hafi tekið upp nýtt nafn við samrunann þrátt fyrir að það sé alvanalegt að slíkt sé gert, bæði á Íslandi og annars staðar. Félagið er „enn á sömu kennitölunni“ þrátt fyrir nafnabreytingar. Á heimasíðunni kemur einnig fram að vegna viðskiptastríðs á milli Bandaríkjanna og Kína þurfti fyrirtækið að leita að stað utan Norður-Ameríku fyrir verksmiðju sína þar sem helsti markaðurinn fyrir framleiðslu fyrirtækisins er í Kína. Í umræðunni hefur einnig verið reynt að gera þetta tortryggilegt þrátt fyrir að augljóst sé að ekkert útflutningsfyrirtæki getur starfað ef 60% tollar eru inn á helsta markað þess.Umfangið kallar á könnun áreiðanleika Fram hefur komið að uppbygging verksmiðjunnar á Grundartanga felur í sér 120 milljarða króna fjárfestingu og mun það fjármagn koma að stærstum hluta að utan. Við sem störfum í viðskiptalífinu vitum að svo stórar fjárfestingar kalla á að áreiðanleiki verkefnisins og eigenda þess sé kannaður í þaula. Komið hefur fram í fjölmiðlum að danski lífeyrissjóðurinn ATP, einn af íhaldssamari lífeyrissjóðum Norðurlanda, hefur verið einn helsti bakhjarl þessa verkefnis undanfarin ár. Þá liggur einnig fyrir að verkefnið muni sækja lán sín til Þróunarbanka Þýskalands, KfW, og annarra þýskra fjármálastofnana sem þykja bæði íhaldssamar og kröfuharðar. Það að þessar fjármálastofnanir standi að baki verkefninu segir margt um móðurfélagið Silicor. Hvarflar það að einhverjum að slíkar fjármálastofnanir kanni ekki áreiðanleika félagsins og verkefna þess í þaula áður en þær ákveða að taka þátt í verkefni í lokuðu hagkerfi norður við íshaf? Einnig hefur komið fram að þýska stórfyrirtækið SMS Siemag hefur starfað náið með Silicor undanfarin fimm ár við að þróa þá tækni sem verksmiðjan mun byggja á og mun sjá henni fyrir öllum vélbúnaði. Um er að ræða fyrirtæki með 150 ára sögu sem byggir á þýskri varkárni og nákvæmni. Slíkt fyrirtæki færi vart að ganga til samstarfs við Silicor án þess að kanna viðskiptasögu og líklega hvers einasta einstaklings sem þar kemur að málum. Halda menn að nú þegar hið þýska félag ákveður að selja búnað fyrir 70 milljarða kr. til Íslands sé það ekki gert að vel ígrunduðu máli?Umræða byggi á staðreyndum Það er ljóst að uppbygging sólarkísilverksmiðju Silicor á Grundartanga stendur á traustum grunni og nýtur stuðnings sterkra bakhjarla. Það er gott að virk umræða fari fram um verkefni sem þetta bæði í samfélaginu og viðskiptalífinu. Slík umræða verður þó að vera sanngjörn, upplýst og umfram allt byggja á staðreyndum. Við sem leitum eftir því að endurreisa atvinnulíf og opið hagkerfi á Íslandi eigum að bjóða erlenda fjárfesta velkomna, sérstaklega ef þeir hafa jafn góð verkefni í huga og með jafn sterka bakhjarla og Silicor gerir.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun