Segir Sigríði engin lög hafa brotið Hjörtur Hjartarson skrifar 28. febrúar 2015 19:30 Brynjar Níelsson, þingmaður og lögfræðingur tekur undir túlkun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á úrskurði persónuverndar þess efnis hún hafi engin lög brotið. Lektor í stjórnsýslufræði segir að lögreglustjórinn ætti að viðurkenna að mistök hafi verið gerð en ekki þvæla málið með lagaskylmingum. Í úrskurði Persónuverndar segir að miðlun og meðferð persónuupplýsinga af hálfu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur og innanríkisráðuneytisins hafi farið á svig við persónuvernd. Engu að síður segir í yfirlýsingu sem Sigríður sendi frá sér að hún hafi engin lög brotið. Fréttastofan hefur síðan í gær ítrekað óskað eftir viðtali við Sigríði Björk en ekki haft erindi sem erfiði. Flestir af þeim lögspekingum sem fréttastofa ræddi við í dag eru sammála um að lögreglustjórinn sé að teygja sig heldur langt með því að túlka úrskurð Persónuverndar með þeim hætti sem hún gerir. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og lögmaður er hinsvegar á þeirri skoðun að Sigríður hafi rétt fyrir sér. „Hún hefur auðvitað ekki brotið af sér. Það var eðlilegt hjá henni að afhenda þessi gögn. Hinsvegar hafði ráðuneytið ekkert við þessi gögn að gera og það veit lögreglustjórinn á Suðurnesjunum ekkert um,“ segir Brynjar.Sigríður Björk Guðjónsdóttir„En hefði lögreglustjórinn ekki átt aðóska eftir upplýsingum um hvaðátti að nota þessi gögn í og við hvaða lagaheimild var verið að styðjast?“„Menn geta auðvitað haft einhverjar skoðanir á því. Það er nú bara þannig samkvæmt hinum og þessum lögum, lögum um stjórnarráðið, lögum um meðferð sakamála, lögreglulögunum o.s.frv. þá ráðherra auðvitað yfirmaður lögreglustjórans og sækir þau gögn sem hann telur nauðsynlegt að til sinna sinni eftirlitsskyldu. Það er því engin ástæða til að efast réttmæta yfirmannsins til að sækja gögn.“ Brynjar er einnig varaformaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis sem hefur haft Lekamálið til umfjöllunar. Hann reiknar ekki með því að upplýsingar gærdagsins komi til með áhrif á þau störf. „Nei, ég tengi það nú ekki. Ég lít nú þannig á að þessu lekamáli sé nú bara lokið. Ráðherran hefur sagt af sér, aðstoðarmaðurinn hefur sætt refsiábyrgð, málinu er bara lokið hvað þingið varðar finnst mér,“ segir Brynjar. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður og lögfræðingur tekur undir túlkun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á úrskurði persónuverndar þess efnis hún hafi engin lög brotið. Lektor í stjórnsýslufræði segir að lögreglustjórinn ætti að viðurkenna að mistök hafi verið gerð en ekki þvæla málið með lagaskylmingum. Í úrskurði Persónuverndar segir að miðlun og meðferð persónuupplýsinga af hálfu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur og innanríkisráðuneytisins hafi farið á svig við persónuvernd. Engu að síður segir í yfirlýsingu sem Sigríður sendi frá sér að hún hafi engin lög brotið. Fréttastofan hefur síðan í gær ítrekað óskað eftir viðtali við Sigríði Björk en ekki haft erindi sem erfiði. Flestir af þeim lögspekingum sem fréttastofa ræddi við í dag eru sammála um að lögreglustjórinn sé að teygja sig heldur langt með því að túlka úrskurð Persónuverndar með þeim hætti sem hún gerir. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og lögmaður er hinsvegar á þeirri skoðun að Sigríður hafi rétt fyrir sér. „Hún hefur auðvitað ekki brotið af sér. Það var eðlilegt hjá henni að afhenda þessi gögn. Hinsvegar hafði ráðuneytið ekkert við þessi gögn að gera og það veit lögreglustjórinn á Suðurnesjunum ekkert um,“ segir Brynjar.Sigríður Björk Guðjónsdóttir„En hefði lögreglustjórinn ekki átt aðóska eftir upplýsingum um hvaðátti að nota þessi gögn í og við hvaða lagaheimild var verið að styðjast?“„Menn geta auðvitað haft einhverjar skoðanir á því. Það er nú bara þannig samkvæmt hinum og þessum lögum, lögum um stjórnarráðið, lögum um meðferð sakamála, lögreglulögunum o.s.frv. þá ráðherra auðvitað yfirmaður lögreglustjórans og sækir þau gögn sem hann telur nauðsynlegt að til sinna sinni eftirlitsskyldu. Það er því engin ástæða til að efast réttmæta yfirmannsins til að sækja gögn.“ Brynjar er einnig varaformaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis sem hefur haft Lekamálið til umfjöllunar. Hann reiknar ekki með því að upplýsingar gærdagsins komi til með áhrif á þau störf. „Nei, ég tengi það nú ekki. Ég lít nú þannig á að þessu lekamáli sé nú bara lokið. Ráðherran hefur sagt af sér, aðstoðarmaðurinn hefur sætt refsiábyrgð, málinu er bara lokið hvað þingið varðar finnst mér,“ segir Brynjar.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira