
Mercedes sýnir mátt sinn

Tími Rosberg var 1:22,792 sem er einni sekúndu frá besta tíma sem náðst hefur á brautinni í kappakstri. Þjóðverjinn fylgdi því eftir örfáum mínútum seinna með ögn lakari tíma.
Valtteri Bottas varð annar í dag, þó rúmri sekundu á eftir Rosberg. Felipe Nasr á Sauber var ekki langt á eftir honum með fjórða hraðasta tímann.
Sebastian Vettel á Ferrari varð fjórði rúmlega tveimur og hálfri sekúndu á eftir Rosberg. Fyrir utan hraða Mercedes bílsins er stærsta frétt dagsins sú að McLaren bíllinn sem hefur verið sá óáreiðanlegsti á árinu, rauf loksins 100 hringja múrinn með 101 hring. Jenso Button var í bílnum í dag. Bíllinn bilaði svo rétt undir lok dagsins. En stór áfangi fyrir McLaren.
Force India frumkeyrði 2015 árgerðina af sínum bíl í dag. Nico Hulkenberg var við stýrið, hann var reyndar hægastur allra en komst þó 77 hringi sem lofar góðu.
Tengdar fréttir

Árekstur Alonso vindinum að kenna
Fernando Alonso lenti í harkalegu samstuði við varnarvegg á loka degi annarrar æfingalotu fyrir komandi tímabil.

Massa fljótastur og McLaren í vandræðum
Felipe Massa á Williams varð fljótasti maður dagsins. Þriðja og síðasta æfingalotan fyrir Formúlu 1 tímabilið hófst á Katalóníubrautinni í dag.

Enn er von fyrir Manor Grand Prix
Manor Grand Prix liðið sem áður hét Marussia hefur formlega lokið skiptum á búi sínu. Þetta er stórt skref fyrir liðið sem stefnir á þátttöku á komandi tímabili.

Dennis: Hönnunarstefnan skapar vandamálin
Vandamálin sem hrjá McLaren bílinn má rekja til hönnunarstefnu Peter Prodromou samkvæmt liðsstjóra McLaren, Ron Dennis.

Manor tilkynna fyrri ökumann sinn
Manor GP liðið hefur staðfest að það ætli sér að taka þátt í Ástralíu eftir 17 daga. Will Stevens veðrur annar ökumanna liðsins.

Grosjean fljótastur á Lotus
Romain Grosjean á Lotus varð fljótastur á lokadegi æfingalotunnar. Hann var á ofur mjúkum dekkjum. Pastor Maldonado varð fljótastur á Lotus á degi þrjú.